Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.01.2003, Qupperneq 6
6 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 22 1. 2. 3. Eitt dýr fremur öðrum vekur mikla athygli í Húsdýragarðin- um. Er það svo að aðsóknar- met var slegið í desembermán- uði vegna tilkomu þess. Hvaða dýr er þetta? Bandarískur auðkýfingur, sem efnast hefur á því að hanna og selja tölvubúnað, tilkynnti 16 milljarða króna framlag til rannsókna á ýmsum sjúkdóm- um. Hver er þetta? Hvaða verslunarmaður hefur um langt skeið rekið gallerí í fataverslun sinni? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78.54 0.24% Sterlingspund 128.39 0.07% Dönsk króna 11.41 -0.40% Evra 84.86 -0.42% Gengisvístala krónu 123,39 -0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 291 Velta 4.345 milljónir, ICEX-15 1.345 -0,07% Mestu viðskipti Vinnslustöðin hf. 2.575.559.844 Íslandsbanki hf. 144.950.204 Landsbanki Íslands hf. 81.593.503 Mesta hækkun Vinnslustöðin hf. 3,53% Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. 2,56% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 1,92% Mesta lækkun Íslenskir aðalverktakar hf. -4,35% Samherji hf. -2,02% Grandi hf. -1,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8047,4 0,7% Nasdaq*: 1330,7 0,4% FTSE: 3490,0 0,3% DAX: 2642,7 0,0% Nikkei: 8525,4 -1,0% S&P*: 851,3 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Staða sjávarútvegs: Erlend fjárfesting styrkti greinina SJÁVARÚTVEGUR Olíuverð er helsta ógnin við afkomu sjávarútvegsfyr- irtækja. Í nýrri greiningu á sjávar- útvegi segir Kaupþing að rekstrar- umhverfi greinarinnar sé að öðru leyti þokkalegt. Styrking krónunnar hefur þó neikvæð áhrif á framlegð sjávarútvegsfyrirtækja en á hinn bóginn vinnur sterk króna á móti hækkandi olíuverði. Greiningardeild Kaupþings telur útrás og fiskeldi helstu möguleika greinarinnar til vaxtar. Sameining- ar hafa verið áberandi í sjávarút- vegi að undanförnu. Stærstu fyrir- tæki landsins eru komin upp að mörkum heimildar til kvótaeignar. Kaupþing telur spurningu um hækkun kvótaþaksins ekki spurn- ingu um hvort heldur hvenær því verði lyft. Þá telur Kaupþing að heimild til erlendrar fjárfestingar í greininni myndi efla íslensku sjáv- arútvegsfyrirtækin. Hlutabréf sjávarútvegsfyrir- tækja hafa hækkað í Kauphöllinni síðustu misseri. Kauptækifærum fer því fækkandi. Kaupþing telur Granda og Samherja vænlegustu kostina í greininni. Þau félög hafi setið eftir við hækkanir fyrirtækja í greininni. ■ Kærum vegna kynferðisbrota fjölgar stöðugt: Ámóta margir dómar KYNFERÐISBROT Kærum vegna kynferðisbrota fjölgar jafnt og þétt. Á fimm árum hefur fjöldi mála á ári aukist úr 96 í 171 eða um 78%. Þetta kemur meðal annars fram í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingvarsdóttur, Sjálfstæðis- flokki. Þingmaðurinn spurði um fjölda kæra síðustu 10 ár en upplýsingar eru ekki fyrirliggj- andi. Samkvæmt upplýsingum lögregluembætta landsins voru 96 kynferðisbrot kærð til lög- reglu árið 1998. Þeim fjölgaði í 119 árið eftir, árið 2000 voru kærð 149 slík mál og árið 2001 voru 175 kynferðisbrot kærð til lögreglu á landinu öllu. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá embætti ríkislögreglustjóra voru kynferðisbrotin 171 í fyrra. Algengast er að kært sé fyrir nauðgun eða brot gegn 194. grein almennra hegningar- laga. Þá færist í vöxt að kært sé fyrir kynferðisbrot gegn börn- um 14 til 16 ára en rúmlega fimmtungur kæra er vegna kyn- ferðisbrota gegn börnum. Samkvæmt svari dómsmálaráð- herra hefur fjöldi verið svipaður öll árin. 24 kynferðisbrotadómar féllu árið 1998, 22 dómar árið 1999, 24 dómar árið 2000, 36 dómar árið 2001 og 18 dómar í fyrra. Dómsmálaráðherra segir í svarinu að ekki hafi verið talið ráðlegt að þyngja lágmarksrefs- ingu fyrir kynferðisbrot í því skyni að þyngja refsingar við þeim brotum. Þá segir ráðherra að núgildandi ákvæði um fyrningu í almennum hegningarlögum veiti þolendum kynferðisbrota næga réttarvernd. ■ Ísland hafi frumkvæði Deilt var um hugsanlegar aðgerðir Bandaríkjamanna gegn Írak á Alþingi og samskipti Íslands við Bandaríkin vegna þess. VG vilja að Ísland sendi Bandaríkjunum skýr skilaboð um afstöðu og hlutleysi ef til átaka kemur. ÍRAK „Íslensk stjórnvöld eiga að hafa frumkvæði að því að hafa samband við Bandaríkjastjórn og koma þeirri afstöðu Íslendinga á framfæri að allra leiða skuli leitað til að afstýra innrás í Írak. Og í öðru lagi, komi til hernaðaraðgerða gegn Írak á næstu mánuðum, þá skuli Ísland tilkynna að ekki verði heimil- uð afnot af aðstöðu á íslensku yfir- ráðasvæði,“ sagði Ögmundur Jónas- son, Vinstri hreyf- ingunni - grænu framboði. Hann spurði utanríkis- ráðherra hvort bandarísk stjórn- völd hefðu haft samband við ís- lensk stjórnvöld um hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Írak eða Ís- lendingar við Bandaríkjamenn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ráðherra kvað svo ekki vera. Fyrir lægi að íslensk stjórn- völd teldu nauðsynlegt að betra ráðrúm gæfist fyrir vopnaeftir- litsmenn til að athafna sig í Írak. „Auðvitað vonast allir til þess, þá ekki síst Íslendingar, að það verði hægt að komast hjá átökum á þessu svæði,“ sagði Halldór og bætti við að þrír kostir væru í stöðunni. Óbreytt ástand, sem væri versti kosturinn, að ríkis- stjórnin í Írak undir forystu Sadd- ams Husseins hrökklaðist frá völdum með einhverjum hætti, sem hlyti að vera besta niðurstað- an, og loks að til átaka kæmi á svæðinu. Tími væri kominn til að hörmungunum í Írak linnti og það gerðist vart nema með utanað- komandi þrýstingi. Fyrirspyrjandi krafðist skýrra og afdráttarlausra svara frá ráðherra um stefnu íslenskra stjórnvalda og sagði að ekki væru allir sammála um hvort Ör- yggisráðið hefði gefið skilyrðis- lausa heimild til innrásar ef í ljós kæmi að Íraksforseti hefði brot- ið gegn samþykktum ráðsins. „Ég tel að það sé alveg ljóst að ef í ljós kemur að Saddam býr yfir gereyðingarvopnum og vill ekki afvopnast þá stendur al- þjóðasamfélagið frammi fyrir því að grípa til sinna ráða. En það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauð- synlegt að þetta mál komi til um- fjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik. Það hlýtur að vera krafa okkar Íslendinga, eins og ann- arra, að Saddam afvopnist. Það er krafa Sameinuðu þjóðanna. En ef það kemur í ljós að hann býr ekki yfir gereyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst,“ sagði Halldór. the@frettabladid.is Varaþingmaður tekur sæti: Vigdís á þing ALÞINGI Vigdís Hauksdóttir vara- þingmaður tók í gær sæti á Al- þingi í fjarveru Ólafs Arnar Haraldssonar. Ólafur Örn situr nú fyrsta fund Evrópuráðsþings- ins í Strassborg á árinu. Á fundinum verða ræddar skýrslur málefnanefnda Evrópu- ráðsþingsins, meðal annars um framlag Evrópuráðsins til fram- tíðarráðstefnu Evrópusam- bandsins, stöðu mála í Tsjetsjen- íu, aðbúnað flóttafólks í suðaust- urhluta Evrópu, tjáningarfrelsi í fjölmiðlum og menningarsam- vinnu Evrópu og ríkja norðan- verðrar Afríku. Auk Ólafs Arnar sitja Lára Margrét Ragnarsdóttir, formað- ur Íslandsdeildar Evrópuráðs- þingsins, og Kristján L. Möller alþingismaður fundinn fyrir Ís- lands hönd. ■ Ku Klux Klan: Foringi sakaður um morð NORÐUR-KARÓLÍNA, AP Foringi Ku Klux Klan-hóps í Norður-Kar- ólínuríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð ásamt eiginkonu annars leiðtoga hóps- ins og tveggja annarra manna. Fólkið er sakað um að hafa myrt óþekktan mann fyrir tveimur árum, en lík hans fannst í árs- byrjun. Eiginmaður konunnar hefur einnig verið handtekinn en ekki ákærður. Lögreglumenn telja að maður- inn hafi verið myrtur vegna þess að hann hafði vitneskju um fyrir- hugaðar sprengjuárásir hópsins á opinberar byggingar. ■ Þriggja ára drengur: Hlekkjaður við rúmið CHICAGO, AP Lögreglumenn sem leit- uðu að fíkniefnum og vopnum á heimili í Chicago í Bandaríkjunum fundu þriggja ára dreng hlekkjaðan við rúm. Keðja var vafin um háls drengsins og fest með hengilási. „Ef hann hefði dottið fram af rúminu hefði hann getað kafnað,“ sagði Oscar Arteaga, einn lögreglu- mannanna. Fósturmóðir drengsins sagði að hann hefði verið bundinn með þessum hætti vegna þess að hann stæli sér mat, að því er lög- reglumenn greindu frá. Drengurinn og fjögur önnur börn allt að ellefu ára gömul voru tekin úr vörslu kon- unnar. ■ Keflavíkurflugvöllur: Þrjú kíló af hassi FÍKNIEFNI Þrjú kíló af hassi fundust við leit á 36 ára gömlum íslenskum karlmanni sem var að koma frá Kaupmannahöfn á sunnudags- kvöld. Fíkniefnadeild tollgæslunn- ar á Keflavíkurflugvelli stöðvaði manninn en fann engin fíkniefni í farangri hans. Við nánari skoðun kom í ljós að hann hafði límt hass- ið á líkamann. Í framhaldi af því var hann handtekinn og yfirheyrð- ur af fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ gæti götuverðmæti efnanna verið á bilinu 6 til 7 milljónir króna. ■ Vatíkanið: Bannfærði kvenpresta VATÍKANIÐ, AP Vatíkanið mun ekki aflétta bannfæringu sinni á sjö kvenprestum. Konurnar voru bannfærðar eftir að þær voru vígðar til prests á síðasta ári og neituðu í kjölfarið að afneita prestsheiti sínu. Í yfirlýsingu Vatíkansins þar sem bannfæringin er staðfest þrátt fyrir andmæli kvennanna segir að þetta sé gert til að vernda samfélag og einingu kirkjunnar. Konurnar voru vígðar af Argent- ínumanninum Romulo Braschi sem kallar sig erkibiskup en Vatíkanið segir hann hafa klofið kirkjuna. ■ OLÍAN ÓGNAR Hækkandi olíuverð vegna yfirvofandi stríðsátaka er einn helsti óvissuþátturinn í afkomu sjávarútvegsins á næstunni. ÖGMUNDUR JÓNASSON Vill senda Bandaríkjamönnum skýr skilaboð vegna hugsanlegar hernaðaraðgerða gegn Írak. „Það hlýtur að vera krafa okkar Íslend- inga, eins og annarra, að Saddam af- vopnist. Það er krafa Sam- einuðu þjóð- anna.“ HÉRAÐSDÓMUR Rúmlega 700 kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu síðastliðin fimm ár vegna kyn- ferðisbrota. Dómum hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun kæra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KYNFERÐISBROT: KÆRUR OG DÓMAR Kærur Dómar 1998 96 24 1999 119 22 2000 149 24 2001 175 36 2002* 171 18 Samtals 710 124 * Bráðabirgðatölur fyrir 2002 EKKI HVAÐA STARF SEM ER Vatíkanið, yfirvald kaþólsku kirkjunnar, vill ekki sjá kvenpresta og telur þá stangast á við trúna. AP M YN D /A RT U RO M AR I/ VA TÍ K AN IÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.