Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.03.2003, Qupperneq 4
ÁSAKANIR Aðsókn að fréttavefjum var í sögulegu hámarki á mánudag og þriðjudag að því er fram kemur í frétt á Teljara.is sem mælir að- sókn á vefi. Þar kemur fram átt- föld hlutfallsleg heildaraukning á notkun fréttavefjanna Mbl.is, Vís- is.is og DV.is miðað við venjulega mánudaga og þriðjudaga. Geta að- standendur Teljara.is sér þess til að mikil aðsókn stafi af ásókn í fréttir af máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Baugs. Þegar aðsókn á Mbl.is er borin saman við að- sóknina þegar ráðist var á tvíbura- turnana í New York kemur í ljós að aðsóknin var meiri í vikubyrjun en 11. og 12. september 2001. Málið hefur vakið nokkra at- hygli erlendis. Í gær bættist breska blaðið Daily Telegraph í hóp þeirra sem hafa fjallað um það. ■ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Meint tal hans um mútugreiðslur og eftirmálar þess voru aðalfréttaefnið und- anfarið. 4 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR ÍRAKSDEILAN KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Finnst þér að bera eigi fleiri mál undir þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning dagsins í dag: Hvernig ferðu leiðar þinnar til vinnu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 8,7% 54,1%Nei 37,2% EKKI ÞJÓÐAR- ATKVÆÐI Meirihluti vill ekki fleiri þjóðaratkvæða- greiðslur. Veit ekki Já DÓMSMÁL Tveir bræður hafa verið dæmdir í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa ræktað 582 kannabis- plöntur og haft 673 grömm af marijúana í fórum sínu auk ann- arra fíkniefna. Mennirnir ræktuðu kannabis- plönturnar í iðnaðarhúsi á Hval- eyrarbraut í Hafnarfirði. Plönturn- ar fundust þar í nóvember 2001. Að auki var þar að finna fjölda af ljósalömpum, vatnsdælum og öðr- um búnaði. Lögreglu barst ábending í júlí 2001 um að bræðurnir væru að rækta og selja kannabis. Í fram- haldinu upphófust símhleranir sem staðfestu grun lögreglunnar. Annar bróðirinn viðurkenndi að hafa selt nokkuð af kannabisefni en hinn neitaði. Efnið hafi verið ætlað til eigin nota. Báðir hafi þeir verið lengi í fíkniefnaneyslu og reykt tíu grömm af efninu á hverjum degi. Sérfræðingur taldi að hægt hafi verið að fá um 1800 skammta úr plöntunum 582. Yngri bróðirinn hefur 28 sinn- um áður hlotið refsingu fyrir af- brot sín en sá eldri tíu sinnum. Þeir eru 43 og 38 ára gamlir. ■ Vísitala neysluverðs: Meiri hækkun milli mánaða VERBÓLGA Greiningardeildir fjár- málafyrirtækjanna telja að vísi- tala neysluverðs í mars hækki um 0,4-0,6% frá fyrra mánuði. Grein- ingardeild Kaupþings sker sig úr og spáir 0,4% hækkun meðan önnur fjármálafyrirtæki spá 0,6% hækkun. Helstu ástæður meiri hækkunar nú en að undan- förnu eru þær að útsölum hefur fækkað. Þá má búast við áfram- haldandi hækkun fasteigna og eldsneytis. Bent er á að mars hafi undanfarin ár verið mikill verð- bólgumánuður. Ekki sé því sér- stakt áhyggjuefni þótt vísitala neysluverðs hækki meira nú en að undanförnu. ■ LEYFA EKKI STRÍÐ Utanríkisráð- herrar Frakklands, Rússlands og Þýskalands lýstu því yfir eftir fund sinn í París í gær að þeir myndu ekki leyfa það að Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti ályktun sem heimilaði inn- rás í Írak. Þetta er sterkasta vís- bendingin enn sem komið er um að Rússar eða Frakkar beiti neit- unarvaldi sínu þegar ályktunin kemur til atkvæðagreiðslu. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, hafði áður gefið til kynna að Rússar myndu beita neitunar- valdi. INNRÁS ÁN SAMEINUÐU ÞJÓÐ- ANNA Bandaríkin eru reiðubúin að vera í fararbroddi innrásar í Írak þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar styðji innrásina ekki, sagði Colin Pow- ell, utanríkisráð- herra Bandaríkj- anna, í viðtali við rússneska sjón- varpsstöð. Heimildir innan bandaríska stjórnkerfisins herma að ekki verði farið fram á at- kvæðagreiðslu um ályktun Breta og Bandaríkjamanna. Þá mun George W. Bush Bandaríkjafor- seti veita Saddam Hussein loka- frest áður en ráðist verður til at- lögu. BERST FYRIR MÁLAMIÐLUN Kofi Annan, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, rær að því öllum árum að fá deiluaðila í ör- yggisráðinu til að samþykkja málamiðlunartillögu um aðgerðir gagnvart Írökum. EFTIRLEIKURINN UNDIRBÚINN Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna hefur tekið saman skýrslu um hvert hlutverk samtakanna skuli vera í Írak eftir að stjórn Saddams Husseins hefur verið hrakin frá völdum. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir að ákvörð- un um innrás hafi ekki verið tek- in. Bandaríkjamenn hyggjast taka völdin um skeið eftir innrás en óljóst er hvort Sameinuðu þjóðirnar komi þar við sögu. SÖGULEGT SPRENGJUREGN Bandarískir embættismenn segja að ef innrás verði gerð í Írak verði sprengjuregnið fyrstu dag- ana tífalt meira en allt sprengju- regnið í Persaflóastríðinu fyrir rúmum áratug. Þetta ásamt land- árásum á að koma í veg fyrir að Írakar bregðist við innrás með notkun gjöreyðingarvopna. EUROVISION Enn ríkir óvissa um af- drif íslenska Eurovisionlagsins, sem verið hefur til skoðunar hjá matsnefnd STEF vegna gruns um að það líkist um of heimþekktu bandarísku lagi til að geta talist fullveðja fulltrúi Íslands á er- lendri grund. Hljómsveitin Botn- leðja, sem lenti í öðru sæti í und- ankeppninni hér á landi, hefur lýst sig reiðubúna til að hlaupa í skarð- ið fyrir Birgittu Haukdal og henn- ar fólk og troða upp í Eurovision- keppninni í Riga í lok maímánað- ar: „Við sitjum á varamanna- bekknum og tilbúnir til að hlaupa inn á völlinn,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari Botnleðju. „Ég hef enga skoðun á þessu íslenska Eurovisionlagi. Mér finnst það leiðinlegt hvort sem það er stolið eða ekki,“ segir hann. Magnús Kjartansson, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, hefur lýst því yfir að vart sé for- svaranlegt að senda íslenska sig- urlagið í úrslitakeppnina, sjálfur myndi hann ekki ráðleggja nein- um að gera það. Ríkisútvarpið hefur sent frá sér tilkynningu í samráði við Hall- grím Óskarsson, höfund Segðu mér allt, sem Birgitta Haukdal söng til sigurs í Háskólabíói fyrir skemmtu. Þar segir meðal annars um úrskurð matsnefndar STEF sem fjallaði um meintan lagastuld höfundarins: „Draga má þá ályktun út frá niðurstöðu úrskurðarmanna að ekki sé hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á að um lagastuld eða brot á höfundarrétti sé að ræða. Þó er bent á í úrskurði mats- manna að laglínur séu í einstökum töktum í viðlagi svipaðar en einnig er það ljóst að höfundur íslenska lagsins hefur ekki brotið þá reglu sem segir að fjórir taktar verði að vera eins eigi klárlega að vera hægt að sýna fram á brot á höf- undarrétti.“ Hallgrímur Óskarsson, verk- fræðingur og höfundur Eurovisionlagsins, segir að nú sé ákveðið að senda lagið til Dan- merkur og fela þar sérstakri mats- nefnd Eurovisionkeppninnar að úrskurða hvort lagið sé stolið eða ekki. Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son, útsetjari lagsins, er þó ekki í vafa: „Það þarf ekkert að breyta þessu lagi. Það er ekki stolið.“ eir@frettabladid.is Óður maður í hjólastól: Ók á hjúkr- unarkonu NOREGUR Vegfarendum á Kolbotn- torginu í Oppegård í Noregi brá heldur en ekki í brún þegar þeir urðu vitni að því að miðaldra mað- ur í hjólastól ók á ofsahraða á roskna konu og barði hana því næst með hækju. Vitnin komu konunni til bjargar og hringdu síðan í neyðarlínuna, sem sendi lögreglu og sjúkrabíl á vettvang. Konan reyndist vera hjúkrun- arfræðingur á leið til vinnu og var árásarmaðurinn einn af sjúkling- um hennar, að því er fram kemur í Aftenposten. Lögreglumenn færðu manninn til yfirheyrslu og gerðu hjólastólinn upptækan. Óvíst er hvort maðurinn fær stól- inn aftur í hendurnar. ■ KYNDA UNDIR OFBELDI Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, segir að ísraelski herinn kyndi undir ofbeldi með aðgerð- um sínum, sem taki ekki nægjan- legt mið af aðstæðum óbreyttra borgara. „Ég hef miklar áhyggjur af þeim fjölda óbreyttra borgara sem hefur látið lífið, þeirra á meðal ófrísk kona í Bureij-flótta- mannabúðunum.“ Gallup: Aukið traust til lögreglu VIÐHORF Ríkislögreglustjóri hefur vakið sérstaka athygli á því að samkvæmt Þjóðarpúls Gallups um traust almennings til stofnana í febrúar 2003 hefur traust til lög- reglunnar aukist úr 71% í 73% á tæpu ári. Að frátöldum Háskóla Íslands er lögreglan sú stofnun sem mests trausts nýtur um þessar mundir. Á árinu 1997 sögðust 64% treysta lögreglunni. Traust almennings á lögreglunni hefur því aukist um níu prósentustig á sex árum. ■ HVALEYRARBRAUT Bræður um fertugt ráku kannabisverk- smiðju í þessu iðnaðarhúsnæði í Hafnar- firði. Endi var bundinn á starfsemina með áhlaupi lögreglunnar í nóvember 2001. Umfangsmikil kannabisrækt í Hafnarfirði: Bræður dæmdir í fangelsi MIÐAUSTURLÖND Sótt í fréttir af Davíðs- og Baugsmáli: Aðsókn í sögulegu hámarki DAVÍÐ ODDSSON Aðsókn á fréttavefi jókst verulega eftir orð hans um að Jón Ásgeir hefði tal- að um að múta sér. BOTNLEÐJA Sitja á varamannabekknum, tilbúnir að hlaupa inn á Eurovisionvöllinn í Riga 24. maí. Botnleðja vill hlaupa í skarðið fyrir Birgittu Enn óvissa um íslenska Eurovisionlagið. Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu í samráði við lagahöfundinn. Tónverkið sent til Danmerkur til frekari skoðunar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.