Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 11
BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að geim- ferðarannsóknir aðildarríkjanna falli hér eftir undir lögsögu sam- bandsins. Ólíklegt þykir þó að til- laga Philippe Busquin, sem fer með vísindi og rannsóknir í fram- kvæmdastjórninni, muni eiga miklu fylgi að fagna meðal ríkis- stjórna aðildarríkjanna. Busquin sagði rannsóknir í geimferðum skila sér í tækniþróun sem væri hægt að nýta á margvís- legum sviðum og að þetta væri eitt tækifæranna til að gera Evrópu- sambandið að samkeppnishæfasta markaðssvæði heims við lok ára- tugarins. Ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa deilt um hvernig skipta skuli verk- efnum Geimrannsóknastofnunar Evrópu á milli aðildarríkja. Þar er mikilla hagsmuna að gæta enda mikið fé sem fer í rannsóknirnar og vilja allir fá sína sneið af kökunni. Tillögur til að ná sáttum milli ríkisstjórna sem standa að Geim- rannsóknastofnuninni gera ráð fyr- ir að Þjóðverjar, Frakkar, Bretar og Ítalir fái jafn stóran hluta verkefn- anna. Þjóðverjar eru þó ósáttir við að deila forystu með Ítölum og Spánverjar við að fá of lítið í sinn hlut. ■ 11FIMMTUDAGUR 23. janúar 2003 Skrá›u flig núna! Hvernig vilt flú vera í símaskránni? Vertu í gó›u sambandi og skrá›u litprentun í rau›u, grænu e›a bláu 1.550 kr.Lína í lit feitletrun 540 kr. netfangi› flitt 540 kr. Vertu áberandi og fá›u Sker›u flig úr og fá›u Skráning í Símaskrá 2003 N O N N I O G M A N N I I Y D D A ¥ N M 0 8 0 5 4 / s ia .i s Hringdu í Símaskrá, 550 7050 Sendu tölvupóst á simaskra@siminn.is Far›u inn á fiínar sí›ur á siminn.is Allir geta skrá› sig – líka vi›skiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. GENF, AP Sendiherra Líbíu var kos- inn forseti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir efasemdir Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja. Líbía hefur legið undir ámæli fyrir að brjóta á rétti almennra borgara í landinu og veita hryðjuverkasamtökum stuðning. Afríkuríkin sem aðild eiga að mannréttindanefndinni tilnefndu líbíska sendiherrann en Bandarík- in kröfðust þess að haldin yrði leynileg atkvæðagreiðsla um mál- ið. En þó Evrópuþjóðir og Banda- ríkin hefðu lýst yfir óánægju með tilnefningu Líbíumannsins sátu þær flestar hjá fremur en að greiða atkvæði gegn skipun hans í embættið. ■ Mannréttindanefnd SÞ: Líbískur forseti veldur deilum LÖGREGLAN Haraldur Árnason, rannsóknarlögreglumaður og rithandarsérfræðingur á eftir- launum, telur að embætti ríkis- lögreglustjóra sniðgangi sig og vilji ekki nýta sér s é r f r æ ð i þ e k k - ingu hans í að rýna í fölsuð skjöl og falsaðar undir- skriftir. Haraldur starfar nú sjálf- stætt hjá öryggis- þ j ó n u s t u f y r i r - tækinu Meton og er aldrei kallaður til þegar greina þarf undir- skriftir í sakamálum. Ríkislög- reglustjóri kýs að senda slíkar undirskriftir alla leið til Sví- þjóðar: „Ég starfaði við þetta í 15 ár og tel mig hafa sérþekkingu sem liggur ekki á lausu hér innan- lands. Samt er ekki leitað til mín og undirskriftir sem orka tví- mælis sendar til Svíþjóðar með tilheyrandi kostnaði,“ segir Haraldur, sem skrifað hefur rík- islögreglustjóranum bréf vegna þessa svo og dómsmálaráðu- neytinu. „Ég hef engin svör fengið. Ég tel að þarna sé verið að fara illa með fé almennings,“ segir hann. Haraldur treystir sér ekki til að slá á kostnað við að senda rit- handarsýnishorn til rannsóknar í Svíþjóð. Hann er hins vegar klár á að það sé margfalt dýrara en hjá sér. Í dómsmálum séu rit- handarsérfræðingar alltaf kall- aðir til og gert að mæta í dóms- sal. Ef um Svía sé að ræða þá verði að borga undir þá flugfar hingað til lands og halda þeim uppi á hóteli með fullu fæði og dagpeningum: „Það sér hver maður að þetta er ekki skynsam- legt,“ segir Haraldur. Í ársskýrslu ríkislögreglu- stjórans frá því í fyrra er gerð grein fyrir umræddum viðskipt- um við Svía varðandi rithand- arrýni. Þar segir meðal annars: „Sú breyting varð á miðju síð- asta ári, að starfsmaður sem vann við skjalarannsóknir, lét af störfum hjá embættinu. Að vel athugðu máli var af ýmsum ástæðum ákveðið að fara ekki út í að þjálfa sérstakan starfsmann í undirskriftarrannsókn skjala. Þar kom m.a. til að slík þjálfun er mjög kostnaðarsöm og beiðn- um um skjalarannsóknir til rík- islögreglustjórans hefur fækk- að mjög á undanförnum árum. Til að annast undirskriftarann- sóknir fyrir lögregluna var samið við Statens kriminal- tekniska Laboratorium í Linköp- ing í Svíþjóð... Það er mikill fengur í því að geta leitað þang- að eftir aðstoð og úrlausn þegar rannsaka þarf skjöl sem þykja fölsuð.“ eir@frettabladid.is HARALDUR ÁRNASON Með 15 ára reynslu í að rýna í falsaðar undirskriftir en fær ekkert að gera. Ríkis- lögreglustjórinn vill frekar skipta við Svía. „Ég hef engin svör fengið. Ég tel að þarna sé verið að fara illa með fé almenn- ings,“ Framkvæmdastjórn ESB Vill taka að sér geimrannsóknir ENNÞÁ LANGSTÆRSTIR Bandarísk stjórnvöld verja sexfalt meira fé til geimrannsókna heldur en ríkin sem standa að Geimrannsóknastofnun Evrópu. Rithandarsérfræð- ingur sniðgenginn Rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum sár. Ríkislögreglustjórinn vill heldur skipta við tæknideild sænsku lögreglunnar í Linköping. RINGULREIÐ Í RAFMAGNSLEYSI Mikil ringulreið greip um sig í Zagreb, höfuðborg Króatíu, þegar rafmagnið fór af í nokkrar klukkustundir. Umferðarljós virkuðu ekki, rafmagnslestir stoppuðu og slökkviliðsmenn þurftu að bjarga 50 manns sem voru fastir í lyftum. LEST OG AUKIN VIÐSKIPTI Stjórn- völd í Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen vilja byggja hraðskreiða lest til að tengja löndin betur við Mið- og Austur-Evrópu. Þannig vilja þau auka samskipti og við- skipti. Löndin verða að öllum lík- um aðilar að ESB á næsta ári. EVRÓPA www.casema.is Harðviðarhús, einbýlishús, sumarhús, klæðn- ingarefni, pallaefni og bílskúrar. Sími: 564-5200 og 865-7990 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.