Fréttablaðið - 12.02.2003, Page 8

Fréttablaðið - 12.02.2003, Page 8
12. febrúar 2003 MIÐVKUDAGUR DÓMSMÁL Hjón sem eiga svokallað Heklusetur á jörðinni Leiru- bakka í Landsveit hafa verið dæmd til að greiða húsasmíða- meistara nokkrum 3,4 milljónir króna. Smiðurinn vann sem bygging- arstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) við fyrri áfanga Hekluset- ursins. Þegar töf varð á samning- um um seinni áfangann sömdu hjónin við byggingarmeistarann persónulega að halda verkinu áfram. Hjónunum tókst síðan að semja við ÍAV, sem tóku við verk- inu. Þegar húsasmíðameistarinn hugðist innheimta greiðslu fyrir sitt starf sögðust hjónin enga ábyrgð bera. Smiðurinn hefði í raun samið við tiltekið einka- hlutafélag sem þau eiga og eru í forsvari fyrir. Fráleitt væri að þau bæru persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Héraðsdómur Reykjaness seg- ir ekkert annað liggja fyrir en að húsasmíðameistarann hafi samið við hjónin sem slík og þau þannig verið verkkaupar. Auk greiðsl- unnar fyrir verkið eiga þau að greiða smiðnum 300 þúsund krónur í málskostnað. ■ FLUG „Ég var búinn að vinna þetta eins vel og ég gat. Bókanir voru með ólíkindum góðar og útlitið bjart. Þetta er því mikið sjokk og slæmar fréttir fyrir mig. Ég stend bara hér og stari út í loftið,“ segir Steinþór Jónsson, hótelhaldari í Keflavík og umboðsmaður kanadíska flugfélagsins HMY- Airways, sem fyrirvaralaust sló af skipulagt Íslandsflug í fyrrinótt og bar við ótta við hermdarverk í tengslum við atburðina 11. septem- ber. Ákvörðunin var tekin einhliða af eiganda flugfélagsins, sem er kínverskur auðmaður sem sagður er hafa efnast á rekstri spilavíta í Hong Kong. „Starfsmenn flugfélagsins eru ekki allir sammála ákvörðun eig- andans en hann á síðasta orðið. Það er spurning hvað hann veit sem við hin vitum ekki. Hann hlýtur að byggja mat sit og ákvörðun á slíkum upplýsing- um,“ segir Steinþór, sem sér nú áralangt undirbúningsstarf sitt verða að engu. HMY-flugfélagið flaug sitt fyrsta flug hér á landi 22. janúar síðastliðinn og ætlar að halda flugi áfram til 5. mars en svo ekki söguna meir: „Á þessum tíma ættum við að ná að fljúga sex flug hvora leið með um 200 farþega. Annar eins fjöldi var svo á biðlista hjá okkur og sá hópur fer hvergi,“ segir Steinþór Jónsson. Kanadíska flugfélagið flaug frá Vancouver á vesturströnd Kanada og til Manchester í Englandi með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Steinþór er þó ekki af baki dottinn þrátt fyrir þetta áfall. Hann er þegar kominn í samningaviðræðir við annað kanadískt flugfélag, Canada West, en vill ekki tjá sig frekar um þá samninga fyrr en þeir eru í höfn. eir@frettabladid.is FANGELSI „Aðstandendur geðsjúkra afbrotamanna, sem og forsvars- menn Geðhjálpar og Samhjálpar, hafa margoft bent á alvöru þess- ara mála og þau vandræði sem steðja að þessum hópi,“ segir í greinargerð með þingsályktunar- tillögu Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Framsóknarflokki. Hann vill að dómsmálaráð- herra, í samráði við heilbrigðis- ráðherra, hefji þegar í stað undir- búning að uppbyggingu meðferð- ardeildar við fangelsi fyrir sak- hæfa geðsjúka afbrotamenn í tengslum við starfsemi Heilbrigð- isstofnunar Selfoss, fangelsið á Litla-Hrauni og réttargeðdeild að Sogni. Talið er að um sé að ræða tuttugu einstaklinga. Flutningsmaður vill að ákvörð- un um úrræði fyrir þennan hóp sjúkra afbrotamanna liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2003. Hann segir jákvæða reynslu af starf- semi réttargeðdeildarinnar að Sogni sem og fangelsisins að Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Hvorug þessara stofnana sé þó ætluð til að hýsa sakhæfa geð- sjúka afbrotamenn. Því sé brýnt að byggja eða kaupa húsnæði í grennd við þessa staði þar sem þeir geti átt athvarf. ■ Reiður ökumaður: Dýrkeypt æðiskast SINGAPORE, AP Dómstólar í Singapore hafa dæmt fertugan Breta í tíu vikna fangelsi fyrir að veita leigubílstjóra hnefahögg og hóta honum lífláti. Að sögn mannsins hafði leigubílstjórinn svínað á hann í umferðinni og var hann ekki alls kostar sáttur við þá einskæru ósvífni. Dró hann því bílstjórann út úr leigubílnum, tók hann hálstaki, hristi hann til og kýldi hann síðan í andlitið. Hinn dæmdi er einstæður þriggja barna faðir sem starfar í Singapore. Auk fangelsisvistar- innar þarf hann að greiða sem nemur um 22.000 krónum í sekt. ■ Kristilegir demókratar: Verða að greiða sektir BERLÍN, AP Kristilegir demókratar verða að greiða andvirði 1.750 milljóna króna í sektir fyrir að hafa þegið ólögleg fjárframlög í sjóði sína. Flokkurinn hafði kært ákvörðun Wolfgang Thierse, for- seta þýska þingsins, til dómstóla en sektin var staðfest á tveimur dómsstigum. Sektirnar eru til komnar vegna fjárframlaga sem flokkurinn þáði á síðasta áratug, í stjórnartíð Helmut Kohl, fyrrum Þýska- landskanslara. Hann viðurkenndi að hafa þegið tvær milljónir marka, tæpar 80 milljónir króna, í nafnlausum framlögum, sem eru ólögleg í Þýskalandi. Að auki höfðu kristilegir demókratar í Hesse falsað bókhald sitt en það ræður miklu um hversu háa styrki flokkar fá úr ríkissjóði. ■ ÍSLENSKAR KÝR Eiga öfluga bandamenn á Alþingi sem leggja nú til í annað sinn að landbúnaðar- ráðherra leggi fram sérstaka áætlun til verndar íslenskum kúm. Verndun íslensku mjólkurkýrinnar: Fágætur dýrastofn LANDBÚNAÐUR Umræðunni um inn- flutning norska fósturvísa virð- ist ekki lokið og því er nauðsyn- legt að grípa til aðgerða til verndar íslenska kúastofninum, sem verið hefur hér frá því land var numið. Þetta er mat Þuríðar Backman, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, Drífu Hjartar- dóttur og Katrínar Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, Sigríðar Jó- hannesdóttur, Samfylkingunni, og Sverris Hermannssonar, Frjálslynda flokknum. Þau eru andstæðingar innflutnings norskra fósturvísa og vilja að landbúnaðarráðherra komi þeg- ar í stað á fót sérstakri áætlun um vernd íslensku mjólkurkýr- innar. Þingmennirnir segja kosti íslensku kýrinnar til mjólkur- framleiðslu einstæða og að ís- lenski kúastofninn sé fágætur dýrastofn sem beri að vernda. ■ Brýnt að byggja meðferðardeild fyrir sakhæfa geðsjúka afbrotamenn: Tuttugu manns í tómarúmi ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Segir brýnt að finna úrræði fyrir allt að 20 sakhæfa geðsjúka afbrotamenn. Þingmað- urinn vill að ákvörðun liggi fyrir eftir rúma tvo mánuði. Láðist að segja að einkahlutafélag væri verkkaupi: Hjón á Heklusetri borgi unnið verk HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Hjón sem réðu húsasmíðameistara til star- fa bera ábyrgð á greiðslum til hans en ekki einkahlutafélag í þeirra eigu sem þau nefndu ekki til sögunnar þegar samið var um verkið í upphafi. Mikið sjokk – slæmar fréttir Kanadíska flugfélagið HMY-Airways slær fyrirvaralaust af flug til Ís- lands. Bókanir með ólíkindum góðar. Fátt um skýringar annað en ótti eiganda við yfirvofandi hermdarverk í tengslum við 11. september. MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Steinþór Jónsson ásamt Brent Stratton, forstjóra kanadíska flugfélagsins HMY-Airways. HMY-AIRWAYS HÆTTA VIÐ SKIPULAGT ÍSLANDSFLUG Íslenskur umboðsmaður segir áralangan undirbúning að engu orðinn eftir að eigandinn ákvað að hætta við áætlunarflug.Su m ar Pl ús Ver›dæmi SpariPlús Krít Portúgal Mallorca Benidorm 53.980 kr. 47.267 kr. 43.140 kr. 44.340 kr. * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. * * * * Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bóka›u strax - fla› margborgar sig! 2003 ver›læk kun8-15% Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.