Fréttablaðið - 29.01.2003, Page 14
14 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
BANGER SISTERS kl. 5.30, 8 og 10.15 TRANSPORTER b.i. 14 ára kl. 8
JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 - bi 16 ára
Kl. 4 og 8 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9.30
kl. 5.50 og 10.10HAFIÐ
kl. 6.10HLEMMUR
kl. 8GRILL POINT
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 VIT498 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5
VIT
493
HARRY POTTER kl. 8 VIT468
THE HOT CHICK 4, 6, 8 og 10 VIT
JUWANNA MANN 4, 6, 8 og 10 VIT
kl. 6 , 8 og 10STELLA Í FRAMBOÐI
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i.14.ára
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i.16.ára
Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ástralska söngkonan KylieMinogue ætlar að hefja sölu á
nýrri nærfatalínu í Bretlandi. Nær-
fötin, sem eru
ýmist úr satíni,
með blúndum eða
netsokkamynstri,
hafa fengið nöfn á
borð við Diva,
Vamp og Fever,
sem eru titlar síð-
ustu platna hennar.
Fatnaðurinn verð-
ur tekinn til sölu í Selfridge-stór-
markaðakeðjunni í næstu viku og
kostar á bilinu 10-50 pund, eða frá
tæpum 1.500 krónum til 7 þúsunda.
Minogue hóf að hanna og selja sinn
eigin nærfatnað í Ástralíu fyrir
tveimur árum.
Nýtt Leo-æði hefur gripið um sigí Bretlandi eftir frumsýningu
myndarinnar
„Catch Me If You
Can“ með Leonardo
DiCaprio í aðalhlut-
verki. Um þrjú þús-
und táningsstúlkur
fjölmenntu fyrir
utan kvikmynda-
húsið þar sem
myndin var frum-
sýnd til að berja goðið augum. Stúlk-
urnar hrópuðu nafn hans ákaft og
tók hann um 20 mínútur að komast
inn í kvikmyndahúsið. Leo fékk
ágætar viðtökur þegar hann mætti
til frumsýningar Gangs of New York
fyrr í mánuðinum. Þær voru þó litl-
ar í samanburði við þær móttökur
sem hann fékk um helgina, sem min-
ntu á frumsýningu „Titanic“.
Lögreglan í Vancouver er á hött-unum eftir 50 manns sem tóku
þátt í uppþoti á tónleikum Guns ’n’
Roses í lok síðasta árs. Tónleikarn-
ir áttu að vera þeir fyrstu í Amer-
íkuferðalagi sveitarinnar en for-
sprakki hennar, Axl Rose, lét ekki
sjá sig á svæðinu. Í kjölfarið kom
til uppþota á tónleikasvæðinu og
þurfti óeirðalögreglan að skerast í
leikinn. Lögreglan hefur birt
myndir og myndbönd af fólki sem
hún vill ná tali af.
SEX IS COMEDY kl. 10.15
HARRY - UN AMI... kl. 8
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
KVIKMYNDIR Lesendur kvikmynda-
tímaritsins Total Film telja að
enski leikarinn Jude Law sé best
til þess fallinn að taka við hlut-
verki Írans Pierce Brosnan sem
næsti James Bond.
Hinn þrítugi Law fékk rúm-
lega fjórðung atkvæða í kosning-
unni. Rétt á eftir honum varð
skoski leikarinn Ewan McGregor
og hinn enski Christian Bale.
Matt Fueller, ritstjóri tímarits-
ins, telur að Law hafi örlítið for-
skot á hina keppendurna. „Mér
finnst Jude Law hafa þessa yfir-
stéttarfágun sem fólk tengir oft-
ast við James Bond.“ Hann sagði
hins vegar að hugmyndin um
Ewan McGregor í hlutverkinu
væri ekki svo
galin enda er
hann af sama
bergi brot-
inn og Skot-
inn Sean
C o n n e r y,
sem margir
telja að sé besti
Bond-leikarinn
til þessa. Þess
má geta að
Hugh Grant
fékk einungis
tvö prósent at-
kvæða í kosn-
ingunni.
P i e r c e
Brosnan hefur
ákveðið að leika í fimmtu
myndinni um Bond en
óvíst er hvort hann taki
að sér fleiri hlutverk í
seríunni. ■
LAW
Jude Law fór meðal annars með hlutverk í
myndunum „The Talented Mr. Ripley“ og
„Artificial Intelligence“.
ROBERT DOWNEY JR.
Var í sárum eftir að Calista Flockhart lét
hann gossa en var fljótur að jafna sig þeg-
ar hann sá Christinu Aguilera.
Robert Downey Jr:
Bauð
Aguilera á
stefnumót
FÓLK Robert Downey Jr. virðist hafa
jafnað sig á skilnaðinum við Calistu
Flockhart, úr Ally McBeal-þáttun-
um, og hefur nú boðið poppdívunni
Christinu Aguilera á stefnumót.
Aguilera var upp með sér til að
byrja með en þegar hún hafði feng-
ið hátt í 40 skeyti frá leikaranum
var henni ofboðið, þakkaði pent
fyrir sig og afþakkaði. Talsmaður
söngkonunnar segir að hún hafi
fengið nóg og sent honum skeyti til
baka þar sem hún útskýrði fyrir
Downey að hann væri of gamall.
Aguilera er 22 ára en Robert Dow-
ney 37. ■
SJÁLFSMYND Góð sjálfs-
mynd er sögð lykillinn
að lífshamingjunni enda
eru þeir sem eru óá-
nægðir með sjálfa sig
oft meðal annars þjak-
aðir af þunglyndi og
kvíða. Sjálfsmynd fólks
mótast ekki síst á ung-
lingsárunum og því er
unglingum mikilvægt
að vera meðvitaðir um
grundvallarþætti í fari
sínu og huga að því
hvernig þeir vilja vera
og hvaða áhrif hug-
myndir þeirra um sjálfa
sig hafa fyrir stöðu
þeirra í lífinu. Þau við-
mið og mælikvarðar
sem krakkarnir kynnast
í fjölmiðlum; kvikmynd-
um, sjónvarpi, auglýs-
ingum og glanstímarit-
um, eru oft í litlum
tengslum við raunveru-
leikann og það getur
verið varasamt að
grundvalla sjálfsmat
sitt á sýndarveruleika
afþreyingariðnaðarins.
EGÓ átakinu er ætl-
að að vekja ungt fólk til umhugs-
unar um sjálft sig, fá það til að
gefa mikilvægi sjálfs-
myndar innar
gaum og læra
að vega og
meta þau
skilaboð sem
fjölmiðlarnir
senda þeim. Ásta Sigríður Krist-
jánsdóttir, framkvæmdastjóri
verkefnisins, segir hugmyndina
alls ekki vera að ráðast gegn tísk-
unni, tónlistarmyndböndum og
kvikmyndaiðnaðinum heldur að
hjálpa krökkunum að hugsa sjálf-
stætt og velja fyrir sig.
„Við erum miklu frekar að
reyna að segja krökkun-
um að þau þurfi ekki að
vera eins og allar þessar
tilbúnu ímyndir og eigi
fyrst og fremst að taka
ákvarðanir á eigin for-
sendum. Vilji stelpa fara í
brjóstastækkun ætti hún
að gera það af því að hún
vill það sjálf, en ekki fyr-
ir kærastann sinn eða af
því að vinkonur hennar
hafa látið stækka á sér
brjóstin. Við reynum líka
að höfða til stráka en það
sem snýr að þeim er ef til
vill ekki jafn áberandi og
myndrænt en það má til
dæmis benda þeim á að
þeir þurfi ekki að fá sér
tattú, fara daglega í ljós
eða taka stera til að vera
sterkir ef eina ástæðan er
utanaðkomandi þrýsting-
ur. Meðal þess sem við
bendum krökkunum á er
að ef þau eru óánægð með
útlit sitt ættu þau að
byrja á því að huga að
sjálfsmyndinni og sjá svo
til hvort þau séu jafn óá-
nægð eftir það.“
ÍTR hefur komið að verkefn-
inu og stóð fyrir einu prufunám-
skeiði fyrir jól. Ásta segir krakk-
ana sem tóku þátt í því hafa verið
mjög ánægða og í framhaldinu
hefur ÍTR ákveðið að vera með
fleiri námskeið sem leiðbeinend-
ur í félagsmiðstöðvum munu hafa
umsjón með. ■
Undan oki glans-
myndarinnar
Landlæknisembættið, Rauði krossinn, Heilsugæslan, Jafningjafræðslan og
Geðrækt standa að EGO átakinu. Verkefnið hefur farið vel af stað og nú stefnir
ÍTR á námskeiðahald í tengslum við það.
ÁSTA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
„Það er rétt að vekja athygli á því að maður þarf ekkert að vera nið-
urbrotin manneskja til að hafa gagn af svona námskeiði. Það er öll-
um hollt að vinna í sjálfsmynd sinni og efla sjálfstraustið.“
Jude Law:
Næsti
James Bond?
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T