Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 10
MEXÍKÓ, AP Snarpur jarðskjálfti skók Mexíkó með þeim afleiðing- um að 21 maður fórst og raf- magnslaust varð víða í vestur- hluta landsins. Skelfing greip um sig meðal almennings og í nokkrum stórborgum streymdi fólk felmtri slegið út á götur. Skjálftinn sem reið yfir síðast- liðið þriðjudagskvöld mældist 7.6 á Richter og átti upptök sín í Colima-héraði, um það bil 500 kílómetra vestur af Mexíkóborg. Umtalsverðir skemmdir urðu á byggingum en það hefur meðal annars verið rakið til þess hversu grunnt í jörðu upptökin lágu. Flest dauðsföllin urðu þegar hrundi úr skrifstofubyggingum og íbúðarhúsum í grennd við mið- bæ Colima-borgar en þar þurfti fólk einnig að dúsa tímunum saman í lyftum sem stöðvuðust þegar skjálftinn reið yfir. Erfitt hefur verið að ná síma- sambandi við Colima-borg vegna álags. Þó er ljóst að fjölmargir misstu heimili sín þar, sem og í nærliggjandi borgum, og hafa læknar veitt fólki áfallahjálp. Íbúar Mexíkóborgar fundu einnig vel fyrir skjálftanum og þar streymdi fólk óttaslegið út á götur. ■ Hvað eru lágmarkstekjur?Lágmarkstekjur eru þeir fjármunir sem fólk þarf að hafa til að geta lifað mannsæmandi lífi. Hafa til nauðþurfta og nokk- uð umfram það. Slíkar kröfur verður að gera í nútíma velferð- arþjóðfélagi eða þjóðfélagi sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Einhverja viðmiðun þarf því að setja um það hvaða fjármuni fólk þurfi að hafa handa á milli mánaðarlega. Ég tel ekki óeðlilegt að miða við að einstaklingur þurfi að hafa til ráðstöfunar um 150.000 kr. á mánuði. Slíkar tekjur ættu þá að vera undanþegnar skatti. Það mundi þýða að tekjur 150.000 kr. á mánuði væru skatt- frjálsar. Í mínum huga er það sjálf- sagt réttlætismál. Með þeim hætti ynnist margt. Skattkerfið yrði einfaldara, undanskot und- an tekjuskatti mundi minnka og skólafólki og öryrkjum og öldruðum yrði auðveldað að taka að sér hlutastörf sjálfum sér til hagsbóta og þjóðfélaginu til gagns. Stjórnmálamaðurinn sem heyrir talað um eitthvað þessu líkt spyr: „Hvað kostar þetta ríkissjóð?“ Vegna þess að stjórnmálamanninum er tamast að hugsa fyrst um hagsmuni rík- issjóðs og síðan um hagsmuni einstaklinganna. Einu sinni var stjórnmála- flokkur sem hét Sjálfstæðis- flokkurinn og barðist gegn ríkis- bákninu og vildi auk heldur draga úr skattbyrði einstakling- anna og auka atvinnufrelsi þeirra. Þessi stjórnmálaflokkur er ennþá til en í stað þess að hann berjist nú gegn útþenslu ríkis- báknsins þá er hann ötull við að þenja það út. Á sama tíma og verið er að selja ríkisfyrirtæki sem gefa arð er söluandvirðið notað að hluta til að auka báknið. En það dugar ekki til, skattbyrði almennings er þyngd og svo er komið eftir allt of langa valda- setu Davíðs Oddssonar og Sjálf- stæðisflokks hans að báknið hef- ur aldrei verið stærra, skatt- byrði einstaklinga hefur aldrei verið þyngri og takmarkanir á atvinnufrelsi einstaklinganna hafa aldrei verið víðtækari en nú er. Er hægt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé í gíslingu sósíalista? Í sjálfu sér er ekki við öðru að búast þegar saman standa að ríkisstjórn Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem telja eðlilegt að leysa öll mál, m.a. þau sem eru skattborgurunum óviðkomandi, á kostnað þeirra. Halldór Ásgrímsson hefur þanið utanríkisþjónustuna út yfir öll eðlileg mörk. Á sama tíma og eðlilegt hefði verið að fækka sendiráðum landsins vegna breytinga sem orðið hafa í heim- inum hefur þeim verið fjölgað um helming. Davíð Oddsson heimilar að báknið bólgni út og er sjálfur öt- ull við að hlaða nýjum pinklum á skattgreiðendur, t.d. með því að koma vinum sínum fyrir eða leysa framboðsraunir Sjálf- stæðisflokksins á kostnað ríkis- ins og hlúa að velferðarkerfi sérhagsmunahópanna sem styðja Davíð Oddsson. Ég taldi lengi að Sjálfstæðis- flokkurinn væri eina viðspyrn- an gegn útþenslu ríkisbáknsins, flokkur sem mundi helst gæta hagsmuna skattborgaranna, en nú er ljóst að svo er ekki. Því miður sé ég ekki að annar stjórnmálaflokkur hafi það á stefnuskrá sinni að vinna að þessu mikilvægasta hagsmuna- máli alls almennings, ekki síst ungs fólks, lágtekjufólks, ör- yrkja og aldraðra svo nokkrir hópar séu nefndir. Þegar stjórnmálamaðurinn spyr hvað það kosti ríkið að tekjur fólks að 150.000 kr. séu skattfrjálsar, þá er spurt með röngum hætti. Rétta viðmiðunin er: hvað þarf einstaklingur að hafa að lágmarki í ráðstöfunar- tekjur til að geta lifað þokka- legu lífi? Þegar sú viðmiðun er fengin þá er rétt að þær tekjur séu friðhelgar þannig að ríkis- valdið gangi ekki á rétt öryrkja, lágtekjufólks og aldraðra, svo og ungs fólks sem er að reyna að komast til bjargálna. Ríkisbáknið má aldrei vaxa svo mikið að hagsmunir einstak- linganna líði fyrir hagsmuni rík- isins. Það eru einföld eðlileg mannréttindi að lágmarkstekjur séu skattfrjálsar. Samfélagið á að vera fyrir fólkið en má ekki þenjast út með þeim hætti að það vinni gegn hagsmunum þess. ■ 10 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Imba sól á Granda Kjósandi skrifar: Það var mikið þref og gól Þórólfur verður að standa burt tók Imba borgarstól og brá sér vestur á Granda Býst hún nú við betri stól býður sig fram á Granda eflaust getur Imba sól Össur leyst úr vanda Imba ætlar inn á þing ýmsan að leysa vanda snýst hún því sem stendur í hring og strunsar vestur á Granda. Ígrófum dráttum má skipta öllufólki í þrjá hópa: Þá sem berj- ast, þá sem barma sér og þá sem bugast. Það er ekki svo að sama fólkið sé alla ævi í sama hópnum. Einn getur barist án árangurs svo lengi að hann fari að barma sér og bugist svo á endanum. Þess eru einnig dæmi að bugaðir menn taki á sig rögg og fari að berjast. Það er fátíðara. Algeng- ast er að fólk renni á milli flokka aðra leiðina; hætti að berjast og fari að barma sér og bugist á end- anum. Í gömlum bókum – og ekki síð- ur leikritum – eru sagðar sögur af mönnum sem börðust svo lengi við óviðráðanleg hlutverk að þeir buguðust skyndilega. Í leikritum gerist það með langri einræðu sem kastar ljósi hins bugaða á ævi baráttumannsins. Svona bækur og leikrit eru enn skrifuð þótt þau eigi síður við í dag. Fyr- ir fáeinum áratugum þótti það ekki góð lífsstefna að barma sér. Menn báru sárindi sín í hljóði. Seinni hluta síðustu aldar var hins vegar farið að hvetja fólk til barlóms. Það var talið bera vott um heilsteyptan karakter að barma sér undan uppeldi sínu og foreldrum. Starfsstéttir börmuðu sér undan kjörum sínum og skorti á virðingu samborgaranna. Atvinnurekendur börmuðu sér undan utanaðkomandi áhrifum á reksturinn – eins og það stæði þeim til boða að reka fyrirtæki í gerilsneyddu og lofttæmdu um- hverfi. Af þessum sökum er orð- ið fátítt að baráttumenn bugist skyndilega. Nær alltaf barma þeir sér í nokkur ár áður en þeir bugast. Lífsbarátta mannsins er alltaf jafn hörð. Hann er þeirrar náttúru að vilja meira. Og það er jafn erfitt fyrir þann sem eitthvað á að öðlast meira og þann sem á minna. Báðir vilja bæta stöðuna sína hlutfallslega jafn mikið. Enginn sættir sig við að lifa í draumaheimi ömmu sinnar. Okkar draumaheimur er kjör og lífsgæði barnabarna okkar. Þegar þau komast til vits og ára vilja þau síðan eitthvað annað og meira. Þar sem markmiðið skreppur svona frá okkur eru sjaldnast beinar forsendur til að berjast, barma sér eða bugast. Við höfum það nokkuð í hendi okkar hvað við veljum og hvað hentar okkur. Stundum veljum við það sem hentar karakter okkar en stund- um það sem helst hangir í loft- inu. Og það er líklega þess vegna sem fleiri barma sér nú en fyrir nokkrum áratugum. Það er einhvern veginn stemningin í samfélaginu. ■ Að berjast, barma sér eða bugast skrifar út frá svokallaðri aulasál- fræði um baráttu, barlóm og uppgjöf. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON hrl. skrifar um skattkerfi Íslend- inga. JÓN MAGNÚSSON Um daginn og veginn SKELFINGU LOSTNIR Íbúar Mexíkóborgar streymdu út á götur þegar jarðskjálftinn reið yfir en lögreglan ók um borgina til þess að róa mannfjöldann og ganga úr skugga um að allir væru óskaddaðir. Snarpur jarðskjálfti í Mexíkó: Óttaslegið fólk streymdi út á götur FYRRUM ÞINGMENN MYRTIR Tveir fyrrum þingmenn frá Makedóníu fundust skotnir til bana í húsi í sunnanverðri Búlgaríu. Nokkrir dagar virðast liðnir síðan þeir voru myrtir en ekkert hefur verið gefið upp um mögulega ástæðu. Mennirnir áttu saman marmaraverksmiðju í Búlgaríu. FLÓTTAMAÐUR HANDSAMAÐUR Franska lögreglan handsamaði dæmdan brennuvarg eftir að hann flúði úr fangelsi. Maðurinn var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsnæði vinnuveit- anda síns. Hann ætlaði að slökkva eldinn og uppskera þakklæti vinnu- veitandans. Þess í stað brann húsið til grunna og vinnuveitandinn lést. EVRÓPA Ríkið fyrst, svo fólkið Gleymum ekki smá- fuglum Margrét skrifar: Þegar veturinn hefur veriðjafn mildur og raun ber vitni hafa smáfuglarnir vinir okkar nóg að bíta og brenna. Um leið og vetrarhörkur byrja kreppir að hjá þeim. Þá er mikilvægt að leggja þeim eitthvað til. Fuglakorn fæst í flestum búðum, en einnig er gott að gefa litlu skinnunum feitmeti. Ég set oft tólgarmola með þegar ég gef þeim korn. Fitan er nauðsynleg til að halda á þeim hita. Ég er ansi hrædd um að þeg- ar veturinn er svona mildur þá gleymi menn þessum vinum okkar. Ég vil hvetja fólk til að vera vakandi og gefa fuglunum. Það er mikil fjárfesting í gleði hjartans. Verðlaunin láta ekki á sér standa í fögrum fuglasöng. Thymematernity Verslun fyrir barnshafandi konur Hlíðasmára 17, s. 575-4500 Sendum í póstkröfu um allt land. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Útsalan í fullum gangi Mikið úrval – Enn meiri verðlækkun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.