Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 6

Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 6
6 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR ASÍA VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Hnefaleikakeppni verður haldin á laugardag. Stöð 2 hefur neit- að að birta auglýsingar um keppnina. Formaður Hnefa- leikasambands Reykjavíkur er undrandi. Hvað heitir hann? Næstelsti köttur landsins er all- ur. Hvaða aldri náði hann? Hann leikur mafíósa í sjón- varpsþáttunum Sopranos og hefur farið fram á 50% hækkun fyrir væntanlega fimmtu seríu. Hvað heitir leikarinn? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.03 -0.35% Sterlingspund 122.67 0.38% Dönsk króna 11.37 0.09% Evra 84.45 0.06% Gengisvístala krónu 121,38 0,07% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 762 Velta 4.824 milljónir ICEX-15 1.377 -0,29% Mestu viðskipti Landsbanki Íslands hf. 252.079.135 Fjárfestingarf. Straumur hf. 224.907.356 Íslandsbanki hf. 112.458.462 Mesta hækkun SR-Mjöl hf. 7,94% Skýrr hf. 7,21% Íslenska járnblendifélagið hf. 4,55% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -6,25% SÍF hf. -2,13% Grandi hf. -1,74% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7727,2 0,3% Nasdaq*: 1309,6 0,1% FTSE: 3563,5 -1,7% DAX: 2526,9 1,0% Nikkei: 8491,1 0,1% S&P*: 825,4 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Fyrsta sjálfsmorðsárásin í tvo mánuði: Strætisvagn sprengdur í loft upp JERÚSALEM, AP Að minnsta kosti 15 létu lífið og tugir slösuðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í strætisvagni í borginni Haifa í norð- urhluta Ísrael. Að sögn sjónarvotta rifnaði þak vagnsins af og brak og líkamshlutar þeyttust langar leiðir. Bílar í nágrenninu urðu fyrir skemmdum og á meðal hinna slös- uðu voru nokkrir vegfarendur sem áttu leið hjá. Enn hefur enginn lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér en talsmaður Hamas-samtakanna hefur þó látið í ljósi velþóknun sína á ódæðinu. Árásin kemur í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar hægrimanna í Ísrael og ítrekaðra áhlaupa ísra- elska hersins á vígi Hamas-samtak- anna á Gaza-ströndinni. Fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum við ísraelska herinn á síðustu tveim- ur vikum og fyrir fáeinum dögum var einn af stofnendum Hamas- samtakanna handtekinn. Þetta er fyrsta hryðjuverkaárásin í Ísrael síðan 5. janúar, þegar 23 létu lífið í sjálfsmorðsárás í Tel Aviv. Að sögn talsmanns ísraelska utanríkisráðu- neytisins hefur her og lögreglu tek- ist að koma í veg fyrir um 100 árás- ir palestínskra öfgamanna á yfir- ráðasvæði Ísraelsmanna á síðustu tveimur mánuðum. ■ Augum beint að forsetastólnum Hillary Clinton hefur náð hröðum frama í öldungadeildinni, sem er þekkt fyrir að láta menn bíða eftir áhrifum og völdum. Margir samherjar hennar telja líklegt að hún fari í forsetaframboð árið 2008. BANDARÍKIN Öldungadeild Banda- ríkjaþings er þekkt fyrir íhalds- semi og það að starfsaldur ræður talsverðu um hversu mikil áhrif einstakir þing- menn hafa. Það getur tekið nokkur kjörtímabil fyrir þingmenn að kom- ast í fremstu röð. Það á þó ekki við um fyrrum for- setafrú Bandaríkj- anna, Hillary Clint- on, sem er að kom- ast í fremstu röð meðal þingmanna demókrata áður en hennar fyrsta kjörtímabil er hálfnað. Clinton hafði hægt um sig fram- an af eftir að hafa unnið sér sæti í öldungadeildinni. Það hefur breyst mikið undanfarið að sögn banda- ríska dagblaðsins Washington Post. Hún hefur tekið að sér for- ystuhlutverk við að breiða út mál- stað demókrata í öldungadeildinni. Áhrif hennar meðal málsmetandi stuðningsmanna flokksins hafa aukist og hún er farin að fá sæti í valdamestu nefndum öldunga- deildarinnar. Frami hennar hefur verið það hraður að sumum sam- herjum hennar er brugðið. Þrátt fyrir að Clinton hafi lýst því yfir þegar hún barðist fyrir þingsæti sínu árið 2000 að hún myndi ekki sækjast eftir forseta- embættinu 2004 sýnir nýleg skoð- anakönnun að ef hún gæfi kost á sér sem forsetaefni Demókrata- flokksins nyti hún yfirburða gagn- vart þeim sem hafa tilkynnt fram- boð. Sama könnun sýnir reyndar að George W. Bush Bandaríkjafor- seti myndi sigra hana auðveldlega í sjálfum forsetakosningunum. Þingmenn Demókrataflokksins og aðrir innanbúðarmenn í öld- ungadeildinni sem Washington Post ræddi við telja sig sjá merki þess að Clinton sé að íhuga fram- boð 2008 ef Bush heldur velli í for- setakosningunum á næsta ári. Sjálf hefur hún sagt að hún hafi engar áætlanir uppi um að sækjast eftir forsetaembættinu sem eigin- maður hennar skildi við í ársbyrj- un 2001. Aðrir þykjast þó sjá merki þess að fyrrum starfsmenn Hvíta hússins, í forsetatíð Bill Clinton, undirbúi framboð hennar. Það þykir styrkja þessa hugmynd að sumir þeirra hafa tekið að sér fjáröflun og skipulagningu fyrir forseta- og þingkosningarnar á næsta ári. ■ GENGIÐ Í RÉTTARSALINN Réttarhöldin yfir meintum meðlimum samtakanna 17. nóvember fara fram í rammgerðasta fangelsi Grikklands. Réttarhöld yfir meðlim- um 17. nóvember: Deilt um beinar út- sendingar GRIKKLAND, AP Hlé hefur verið gert á réttarhöldum yfir nítján meintum meðlimum hryðjuverkahópsins 17. nóvember í Grikklandi á meðan dómarar reyna að komast að niður- stöðu um það hvort leyfa eigi beinar útsendingar frá réttarsalnum. Margir sakborninganna hafa óskað eftir því að sjónvarpað og út- varpað verði frá réttarhöldunum en þó krafist þess að allar útsendingar verði beinar svo ekki verði hægt að klippa niður upptökurnar og slíta þær úr samhengi. Saksóknarar og yfirvöld hafa lagst gegn því að orð- ið verði við ósk mannanna, m.a. á þeim forsendum að þetta geti ýtt undir látalæti og sýndarmennsku af hálfu sakborninganna. ■ SKATTAR HÆKKA Fyrirtæki, lág- launafólk og þeir sem veðja horfa fram á að borga hærri skatta en áður eftir að fjármálaráðherra Hong Kong sagði nauðsynlegt að hækka skatta til að draga úr fjár- lagahalla. Tekjuskattar fyrir- tækja hækka úr 16% í 17,5% og 90.000 lægst launuðu íbúar Hong Kong verða ekki lengur undan- þegnir skatti. SKARTGRIPARÁN Skartgripum að verðmæti um 160 milljónir króna var stolið á opnunardegi stórrar skartgripasýningar í Hong Kong. Í ránsfengnum var meðal annars demantshálsfesti sem ein og sér er metin á um 80 milljónir króna. Hraðbanki stal peningum: Fékk bara hálfa úttektina PENINGAÚTTEKT „Ég tók út tíu þús- und en fékk bara fimm þúsund,“ segir Elísa Magnúsdóttir, sem ekki er sátt við hraðbankann sem hún tók pening út úr í Smáranum í Kópavogi. Bankinn er á vegum SPRON. Elísa segist hafa leitað til SPRON, en finnst að henni hafi ekki verið trúað. Ólafur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri hjá SPRON, kann- ast við málið og segir slíkt afar sjaldgæft. Vandinn sé sá að upp- gjörið úr hraðbankanum hafi ver- ið rétt og því þurfi að kanna alla möguleika. „Við efumst ekki um að hún segir satt,“ segir Ólafur. Hann segir að áður en hægt sé að leysa málið verði að fara í gegn- um það hvað hugsanlega kunni að hafa farið úrskeiðis. „Við munum ljúka málinu þannig að hún verði sátt,“ segir Ólafur. Elísa segist hafa heyrt af því að bankinn sé gamall og að í fleiri tilvikum hafi fólk ekki fengið rétt- ar upphæðir. Ólafur segir bank- ann tveggja til þriggja ára gaml- an. Svona tilvik komi upp, en þá komi villan fram við uppgjör. Al- mennt eigi að vera hægt að treysta hraðbönkunum. ■ Internetnotkun: Herferð gegn ósæmi- legri hegðun SINGAPORE, AP Yfirvöld í Singapore hafa ákveðið að reyna að hafa áhrif á hegðun almennings á Netinu. Hrinda á af stað herferð þar sem fólk verður hvatt til þess að senda ekki ruslpóst, skoða ekki vefsíður sem innihalda klám og nota sitt rétta nafn í stað dulnefnis. Þetta er langt því frá í fyrsta sinn sem yfirvöld í Singapore reyna að leggja landsmönnum lífsregl- urnar. Áður hefur verið hrint af stað herferðum til þess að fá fólk til að brosa meira, vinka samferða- mönnum sínum í umferðinni og sturta niður svo dæmi séu tekin. ■ HRIKALEG AÐKOMA Aðkoman á vettvangi var vægast sagt ófögur en brak og líkamshlutar lágu á víð og dreif í kringum flak strætisvagnsins. HILLARY CLINTON Menn velta því enn fyrir sér hvort forsetafrúin fyrrverandi eigi eftir að verða fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að feta í fótspor eiginmanns síns og taka við embætti forseta Bandaríkjanna. Ef hún gæfi kost á sér sem forsetaefni Demókrata- flokksins nyti hún yfirburða gagnvart þeim sem hafa til- kynnt fram- boð. ÞJÓFÓTTUR HRAÐBANKI Elísa Magnúsdóttir lenti í þjófóttum hrað- banka sem var lúmskur í þokkabót. Upp- gjörið úr bankanum stemmdi. SPRON seg- ist munu leysa málið í sátt. Gjafakot Strandgötu 29, Hafnarfirði VERSLUNIN HÆTTIR! Allt á að seljast. Síðasta útsöluvika. Opið fimmtud. - föstud. 12 -18 laug. 10 -16 sunnud. 13 -16 ÁTTA FLUTNINGABÍLAR Í ÁREKSTRI Að minnsta kosti 5 manns létust og 16 slösuðust þegar 8 flutningabílar og þrettán fólks- bílar lentu í hörðum árekstri á hraðbraut í Rússlandi. Þegar hefur verið hafin rannsókn á tildrögum slyssins en umferðarlögreglan tel- ur að mikilli þoku sé um að kenna. EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.