Fréttablaðið - 06.03.2003, Page 18

Fréttablaðið - 06.03.2003, Page 18
18 6. mars 2003 FIMMTUDAGURKAPPHLAUP PÖNNUKÖKUHLAUP Juliette Minter bar sigur úr býtum á hinu árlega Olney-pönnukökuhlaupi sem haldið var á Englandi á dögunum. Hún hljóp 380 metrana á 63 sekúndum. Á sama tíma var pönnukökuhlaup haldið í borginni Liberal í Kansas í Bandaríkjunum. Þar vann Cheri Bevis á tímanum 61,52 sekúndum. ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Sjónvarpið Handboltakvöld. Endursýndur þáttur frá miðvikudagskvöldi. 18.00 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 18.25 Sjónvarpið Snjókross. Þáttaröð um kappakstursmótaröð vélsleða- manna. 18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfótbolti West World. 19.15 Ásvellir Haukar og KR eigast við í Inter- sport-deildinni í körfubolta. 19.15 Hveragerði Hamar tekur á móti Grindavík í Intersport-deildinni í körfu- bolta. Grindvíkingar eru ný- krýndir deildarmeistarar en Hamar berst um sæti í úrslita- keppninni. 19.15 Keflavík Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Snæfelli í Intersport- deildinni í körfubolta. 19.15 Njarðvík Njarðvík og Breiðablik eigast við í Intersport-deildinni í körfubolta. Breiðablik er í harðri baráttu um sæti í úr- slitakeppninni. 19.15 Seljaskóli ÍR-ingar taka á móti Tindastóls- mönnum í Intersport-deildinni í körfubolta. ÍR er í sjöunda sæti deildarinnar en Tindastóll í sætinu fyrir neðan. 19.15 Valsheimili Valur mætir Skallagrími í Inter- sport-deildinni í körfubolta. 20.00 Sýn Sýnt frá Nissan-mótinu í bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi. 21.00 Sýn Sýnt frá Suður-Afríkumótinu í evrópsku PGA-mótaröðinni í golfi. 22.00 Sýn Sýnt frá bandarísku PGA-móta- röðinni í golfi. 22.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 23.00 Sýn Football Week UK. Nýjustu fréttirnar úr enska boltanum. 23.20 Sjónvarpið Formúla 1 – upphitun. Í þættinum verð- ur hitað upp fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem hefst um helgina. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað síð- an í fyrra og verða þær skýrðar í þættinum. 23.30 Sýn HM 2002. Sýnt frá leik Brasilíu og Kína á HM í fótbolta síðasta sumar. AP/M YN D FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hefur áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri liðsins í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um og það er svo sannar- lega eitthvað sem höfðar til mín,“ sagði Keane, sem er 31 árs. „Ég hef verið svo heppinn að leika undir stjórn tveggja af bestu knattspyrnustjórum fótboltans, Brian Clough [fyrrverandi stjóra Nottingham Forest], og Alex Ferguson [stjóra United]. Sú til- hugsun að verða stjóri Manchest- er United er frábær. Það er áskor- un sem ég myndi vilja takast á við en ég held samt að núverandi stjóri verði hér næstu árin.“ Keane segist vera ósáttur við frammistöðu sína með United síð- an hann sneri aftur eftir meiðsli. Hann telur þó að leikur sinn sé að batna með hverjum leik. „Fólk hefur afskrifað bæði mig og liðið. Það hentar okkur vegna þess að ég held að liðið eigi fyrir höndum góða mánuði,“ sagði Keane. „Ég veit hversu óánægðir aðdáendur liðsins voru eftir síðustu leiktíð og við viljum ekki ganga í gegnum það aftur.“ ■ Ernie Els í Miðausturlöndum: Hafði efa- semdir um þátttöku GOLF Kylfingurinn Ernie Els játar að hafa haft efasemdir um að fljúga til Miðausturlanda til að taka þátt í Dubai Desert Classic- mótinu í Evrópsku mótaröðinni í golfi sem hefst í dag. Tiger Woods og Colin Montgomerie eru meðal þeirra sem ákváðu að taka ekki þátt í mótinu vegna stjórnmálaástands- ins á svæðinu. „Ástandið þarna er alvarlegt og það kom mér ekki á óvart þeg- ar þeir drógu sig út úr mótinu. Það er ekkert rétt eða rangt í þessu en ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Els, sem vann mótið í fyrra. ■ FÓTBOLTI Dion Dublin, framherji Aston Villa, gæti átt yfir höfði sér lögregluákæru eftir að hann skall- aði Robbie Savage, leikmann Birmingham, í nágrannaslag lið- anna á mánudag. Eins og kunnugt er var Jóhann- es Karl Guðjónsson, leikmaður Villa, einnig rekinn út af fyrir grófa tæklingu auk þess sem átök brutust út á meðal stuðnings- manna liðanna. Tveir lögreglu- þjónar voru fluttir á sjúkrahús og 40 fótboltabullur voru handteknar. Þrátt fyrr að Dublin hafi beðist afsökunar á framferði sínu hefur lögreglan á Bretlandseyjum ekki útilokað að leikmaðurinn verði ákærður. „Við eigum eftir að skoða myndir frá leiknum og síðan mun- um við taka ákvörðun í málinu,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Dublin segist algjörlega hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum. „Ef þeir vilja grípa til einhverra aðgerða er það þeirra ákvörðun. Það sem ég gerði var rangt.“ Talið er að Dublin eigi einnig yfir höfði sér að minnsta kosti þriggja leikja bann hjá enska knattspyrnusam- bandinu fyrir athæfið. Graham Taylor, knattspyrnu- stjóri Villa, hefur þegar sektað Dublin um tveggja vikna laun. Hann hefur ekki reynt að verja hegðun leikmanna sinna. „Það sem Dublin og Jóhannes gerðu var óverjandi. Ég get ekki og mun ekki reyna að afsaka hegðunina fyrir þeirra hönd.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem knattspyrnumenn skalla andstæð- ing sinn í leik. Craig Bellamy, leik- maður Newcastle, var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að skalla Tiberiu Ghioane, leikmann Dyna- mo Kiev, í leik í Meistaradeild Evr- ópu í desember á síðasta ári. Auk þess var Zinedine Zidane, þáver- andi leikmaður Juventus, dæmdur í leikbann fyrir að skalla Jochen Kuntz, leikmann Hamburger, í leik í Meistaradeildinni árið 2000. Þrátt fyrir að öll ofantalin atvik teljist alvarleg er Duncan Ferguson, leikmaður Everton, eini breski leikmaðurinn sem hefur fengið ákæru fyrir að skalla and- stæðing. Ferguson sat í fangelsi í sex vikur 1995 fyrir slíkt brot í leik með Glasgow Rangers. Á næstu dögum mun koma í ljós hvort Dublin sleppi með skrekkinn. ■ Verður Dublin ákærður af lögreglu? Lögreglan á Englandi rannsakar atvik í leik Aston Villa og Birmingham City á mánudag þegar Dion Dublin, leikmaður Villa, skallaði andstæð- ing sinn. Dublin hefur verið sektaður og á leikbann yfir höfði sér. DUBLIN Dion Dublin, til vinstri, á yfir höfði sér leikbann fyrir fólskulegt brot sitt á mánudaginn. BELLAMY Craig Bellamy var á sínum tíma dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að skalla andstæð- ing sinn í höfuðið. Roy Keane: Vill verða stjóri United KEANE Roy Keane ætlar að snúa sér að þjálfun þegar leikmannaferlinum lýkur. Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Sex kristalsglös í kassa kr. 1990 Heima- kynningar & Fegurð þægindi Undirföt.is Sími 821 4244

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.