Fréttablaðið - 23.01.2003, Síða 22
18 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 8
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9.30
kl. 5.50HAFIÐ
kl. 8 og 10.15GRILL POINT
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15
Sýnd kl. 6, 8 og 10
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 3.45 VIT498 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5
VIT
493
HARRY POTTER kl. 6 VIT468
GHOSTSHIP kl. 10 VIT487
THE HOT CHICK kl. 4, 8 og 10 VIT
ANALYZE THAT kl. 4, 6, 8 og 10 VIT
kl. 6.10 HLEMMUR
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 b.i.14.ára
Sýnd í lúxus kl. 5.40, 8 og 10.15
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
FRÉTTIR AF FÓLKI
KVIKMYNDIR Einhver kann að spyrja
sig hvað MTV og Paramount gangi
til með að standa straum af fram-
leiðslu bíómyndar sem gengur út á
að sýna fíflaleg uppátæki hóps
furðufugla sem leggja sig alla fram
um að ganga fram af almenningi og
blásaklausum vegfarendum. Svarið
þeirra er einfaldlega: af hverju
ekki? Þeir benda svo á að það hafi
oft verið framleiddar vitlausari bíó-
myndir fyrir meiri peninga og með
háleitari markmið sem aldrei nást.
Jackass er nefnilega ekki að reyna
að ráða í neinar lífsgátur eða brjóta
mál til mergjar, heldur einfaldlega
að skemmta fólki og í mesta lagi
brjóta nokkur bein í leiðinni.
Aðstandendur Jackass, bæði
fyrir framan og aftan myndavél-
arnar, eru annálaðir vitleysingar og
eins og í sjónvarpsþáttunum, sem
ættu að vera áhorfendum SkjásEins
vel kunnugir, þvælast þeir um og
láta sér detta í hug hin ólíklegustu
glapræði sem er fyrst og fremst
ætlað að ganga fram af fólki.
Leikstjóri myndarinnar, Jeff
Tremaine, segir myndina ólíka þátt-
unum að því leyti að hér reyni Jack-
ass-gengið að gera eitthvað meira
og ganga lengra en hollvinir þess
eiga að venjast, og fannst þó mörg-
um þegar full langt gengið. „Það má
segja að þetta sé þroskasaga níu
ungra manna sem þvælast um
heiminn í leit að ást og vináttu.“
Markmið leikstjórans eru því
greinilega öllu háleitari en efni og
innihald myndarinnar gefur til
kynna en líklega verður hver að
dæma fyrir sig hvort Johnny Knox-
ville geti talist Werter ungi 21. ald-
arinnar.
Þeir sem kunna að meta uppá-
tæki hans og félaga hans ættu þó að
fá heilmikið fyrir 800 kallinn sinn
þar sem hér er meira um nekt, blóð
og annan líkamlegan óhugnað. Það
hefur verið haft á orði að Jackass sé
hrein og klár vísbending um að
heimsendir sé í nánd og siðmenn-
ingin sé komin að fótum fram. Við
slíkar aðstæður er líklega fátt ann-
að hægt að gera en hanga í trjá-
greinum á nærbrókinni einni fata
og hræða fólk með því að sleppa
krókódíl lausum inn í stofu.
Hvað sem öllum vangaveltum
um vitrænt innihald og þess hátt-
ar líður er það nokkuð ljóst að
fíflagangurinn borgar sig og fell-
ur fjöldanum vel í geð en myndin
kostaði 5 milljónir dollara í fram-
leiðslu og hefur halað inn 70 millj-
ónir í Bandaríkjunum.
thorarinn@frettabladid.is
Níu apakettir í
innkaupakerru
Sambíóin frumsýna á morgun Jackass: The Movie. Myndin byggir á sam-
nefndum sjónvarpsþáttum á MTV þar sem yfirklikkhausinn Johnny Knoxville
og félagar vinna sjálfum sér margvíslegan skaða, áhorfendum til mikillar gleði.
Norman Cook, sem er beturþekktur undir nafninu Fatboy
Slim, hefur beðið breska frétta-
menn um að láta
sig og eiginkonu
sína, Zoe Ball, í
friði. Hjónin, sem
hafa átt í erfiðleik-
um með samband
sitt, ákváðu nýlega
að slíta samvistum
um óákveðinn
tíma. Breskir
blaðaljósmyndarar hafa gert hjón-
unum lífið leitt undanfarna daga
með því að umkringja hús þeirra.
Rapparinn Bobby Brown, eigin-maður söngkonunnar Whitney
Houston, hefur verið lagður inn á
sjúkrahús í Atl-
anta í Bandaríkj-
unum. Ekki er vit-
að hvað amar að
kappanum en
veikindin munu
ekki vera alvarleg.
Brown, sem er 33
ára, var í fyrradag
dæmdur í átta
daga fangelsi fyrir að aka undir
áhrifum áfengis árið 1996.
Tim Wheeler, söngvari hljóm-sveitarinnar Ash, ætlar að
stíga á svið með hljómsveitinni
The Flaming Lips á tónleikum
hennar í Lundúnum í næstu viku.
Strákarnir í The Flaming Lips
virðast vera afar vinsælir á meðal
kollega sinna því stutt er síðan
Badly Drawn Boy lék með þeim á
tónleikum, auk þess sem Gruff
Rhys úr hljómsveitinni Super
Furry Animals spilaði þrjú lög
með þeim á tónleikum tveimur
dögum síðar.
Damon Albarn, söngvari hljóm-sveitarinnar Blur, tók þátt í mót-
mælum fyrir utan þinghús Bret-
lands í gær. Mótmælti hann þátttöku
Bretlands í hugsanlegu stríði gegn
Írak. „Enginn efast um illvirki
Saddam Hussein,“ sagði Albarn. „En
Bretlandi stafar engin ógn af þess-
um einræðisherra frá Írak og hér er
enginn stuðningur fyrir stríði. Ég
var alinn upp við þá hugsun að stríð
sé aldrei rétta svarið.“
LA VILLE EST TRANQUILLE kl. 5.40
SEX IS COMEDY kl. 8
LA RÉPETITION kl. 10
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
JACKASS
Vitleysingarnir úr sam-
nefndum sjónvarpsþátt-
um leggja land undir
fót, skoða heiminn og
reyna að þroskast eitt-
hvað á milli þess sem
þeir limlesta sig á ólík-
legasta hátt.
DÓMAR Í ERLENDUM
MIÐLUM
Internet Movie Database - 6.1 / 10
Rottentomatoes.com - 49% = Rotten
BBC - 4 stjörnur af 5
Los Angeles Times - 4 stjörnur
AÐRAR FRUMSÝNINGAR
HELGARINNAR
Half Past Dead
Once Upon a Time in the Midlands
The Banger Sisters
KVIKMYNDIR Leikstjórinn Martin
Scorsese hefur verið tilnefndur til
bandarísku leikstjóraverðlaun-
anna af kollegum sínum. Nýjasta
kvikmynd hans, „Gangs of New
York,“ hefur hlotið góða dóma eft-
ir að hún var frumsýnd. Scorsese
hefur þegar hlotið Golden Globe-
verðlaunin fyrir myndina.
Aðrir tilnefndir eru Roman Pol-
anski fyrir „The Pianist“, Stephen
Daldry fyrir „The Hours“, Peter
Jackson fyrir „Lord of the Rings“
og Rob Marshall fyrir „Chicago“.
Verðlaunin verða afhent þann 1.
mars.
Í 55 ára sögu leikstjóraverð-
launanna hefur sigurvegarinn í öll
skipti nema fimm hlotið Ósk-
arsverðlaunin. ■
SCORSESE
Martin Scorsese fékk Golden Globe-verð-
launin fyrir myndina „Gangs of New York“.
Bandarísku leikstjóraverðlaunin:
Scorsese á
meðal tilnefndra
BURT REYNOLDS
OG CLINT EASTWOOD
Eins og skopteiknarinn Al Hirschfeld sá þá
fyrir sér árið 1984 en kempurnar léku þá
saman í grínspennumyndinni City Heat.
Hirschfeld lést fyrr í vikunni á hundraðasta
aldursári.
Irreversible:
Umdeild
mynd
KVIKMYNDIR Hin umdeilda franska
kvikmynd Irreversible verður frum-
sýnd í Reykjavík í lok janúar. Mynd-
in hefur víða vakið hörð viðbrögð,
ekki síst fyrir langa og hrottafengna
nauðgunarsenu. Breska kvikmynda-
tímaritið Empire fer lofsamlegum
orðum um myndina í nýlegum dómi
og gefur henni fimm stjörnur.
Blaðið segir myndina vissulega
ógeðfellda en leggur áherslu á að of-
beldið þjóni raunverulegum tilgangi
fyrir frásögnina og í því sé ekki ver-
ið að upphefja ofbeldi og eyðilegg-
ingu manneskjunnar, heldur þvert á
móti verið að syrgja það fallega sem
ekki verður bætt. ■