Fréttablaðið - 23.01.2003, Page 30

Fréttablaðið - 23.01.2003, Page 30
26 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR HVAR? Óvissuferð með fjölskyldunni Valgeir Guðjónsson segir sína meðfæddu hógværð ekki leyfa neitt til- stand í tilefni dagsins. Fjölskyldan mun halda á vit óvissunnar og taka út frosthörkur til sveita í dag. 51 ÁRS „Gert í tilefni dagsins? Nei, það verður ekki gert neitt umfram hefðbundin dagleg störf. Hugsanlega eitthvað huggulegt með kaffinu en það verður ekk- ert megapartí,“ segir Valgeir Guðjónsson, félagsráðgjafi og tónlistarmaður, en hann er af- mælisbarn dagsins. „Bíddu, bíddu... Nú er ég að fá upplýsingar frá konunni minni að til standi að fara í óvissuferð sem ég eðli málsins samkvæmt veit fátt um. Fjölskyldan ætlar sem sagt að skreppa út úr bænum og taka út frosthörkur í sveitum landsins. Stefnum í austurátt og mun ferðin taka einhverja daga.“ Eiginkonan Ásta Kr. Ragnars- dóttir er ætíð með eitthvað í pokahorninu og Valgeir segist ekki einn um þá skoðun að hann sé vel kvæntur. Í tengslum við væntanlegar gjafir segist hann ekki vanhaga um neitt en auðvitað vona af- mælisbörn alltaf hið besta. „Þegar ég horfi út um gluggann, og að teknu tilliti til fyrirhug- aðrar óvissuferðar, kæmi hlý flík sér vel, peysa eða föður- land.“ Nú um stundir starfar Val- geir í félagi við konu sína við fyrirtækið nema.is sem leggur meðal annars fyrir sig áhuga- sviðsgreiningar. „Nú er ég loks að starfa við það sem ég mennt- aði mig til á sínum tíma, félags- ráðgjöfina. Þetta eru merkilegar kannanir og Ásta hefur þróað aðferð til að lesa úr þessum prófum sem fólk tekur til dæmis þegar það stendur frammi fyrir stórum ákvörðunum.“ Eftirminnilegasta afmælis- veisla Valgeirs er trúlega sú síðasta en þá var haldin veisla í heimahúsi. „Þá var mikið sung- ið. Afmælisveislur fólks á mínum aldri, sérstaklega vegna stórafmæla, eru oft þvílík stórvirki að þær þyrftu í um- hverfismat. Ég gat ekki hugsað mér slíkt tilstand, mín með- fædda hógværð leyfir ekki slíkt. Og svo sýnist mér oft sem afmælisbörnunum sjálfum þyki ekkert gaman í slíkum veislum. Afmælisveislan í fyrra stóð lengi við söng og grín.“ Valgeir segir ágætt að eiga afmæli í janúar. „Það hefur lengi vel reddað manni að eiga afmæli í þessum blúsaðasta mánuði ársins, sem er sá dimmasti og sá kaldasti.“ jakob@frettabladid.is AFMÆLI VEÐURFRÆÐINGUR Sigurður Þ. Ragnarsson, umsjónarmaður veðurfrétta á Stöð 2 og stunda- kennari við Menntaskólann í Kópavogi, hefur vakið athygli fyrir glöggar veðurspár en hann vinnur eftir langtímaspám bandarísku Veðurstofunnar á meðan flestir starfsfélaga hans halda sig við þær evrópsku. „Ég á mér draum um að ná 100 pró- sent árangri í að spá fyrir um veður framtíðarinnar,“ segir Sigurður, sem er ættaður úr Hafnarfirði í fleiri liði en tölu tekur. „Hreinræktaður Gaflari,“ segir hann sjálfur. Eiginkona Sigurðar er Hólm- fríður Þórisdóttir íslenskufræð- ingur og saman eiga þau þrjú börn og einn hund. Börnin heita Þórir Snær, Árni Þórður og Bessi Þór. Hundurinn heitir Táta Snæfríður. „Í tómstundum mínum les ég mikið og þá helst um náttúruvís- indi og veðurfræði. En einnig er ég mikill ferðagarpur og hef unun af því að ferðast um há- lendi Íslands og til framandi landa. Ég er vel útbúinn því ég á bæði fellihýsi og svo hef ég góð- an aðgang að húsi á Spáni,“ seg- ir Sigurður, sem er 35 ára og ætl- ar ekki að láta deigan síga fyrr en hann nær fullkomnun í veður- spám sínum. „Ég er með full- komnunaráráttu sem getur verið erfitt að eiga við en hún gefur manni einnig styrk til að halda áfram og bæta sig í sífellu. Þannig er það og þannig vil ég hafa það,“ segir veðurfræðing- urinn sem fer ekki alltaf troðnar slóðir í spám sínum - en hittir þó yfirleitt á rétta veðrið. ■ Sigurður Þ. Ragnarsson spáir í veður með hjálp bandarísku Veðurstofunnar. Hann er glöggur þegar hann gáir til veðurs og reynir sífellt að bæta sig. Persónan Vill vera 100 prósent VALGEIR GUÐJÓNSSON Segir ágætt að eiga afmæli í þessum blúsaðasta mánuði ársins. JARÐARFARIR 13.30 Guðrún Sigurjónsdóttir, Ægisíðu 107, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. ANDLÁT Bogi Sigurjónsson, Leifsgötu 10, Reykjavík, lést laugardaginn 4. janúar. Útförin hefur farið fram. Magnús Kristjánsson frá Norðtungu lést mánudaginn 20. janúar. Skarphéðinn Guðmundsson Sóleyjar- hlíð 1, Hafnarfirði, lést 20. janúar. Hjördís Leifsdóttir, Arnarheiði 22, Hveragerði, varð bráðkvödd á heimili sínu 19. janúar. Ingvar Jónsson, Sæborg, Skagaströnd, lést laugardaginn 18. janúar. STÖÐUVEITINGAR Dr. Mikael M. Karlsson prófessor hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta nýrrar félagsvísinda- og lagadeildar við Háskól- ann á Akureyri. Samgönguráðherra hefur skipað Jón Rögnvaldsson í embætti vegamála- stjóra frá og með 1. mars næstkomandi. MEÐ SÚRMJÓLKINNI SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Ferðagarpur með fellihýsi og að- gang að húsi á Spáni. Hver er munurinn á gáfuðuljóskunni og snjómanninum ógurlega? Snjómaðurinn ógurlegi er örugglega til. ■ TÍMAMÓT FRÉTTIR AF FÓLKI 30-17. Adolf H. Berndsen. Jack Nicholson. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Að gefnu tilefni skal tekið fram að menn geta hent handboltum úr snjóhúsum. Leiðrétting FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Starfar sem skíðaþjálfari Ég er nýkominn heim frá Nor-egi og starfa nú sem skíða- þjálfari, bæði fyrir austan og á Ólafsfirði,“ segir Kristinn Björns- son, fyrrverandi atvinnumaður á skíðum. Kristinn lagði atvinnuskíðin á hilluna síðastliðið vor og vann við smíðavinnu fram að jólum, þar til hann tók við skíðaþjálfarastarf- inu. Hann hóf atvinnumannaferil- inn í kringum 1995 og segist sátt- ur með árangurinn. „Ég er mjög ánægður með ár- angurinn. Hefði ekki getað hugs- að mér það betra.“ ■ Ellert B. Schram, formaður ÍSÍog fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, ætlar að þiggja sjötta sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjör- dæmi norður eftir að forysta flokks- ins bauð honum það. Innanbúðar- menn í Samfylk- ingunni segja að það sé einkum forsætisráðherra- efni flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem sé áhugasöm um að fá hann á lista. Þannig sé sýnt að Samfylkingin sé orðinn breiður flokkur sem rúmi jafnt vinstri- menn og fyrrum þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Eiríkur Berg- mann Einarsson stjórnmálafræð- ingur mun hins vegar ekki vera sáttur við niðurstöðu málsins og sagði í gær að enginn hefði beðið sig að víkja úr sæti. Eiríkur hlaut ekki bindandi kosningu í sjötta sætið. Heiðingjar þeir íslenskir ergoðin fornu blóta eru þekktir fyrir að áreita ekki fólk með trú sinni og lífsskoðunum. Þeim mun því vera nokkuð brugðið eftir að það spurðist út að kristnifræði- kennari barna ásatrúarmanna hefði nálgast umræður um trúna „varfærnislega“, eins og það er orðað í fréttabréfi ásatrúar- manna, og hafi tekið vandamálið upp við skólastjórann. Ásatrúar- menn taka það þó ekki nærri sér ef kennarar vilja ekki ræða sið þeirra en spyrja þó hvort við verðum ekki „fátækari fyrir, ef ekki má ræða menninguna í skól- anum?“ Aukin áhugi unglinga á fornum sið um þessar mundir er ekki síst rakinn til mikilla vin- sælda Hringadróttinssögu. Annars er það helst að frétta afheiðingjum að þeir una glaðir við sinn hag. Þeir hafa nýverið kosið sér nýjan allsherjargoða, Hilmar Örn Hilm- arsson, og félags- mönnum þeirra fjölgaði um 10.6% á síðasta ári, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Fé- lagar í Ásatrúar- félaginu voru 628 um áramótin en voru 568 á sama tíma árið áður. Ásatrúarmenn segja þetta langmestu fjölgun í „grónu trúfélagi á Íslandi“. Fjölg- unin er heiðnum mönnum mikið gleðiefni „þar sem hún átti sér stað þrátt fyrir erfiðleika og slæma fjölmiðlaumræðu sem fé- lagið mátti þola síðastliðið sum- ar“. Þá fylgir það sögunni að hlutfall barna og ungs fólks fer stækkandi og að vitað sé um tals- verða fjölgun í félaginu frá því talningin var gerð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.