Fréttablaðið - 29.01.2003, Síða 13

Fréttablaðið - 29.01.2003, Síða 13
13MIÐVIKUDAGUR 29. janúar 2003 Kauptu 4 flöskur af 2ja lítra Coca Cola og fáðu leður handbolta* með á aðeinsi 999kr *Krakka handbolti. Hentar 6 - 12 ára krökkum TÓNLEIKAR Árið 1964 samdi banda- ríski tónlistarmaðurinn Terry Riley verkið „In C“, sem telst hafa markað upphafið að svo- nefndum minimalisma eða naum- hyggju í nútímatónlist. Verkið er byggt á sífelldum endurtekning- um með hægfara breytingum í röddum og hljómum. Mörg tón- skáld hafa síðar samið undir merkjum þessarar stefnu og rokkhljómsveitir á borð við The Who, Soft Machine og Tangerine Dream urðu fyrir áhrifum af henni. Þetta sögufræga verk verður flutt á nemendatónleikum Tón- skóla Sigursveins D. Kristinsson- ar, sem haldnir verða í tónlistar- húsinu Ými við Skógarhlíð í kvöld. Einnig verða flutt á tón- leikunum verk eftir Benjamin Britten, Aaron Copland og Leon- ard Bernstein. Stjórnandi á tón- leikunum er Guðni Franzson. Allt eru þetta tuttugustu aldar tónskáld, en skyldi vera einhver sérstök ástæða fyrir efnisvalinu? „Þetta er persónulegt val stjórnandans, sem er landskunn- ur tónlistarmaður og kemur víða við eins og fólk þekkir,“ segir Sig- ursveinn Magnússon, skólastjóri Tónskólans. „Þetta er tónlist sem er honum held ég mjög hugstæð, enda hefur hann fengist mjög mikið við túlkun á samtímatón- list.“ Sigursveinn segir að þótt Guðni sé ekki reglulegur kennari við skólann hafi hann oft tekið tímabundin verkefni af þessu tagi að sér fyrir skólann. Hljómsveitin er skipuð elstu nemendum skólans sem leika á strengi, blásturshljóðfæri og slagverk. „Þau hafa verið að æfa þessi tónverk undanfarnar vikur. Í raun er þetta búið að vera þriggja mánaða vinnutörn hjá þeim á bak við þessa tónleika.“ Sigursveinn segir að allar nemendahljómsveitir skólans komi fram að minnsta kosti einu sinni á ári. Oftast haldi þær tón- leika þrisvar sinnum ár hvert. „Það er mjög örvandi fyrir krakkana að koma fram opinber- lega, og ekki síst kannski að spila utan skólans. Skólinn hefur ágæt- is aðstöðu fyrir æfingar, en þegar þarf að halda tónleika er mjög gott að vera einhvers staðar ann- ars staðar.“ gudsteinn@frettabladid.is FRÁ ÆFINGU Í ÝMI Guðni Franzson stjórnar nemendahljómsveit Tónskóla Sigursveins, sem í fyrsta sinn kemur fram í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Upphaf öðruvísi tónlistar Á tónleikum í Ými í kvöld gefst tækifæri til að heyra hvernig fyrsta verk naumhyggjunnar í nútímatónlist hljómar. Nemendahljómsveit Tónskóla Sigursveins stendur þar að verki ásamt Guðna Franzsyni stjórnanda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.