Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 26
TÓNLIST Bubbi Morthens, Sigur Rós og Leaves fá flestar tilnefn- ingar til Íslensku tónlistarverð- launanna sem afhent verða í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í ár verða veitt verðlaun í fjórum flokkum; fyrir sígilda og nú- tímatónlist, jazz, popp og ýmiss konar tónlist. Bubbi Morthens er tilnefndur til fjögurra verðlauna; plata árs- ins, lag ársins, söngvari ársins og sem flytjandi ársins. Plata Sigur Rósar, ( ), er til- nefnd sem plata ársins, lag númer fjögur er tilnefnt sem lag ársins, og hljómsveitin er tilnefnd sem besti flytjandinn auk þess sem Jón Þór Birgisson er tilnefndur sem besti söngvarinn. Arnar Guðjónsson úr Leaves er einnig tilnefndur sem besti söngvarinn. Breathe, breiðskífa Leaves, er tilnefnd sem plata árs- ins, lagið Catch er tilnefnt sem lag ársins og sveitin sjálf er til- nefnd sem besti flytjandinn. Hátíðin í kvöld hefst klukkan 20.00. Þar koma fram Hamrahlíð- arkórinn, Barokkhópurinn, Tómas R. Einarsson, Ragnar Bjarnason, Selma og Hansa, Bubbi, Írafár, Leaves og Sálin hans Jóns míns. Bein útsending verður í Sjónvarpinu og á Rás 2. Auk Íslensku tónlistarverðlaun- anna velja Rás 2 og Mastercard poppstjörnu ársins. ■ 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 BIC Atlantis penni Verð 91 kr/stkk NOVUS MASTER gatar 25 blöð. Verð 382 kr NOVUS heftari heftar 30 blöð. Verð 674 kr Borðmotturnar frá Múlalundi Nýsköpunarverðlaun forsetans: Lirfuteljari skaraði fram úr VERÐLAUN Oddgeiri Harðarsyni, nemanda við Rafmagnsdeild Tækniskóla Íslands, voru í gær veitt Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir búnað til að telja og greina mýflugulirfur en hingað til hefur einungis verið hægt að meta fjölda þeirra en hvorki tegund né lífmassa. Búnaðurinn eykur þannig afköst og dregur úr kostnaði, auk þess sem hann stórbætir upplýs- ingagildi gagna sem fást með hon- um. Aðdragandinn að verkefninu var að Veiðimálastofnun leitaði til Vaka DNG um samstarf við þróun á bún- aði til talningar og greiningar á lirf- unum, sem eru oftar en ekki undir- staða lífkerfa sem eru rannsökuð. Við lausn verkefnisins var hann- aður búnaður, Nematocera, sem byggir á tölvusjón og myndgrein- ingartæki sem Vaki DNG hefur mikla reynslu af en Sverrir Hákon- arson, þróunarstjóri Vaka-DNG, var leiðbeinandi Oddgeirs í verkefninu. Tæknin sem búnaðurinn byggir á er meðal annars notuð til að telja fiska í fiskeldi og gesti í verslunarmið- stöðinni Smáralind. Rósa E.R. Helgadóttir, nemandi við textíldeild Listaháskóla Íslands, og Jenna Stefánsdóttir, læknadeild Unviersitat degli Studi di Trieste á Ítalíu, voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Rósa fyrir efnis- og töskuhönnun og Jenna fyrir rann- sókn á áhrifum hjartaaðgerða á ungbörnum á virkni T eitilfruma. ■ Íslensku tónlistarverðlaunin: Bubbi með fjórar tilnefningar BUBBI MORTHENS Fær fjórar tilnefningar á Íslensku tónlistarverðlaunum. Platan hans, Sól að morgni, hefur verið geysivinsæl og selst eins og heitar lummur. SÍGILD OG NÚTÍMATÓNLIST Flytjandi ársins: Caput Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfs- dóttir Kammersveit Reykjavíkur Kolbeinn Bjarnason Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómplata ársins Baldr eftir Jón Leifs Bon appétit - frönsk barokktónlist / Barokkhópurinn (Fermata) Guðný Guðmundsdóttir - einleiksverk fyrir fiðlu (Polarfonia) Kristinn Hallsson - safndiskur (Söngvinir Kristins) Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveins- son (CPO) Vorkvæði um Ísland / Hamrahlíðarkórinn (Smekkleysa) Tónverk ársins Áskell Másson - Hyr Haukur Tómasson - Langur skuggi John Speight - Jólaóratorían Barn oss fætt Jón Nordal - Gríma Þórður Magnússon -Strengjakvartett nr. 2 JAZZTÓNLIST Tónverk ársins Kúbanska eftir Tómas R. Einarsson Meski eftir Davíð Þór Jónsson Yggur eftir Jóel Pálsson Weeping Rock eftir Skúla Sverrisson & Eyvind Kang Tónlistarflytjandi ársins Jóel Pálsson Davíð Þór Jónsson Óskar Guðjónsson/ Skúli Sv. Björn Thoroddsen Tómas R. Einarsson Hljómplata ársins Fagra veröld - Sunna Gunnlaugsdóttir Raddir þjóða - Sigurður Flosason og Pét- ur Grétarsson Rask - Davíð Þór Jónsson Septett - Jóel Pálsson Tyft - Hilmar jensson ÝMIS TÓNLIST Hljómplata ársins Eftir þögn: Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson Englabörn: Jóhann Jóhannsson Guð og gamlar konur: Anna Pálína Árna- dóttir Raddir þjóðar: Sigurður Flosason og Pét- ur Grétarsson Söngvaskáld: Hörður Torfason POPPTÓNLIST Bjartasta vonin Hera Singapore Sling Búdrýgindi Santiago Worm Is Green Afkvæmi guðanna Þórunn Antonía Myndband ársins Singapore Sling - Listen Ensími - Brighter Írafár - Allt sem ég sé Í svörtum fötum - Dag sem dimma nátt Land og Synir - If Gus Gus - Dance you down Flytjandi ársins Apparat Organ Quartet Bubbi Ensími Leaves Múm Sigur Rós Söngvari ársins Arnar Guðjónsson (Leaves) Björn Jörundur Friðbjörnsson (Nýdönsk) Bubbi Egill Ólafsson (Stuðmenn) Jón Þór Birgisson (Sigur Rós) Páll Rósinkranz Söngkona ársins Birgitta Haukdal (Írafár) Hera Hjartardóttir Margrét Eir Hjartardóttir Ragnhildur Gísladóttir (Stuðmenn) Urður Hákonardóttir (Gus Gus) Þórunn Antónía Lag ársins Leaves - Catch Sigur Rós - Lag nr. 4 Írafár - Ég sjálf Ske - Julietta 2 Sálin - Þú fullkomnar mig Bubbi - Við Gróttu Plata ársins Bubbi Morthens - Sól að morgni KK - Paradís Leaves - Breathe Móri - Móri Sigur Rós - ( ) Ske - Life, Death, Happiness & Stuff ODDGEIR HARÐARSON Fékk í gær Nýsköpunarverðlaun forseta Ís- lands. Þau voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og hafa því verið átta sinnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 22

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.