Fréttablaðið - 23.01.2003, Síða 8
8 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
NORÐURLÖND
Gjafakot
Strandgötu 29, Hafnarfirði
Útsala - Útsala
40% afsláttur
af öllum vörum um óákveðinn tíma
Sími: 555 6770
Ríkislögreglustjóri hefur enga vitneskju um samninga fyrirtækja úti í bæ:
Rólegur yfir Baugi
FJÁRHAGSSKAÐI „Lögreglan hef-
ur ekki vitneskju um samn-
inga sem fyrirtæki úti í bæ
eru að gera á hverjum tíma.
Því er ekki við okkur að
sakast í þessu sambandi,“ seg-
ir Haraldur Johannessen rík-
islögreglustjóri um fullyrð-
ingar forstjóra Baugs um að
fyrirtæki hans hafi orðið af 30
milljörðum króna vegna hús-
leitar sem lögreglan gerði í
húsakynnum fyrirtækisins á
sama tíma og samningavið-
ræður um kaup þess á versl-
unarkeðjunni Arcadia voru á við-
kvæmu stigi. „Ég er mjög rólegur
yfir vinnulagi embættis ríkislög-
reglustjóra yfirleitt.
Við höfum alltaf
breytt samkvæmt
þeim lögum sem í
gildi eru í landinu á
hverjum tíma,“ segir
ríkislögreglustjór-
inn.
Haraldur Jo-
hannessen segir að
umræddar lög-
regluaðgerðir gegn
Baugi hafi verið
nauðsynlegar á sín-
um tíma. Lögreglan
hafi óskað eftir heimild hjá
dómstólum til húsleitar og hún
hafi verið veitt: „Allar niður-
stöður dómstóla, bæði héraðs-
dóms og Hæstaréttar, byggja á
því að fullt tilefni hafi verið fyr-
ir aðgerðum embættisins. Ef
dómstólar hafa komist að röng-
um niðurstöðum í máli þessu þá
mun það teljast til tíðinda. Ég á
ekki von á slíkum málalokum“,
segir Haraldur.
Forsvarsmenn Baugs íhuga nú
rétt sinn til skaðabóta frá yfir-
völdum vegna lögregluaðgerð-
anna, sem þeir telja hafa skaðað
hluthafa fyrirtækisins um 30
milljarða króna eins og fyrr sagði.
Það nemur 15 ára hagnaði af
Kárahnjúkavirkjun eins og hann
er reiknaður í dag. ■
Þjóðverjar styðja ekki ályktun öryggisráðs SÞ um innrás í Írak;
Vafi um samþykki
öryggisráðsins
ÍRAKSDEILAN Vafi leikur á því hvort
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
muni samþykkja ályktun sem gefur
heimild til innrásar í Írak. Frakkar,
Þjóðverjar og Rússar lýsa efasemd-
um um nauðsyn þess að fara í stríð.
Fréttastofan Interfax greindi frá
því að rússnesk hermálayfirvöld
hefðu fengið upplýsingar þess efnis
að innrás yrði gerð seint í næsta
mánuði. Þá verður afstaðin hajj-
trúarhátíð múslíma, sem hefst 9.
febrúar.
Ekki búast við því að Þýskaland
samþykki ályktun sem gefur stríði
lögmæti,“ sagði Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, þegar hann
ávarpaði fund jafnaðarmanna í
Saxlandi. Schröder hefur reynt að
feta einstigi milli samstarfs við
Bandaríkin og mikillar andstöðu við
stríð í Þýskalandi. Ummæli hans nú
eru þau skýrustu um að Þýskaland
muni ekki styðja stríð og hugsan-
lega greiða atkvæði gegn því.
Frakkar og Þjóðverjar standa
þétt saman að því að vinna að lausn
Íraksdeilunnar án þess að til stríðs
komi. Frakkar hafa neitunarvald
sem eitt af fimm fastaríkjum í ráð-
inu og hafa látið að því liggja að þeir
kunni að beita því. Ef af því verður
yrðu Bretar og Bandaríkjamenn
annað hvort að finna aðra leið en
innrás til að ná markmiðum sínum í
Írak eða gera innrás í óþökk Sam-
einuðu þjóðanna. „Fyrir okkur er
stríð alltaf sönnun mistaka og
versta lausnin, svo allt verður gert
til að forðast það,“ sagði Jacques
Chirac Frakklandsforseti.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði þingmönnum í gær
að ef ljóst væri að Írakar væru að
brjóta gegn samþykktum Samein-
uðu þjóðanna myndu Bretar styðja
ákvörðun um innrás þó það væri
andstaða við slíkt innan öryggis-
ráðsins. ■
VERKFALLSVAKTIN STAÐIN
Meðan slökkviliðsmenn eru í verkfalli
hlaupa 19.000 hermenn í skarðið í neyðar-
tilfellum.
Þingmaður móðgar
slökkviliðsmenn:
Samansafn
fávita
BRETLAND „Þið eruð samansafn fá-
vita og eruð landi ykkar til
skammar,“ sagði Bernard Jenkin,
þingmaður Íhaldsflokksins sem
fer með varnarmál í skuggaráðu-
neyti flokksins, í útvarpsviðtali
um slökkviliðsmenn sem fóru í
verkfall til að knýja á um launa-
hækkanir.
Orð hans hafa vakið mikla reiði
meðal slökkviliðsmanna, sem
hafa krafist afsökunar hans eða
afsagnar ella. Jenkin dró örlítið í
land í tilkynningu sem hann sendi
frá sér í kjölfarið og sagði
slökkviliðsmenn almennt frábært
fólk en að forystumenn þeirra
væru fávitar þar sem verkfallið
hefði hindrandi áhrif á uppbygg-
ingu fyrir átök við Persaflóa. ■
AP
/R
IC
H
AR
D
L
EW
IS
HARALDUR
JOHANNESSEN
Ekki við okkur að
sakast.
SKRIÐDREKI Í LJÓSUM LOGUM
Eyðilagður íraskur skriðdreki sést hér
brenna nærri olíulindum í Kúvæt í mars
1991. Rússneska fréttastofan Interfax segir
innrás eiga að hefjast síðla í febrúar.
AP
/D
AV
ID
L
O
N
G
ST
R
EA
TH
HERMENN BÓLUSETTIR Heil-
brigðisþjónusta danska hersins
hefur hafist handa við að bólu-
setja hermenn gegn miltisbrandi.
Þetta er liður í átaki sem herinn
hefur hrundið af stað til þess að
undirbúa menn sína fyrir hugsan-
lega þátttöku í stríði gegn Írak.