Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 06.03.2003, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 6. mars 2003 19. maí - 2. júní Fararstjóri: fióra Valsteinsdóttir Skemmtisigling á öldum Eyjahafsins ber flig til ótrúlegra áfangasta›a. Töfrandi grískar eyjar, tyrknesk menning og dvöl á eyjunni Krít sem heillar alla. Fer›atilhögun: Morgunflugi me› Icelandair til Krítar og gist flar í eina nótt. Eki› til Heraklion og fla›an fari› í vikusiglingu til Rhodos, Patmos, Mykonos, Aflenu, Thessaloniki, Istanbul, Kusadasi og Santorini. Eftir siglinguna er dvalist á 4ra stjörnu hóteli á Krít í 6 nætur. Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› hálfu fæ›i á Krít í 7 nætur, vikusigling me› fullu fæ›i og allri afflreyingu um bor›. Akstur milli flugvalla, hótela og skips, hafnargjöld og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Áfengir drykkir, kynnisfer›ir og fljórfé. Nánar á www. urvalutsyn.is og www.royalolympiccruises.com á mann í innri klefa 178.840 kr. stgr. á mann í ytri klefa 188.370 kr. stgr. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 04 57 03 /2 00 3 ATVINNA Mikil aðsókn hefur verið hjá Vinnumiðlun skólafólks eftir að hún opnaði á mánudag. Á rúmum sólahring höfðu 290 ung- menni sótt um. Auður Kristín Welding, verkefnastjóri Vinnu- miðlunar, segir mun fleiri um- sóknir berast nú á fyrstu dögum opnunar, sem beri vott um að þörfin sé mikil. Þeir sem sækja um vinnu hjá Vinnumiðlun skólafólks eiga von á að svör berist þeim í apríl. Auður Kristín segist ekki geta lofað því að þau verði öll já- kvæð. Þá segist hún ekki geta gefið upp hversu mörg störf eru í boði, enn séu að berast inn at- vinnutilboð. Þrátt fyrir það gat hún fullyrt að til væru störf fyr- ir þau 290 ungmenni sem þegar hefðu sótt um. Þeir sem eru fæddir 1986 eða fyrr, hafa sótt skóla á árinu og eru með lögheimili í Reykjavík geta sótt um hjá Vinnumiðlun skólafólks. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. ■ LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík segir aðstandendur fórnar- lamba úr Skerjafjarðarslysinu verða að sýna fram á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá af- hent afrit rannsóknargagna lög- reglunnar. Lögreglan hafnaði fyrr í vetur ósk ættingjanna um aðgang að gögnunum og afrit af þeim. Þess- ari ákvörðun skutu aðstandend- urnir til ríkissaksóknara, sem gaf lögreglunni fyrirmæli um að veita aðgang að gögnunum að uppfylltu áðurnefndu skilyrði. Hallvarður Einvarðsson, rétt- argæslumaður dánarbús eins fórnarlambs flugslyssins, hefur þegar fengið að blaða í gegnum gögnin. Hallvarður hefur hins vegar ekki enn fengið afrit af þeim öllum eins og krafist hefur verið. Lögreglan segist fyrst þurfa að fá vitneskju um það til hvers nota eigi gögnin: „Teljið þér eftir skoðun gagn- anna nauðsynlegt að fá afrit gagn- anna í heild eða að hluta er óskað skriflegrar beiðni yðar þar að lút- andi þar sem tilgreint yrði í hvaða skyni fyrirhugað er að nota þau gögn sem óskað er leyfis að af- rita,“ segir í bréfi til réttargæslu- mannsins. ■ Afrit rannsóknargagna Skerjafjarðarslyssins enn ekki afhent: Upplýsi tilgang gagnaöflunar LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Lögreglan vill fá að vita til hvers ættingjar fórnarlamba Skerjafjarðarslyssins vilja fá afrit rannsóknargagna. Hátt í 300 hafa sótt um hjá Vinnumiðlun skólafólks: Þörfin fyrir atvinnu mikil UNGMENNI AÐ STÖRFUM Sú nýbreytni er að einungis er hægt að sækja um vinnu á heimasíðu Hins Húss- ins. Ef umsækjendur hafa ekki aðgang að netinu geta þeir komið í Vinnumiðlunina en þar eru tölvur með netaðgangi. Slóðin er www.hitthusid.is/vinnumidlun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.