Fréttablaðið - 29.01.2003, Page 18
18 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
BLAÐAMENN „Jú, það er óhætt að
segja að ég hafi verið fyrsti blaða-
maður Fréttablaðsins,“ segir Jó-
hannes Valdemarsson, fram-
kvæmdastjóri Hvells, sem gerðist
blaðamaður Fréttablaðsins árið
1993, átta árum áður en blaðið
sjálft hóf göngu sína.
Þetta ár lagði Jóhannes stund á
upplýsingavísindi og rekstrarhag-
fræði við Háskólann í Árósum.
Eins og hjá mörgum stúdentum
var oft ansi hart í ári hjá Jóhannesi
og leyfði buddan honum ekki að
sækja alla þá menningarviðburði
sem hann vildi.
Þegar Jóhannes hitti eitt sinn
blaðamann frá Íslandi í Árósum
komst hann að því að blaðamenn
eiga oft greiðan aðgang að ýmsum
viðburðum.
Jóhannesi datt það snjallræði í
hug að búa sér til sinn eigin blaða-
mannapassa og fékk leyfi til að
ljósrita passa blaðamannsins.
„Síðan útbjó ég eftirlíkingu af
passanum, tók mynd af mér og
setti inn í,“ segir Jóhannes hlæj-
andi þegar hann rifjar upp náms-
árin. „Ég er hins vegar heiðarleg-
ur maður og vildi ekki falsa pass-
ann með því að skrifa að ég væri
blaðamaður á Morgunblaðinu eða
DV. Ég ákvað því að nefna blaðið
mitt Fréttablaðið.“
Til að gera passann sem raun-
verulegastan lét blaðamaðurinn
verðandi útbúa Fréttablaðsstimpil
sem hann notaði á passann. Hann
skildi einnig eftir línu fyrir rit-
stjóra blaðsins, sem nefndur var
Guðmundur Ólafsson. „Síðan tók
ég gatarann hennar ömmu og
gerði gat á passann. Í gatið þræddi
ég svarta skóreim og gat því haft
passann hangandi um hálsinn.“
Passinn kom Jóhannesi afar
vel. Hann fór á þó nokkra knatt-
spyrnuleiki og aðra viðburði og
þar á meðal sýningu sem mikil að-
sókn var að. „Þá þurfti ég að taka
viðtal við einhvern mann sem var
með Elvis-sýningu. Þetta var far-
andsýning þar sem verið var að
sýna fötin og bílinn hans Elvis.
Manninum fannst þetta tilkomu-
mikið að það kæmi blaðamaður
sértaklega frá Íslandi til að gera
grein um sýninguna því að hún átti
ekki eftir að ferðast þangað,“ seg-
ir Jóhannes.
Á þessum árum var Jóhannes
formaður knattspyrnufélagsins
Heklu, sem var eingöngu skipað
Íslendingum, og húsnefndar Ís-
lendingafélagsins í Árósum. „Það
voru samt ekki nógu háir titlar til
að ég fengi frítt inn á leiki, hvað þá
á aðra menningarviðburði,“ segir
Jóhannes Valdemarsson, fyrsti
blaðamaður Fréttablaðsins. ■
Fyrsti blaðamaður
Fréttablaðsins
Jóhannes Valdemarsson útbjó blaðamannapassa til að komast frítt á
ýmsa viðburði. Blaðið sem hann starfaði fyrir nefndi hann
Fréttablaðið, átta árum áður en blaðið sjálft kom út.
FYRSTI BLAÐAMAÐURINN
Jóhannes Valdemarsson var fyrsti blaðamaður Fréttablaðsins árið 1993, átta árum áður
en blaðið sjálft hóf göngu sína.
Hlynur Hallsson myndlistarmaður.
„Ég er að lesa Lovestar eftir Andra Snæ
Magnason. Ég er nýbyrjaður á henni en ég
gaf konunni minni hana í jólagjöf. Ég er
kominn á blaðsíðu 39 og hún lofar mjög
góðu.“
MANNANAFNANEFND Kvenkynsnöfnin
Melinda og Ríta hlutu náð fyrir
augum Mannanafnanefndar á
dögunum og hafa verið færð á
mannanafnaskrá. Sama á við um
karlkynsnöfnin Kiljan, Fengur,
Sophus og Sigurlinn. Óskað var
eftir úrskurði nefndarinnar á því
hvort heimilt væri að nota fyrr-
greind nöfn sem eiginnöfn eða
skírnarnöfn og á það féllst nefnd-
in.
Fyrir áramót hafnaði nefndin
hins vegar óskum nokkurra ein-
staklinga um eiginnöfn, meðal
annars ósk um karlkyns eigin-
nafnið Ástvald. Samkvæmt þjóð-
skrá ber einn Íslendingur það
nafn. Þá var beiðni um eiginnafn-
ið Sævald einnig hafnað og taldi
Mannanafnanefnd meðal annars
að nafnið hefði ekki unnið sér
hefð í íslensku. Fjórir Íslending-
ar bera þetta eiginnafn sam-
kvæmt þjóðskrá, þar af þrír
skráðir í Vestmannaeyjum.
Kvenkyns eiginnöfnin Engla,
Fía og Adela eru hins vegar góð
og gild að mati Mannanafna-
nefndar. ■
Mannanafnanefnd:
Melinda og Fengur í lagi
ÍSLENDINGAR
Mega heita Melinda og Fengur
en ekki Ástvald og Sævald.
TRYGGINGAMÁL Finnur Ingólfsson, for-
stjóri Vátryggingafélags Íslands,
ætlar að ræða um tryggingar í
Njálu í sumarferð sem skipulögð
hefur verið um Njáluslóðir í sumar.
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem
forstjóri tryggingafélags ræðir þau
mál opinberlega:
„Þetta má ræða út frá tvennu.
Fyrir það fyrsta varð mikill bruni á
Bergþórshvoli og ekki síður hitt að
þarna varð líka mikið mannfall,“
segir Finnur, sem vinnur nú að
frumdrögum að erindi sínu, sem
flutt verður í Fljótshlíð. Finnur
veltir fyrir sér hvernig trygginga-
félög hefðu staðið að málum hefðu
þau verið til staðar á tímum Njáls á
Bergþórshvoli og Gunnars á Hlíð-
arenda og hvað líftryggingar og
brunatryggingar hefðu þá kostað:
„Áhættan hefði verið miklu
meiri þá, iðgjöldin því hærri og
spurning hvernig endurtryggingar
erlendis hefðu brugðist við. En í þá
daga voru menn með sínar trygg-
ingar. Það komu bætur fyrir menn
sem höfðu verið vegnir og voru
þær mismunandi háar eftir því
hver átti í hlut. Menn voru metnir
af mannkostum og greitt sam-
kvæmt því. Þarna voru á ferðinni
nokkurs konar huglægar trygging-
ar,“ segir Finnur Ingólfsson,
forstjóri Vátryggingafélags Ís-
lands. ■
Forstjóri Vátryggingafélags Íslands:
Tryggingar í Njálu
FINNUR INGÓLFSSON
Til forna voru bætur vegna mannvíga metnar eftir mannkostum –
tryggingarnar voru huglægar.
BLAÐAMANNAPASSINN
Jóhannes lagði mikla vinnu á sig til að
gera passann sem raunverulegastan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Barnabókalistinn:
Gömul og
ný klassík
BÆKUR Hinir geðþekku Stubbar
sem heilla ungviðið á sjónvarps-
skjánum eru komnir með tvær
bækur inn á barnabókalistann
enda kostar friðarboðskapur
þeirra litlar 690 krónur.
Harry Potter er ótrúlega líf-
seigur sem fyrr og líklega er
ekkert fararsnið á Fanganum
frá Azkaban og Leyniklefanum.
Harry Potter er auðvitað löngu
orðinn sígildur og það eru tann-
hryðjuverkabræðurnir Karíus
og Baktus líka en þeir eru óum-
deildir fulltrúar heimsbók-
menntanna á listanum.
Marta smarta seldist vel fyr-
ir jól og heldur enn velli og hið
kostulega ólíkindatól Kafteinn
Ofurbrók rekur lestina í átaka-
sögu um geimverur og loftfim-
leika með salernispappír. ■
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU BARNABÆKUR Í VERSL-
UNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR
GEITUNGURINN
Árni Árnas. og Halldór Baldurs.
HVAÐ GETUR TINKI WINKI...
Stubbarnir
MARTA SMARTA
Gerður Kristný
PÉTUR HITTIR SVART OG...
Jón Sveinbjörn Jónsson
KARÍUS OG BAKTUS
Thorbjörn Egner
LITLA LIRFAN LJÓTA
Friðrik Erlingsson
LALLA OG BOLTINN SEM...
Teletubbies
FANGINN FRÁ AZBAKAN
J.K. Rowling
LEYNIKLEFINN
J.K. Rowling
KAFTEINN OFURBRÓK OG...
Dav Pilkey