Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 22
Fred Durst, söngvari Limp Bizkit,segir að hann sé búinn að ná sátt-
um við poppsöng-
konuna Britney
Spears. Hann ætlar
því ekki að tjá sig
oftar um meint ást-
arsamband þeirra.
Þau stungu víst
stuttlega saman
nefjum þegar
Durst vann að lög-
um fyrir væntanlega breiðskífu
Britney. Eitt lag á væntanlegri
breiðskífu Limp Bizkit heitir „Just
Drop Dead“ og hefur Durst viður-
kennt að Britney hafi gefið sér inn-
blásturinn til þess að semja lagið.
Massive Attack hefur aflýst fyrir-hugaðri tónleikaferð um heim-
inn. Ástæðan er sú að höfuðpaur
sveitarinnar, Robert del Naja eða 3D
eins og hann er kallaður, sem hefur
verið sakaður um að eiga barna-
klám, segist vilja hreinsa nafn sitt
áður en hann ferðast út úr heima-
landinu. Sveitin átti að koma fram í
Ástralíu og Nýja-Sjálandi í næstu
viku til þess að kynna nýju breið-
skífuna sína „100th Window“. 3D
segist hafa alla trú á því að réttar-
kerfið leiði fram sakleysi sitt.
Aðdáendur leikkonunnar ChristinuRicci eiga von á glaðningi því
stúlkan kemur fram allsnakin í
væntanlegri kvikmynd,
„Monster“. Myndin er
byggð á sannsögulegum
atburðum og fjallar um
fjöldamorðingjann Ai-
leen Wournos. Hún
var vændiskona í
Flórída sem kom
sjö viðskiptavinum
sínum fyrir katta-
rnef. Wuornos
verður leikin af
Charlize Theron
en Ricci leikur
ástkonu hennar.
Wuornos var tekin
af lífi af yfirvöld-
um Flórída í fyrra
fyrir glæpi sína.
22 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR
LORD OF THE RINGS 4, 8/ 5.30 í lúxusSPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50
GANGS OF NEW YORK kl. 9 í Lúxus
GANGS OF NEW YORK b.i.16 4.30, 8, 10.10
I SPY b.i. 12 ára kl. 8
DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN JUWANNA MANN kl. 4 og 6
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4CATCH ME IF YOU CAN kl. 8 og 10.15
JACKASS b.i.14.ára kl. 8
SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6
TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8, 10.10
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 b.i.16.ára
kl. 10CATCH ME IF YOU CAN
Forsýnd kl. 9ADAPTATION
kl. 6STELLA Í FRAMBOÐI
kl. 8 og 10.10LILJA 4-EVER
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i.16.ára
kl. 6 og 8TWO WEEKS NOTICE
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i.16.ára
Sýnd í lúxus kl. 5.45, 8 og 10.15
kl. 4
■ KVIKMYNDIR
KVIKMYNDIR Norrænir bíódagar fóru
af stað í fyrra sem hluti af nám-
skeiði í Háskóla Íslands þar sem
farið er í kvikmyndagerð á Norður-
löndum. Öllum gefst þó kostur á að
berja þær fimm myndir sem sýnd-
ar verða í Háskólabíói næstu fimm
daga augum. Myndirnar eru inn-
byrðis ólíkar eins og þjóðirnar.
Finnska myndin „Maður án for-
tíðar“ (Mies vailla menneisyyttä)
er frá því í fyrra. Myndin er önnur
mynd Finnlandsþríleiks leikstjór-
ans Aki Kaurismäki. Hún hefur
sópað til sín verðlaunum og fékk í
síðasta mánuði tilnefningu til Ósk-
arsverðlauna sem „besta erlenda
myndin“. Fyrsta myndin í þríleikn-
um var „Svífandi ský“ (Kauas pil-
vet karkaavat) frá árinu 1996 og
fjallaði um atvinnuleysi í Finn-
landi. Önnur myndin fjallar um
heimilislaust fólk á götum
Helsinki. Kaurismäki þykir nálgast
viðfangsefni sín með gamansemi
og hlýju.
Myndin segir frá M, manni sem
missir minnið og verður að byggja
sig upp frá grunni í þjóðfélaginu á
ný án kennitölu, persónuskilríkja
eða eldri visku. Hann verður ást-
fanginn af konu í Hjálpræðishern-
um og kynnist litríkum persónum á
götum Helsinki.
Leikstjóri sænsku myndarinnar
„Lilya 4-ever“, Lukas Moodyson,
ætti að vera íslenskum kvikmynda-
áhugamönnum kunnur. Fyrri
myndir hans „Fucking Åmål“ og
„Tillsammans“ hafa verið vinsælar
hér á landi. Nýja myndin gerist í fá-
tækrahverfi í gömlu Sovétríkjun-
um og fjallar um 16 ára gamla
stúlku, Lilyu, sem er yfirgefin af
móður sinni. Eini vinur hennar er
11 ára gamall drengur og hana
dreymir um betra líf. Hún hoppar
því á fyrsta tækifærið sem hún fær
þegar hún hittir Andrej, sem er á
leiðinni til Svíþjóðar.
Færeyska kvikmyndin „Bye
Bye Bluebird“ gekk afar vel í
dönskum kvikmyndahúsum enda
talin með betri myndum eyjanna
frá upphafi. Hún fjallar um tvær
færeyskar stúlkur sem snúa aftur
heim eftir langa dvöl erlendis til
þess að leysa erfið fjölskyldumál.
Danska kvikmyndin „Okay“
skartar leikkonunni Papriku Steen
í aðalhlutverki. Myndin er gaman-
söm með alvarlegum undirtón og
fjallar um það þegar fjölskylda tek-
ur pabba húsmóðurinnar inn á
heimilið.
Frá Noregi kemur gamanmynd-
in „Detektor“ sem fjallar um
ósjálfbjarga karlmann sem flytur
loks að heiman eftir áralanga og
þægilega vist á Hótel Mömmu.
Norræna húsið stendur að Nor-
rænum bíódögum í samstarfi við
norræna sendikennara við Háskóla
Íslands, kvikmyndaklúbbinn Film-
Undur og Íslensku kvikmyndasam-
steypuna.
biggi@frettabladid.is
Norrænir bíó-
dagar hefjast í dag
Í dag hefjast norrænir bíódagar í Háskólabíói. Þar verða sýndar fimm athyglisverð-
ar kvikmyndir: „Maður án fortíðar“ frá Finnlandi, „Okay“ frá Danmörku, „Lilya
4-ever“ frá Svíþjóð, „Bye Bye Bluebird“ frá Færeyjum og „Detektor“ frá Noregi.
Skráningarsími
561 8585
Yogaspuni
Gauja litla
www.gauilitli.is
8 vikna aðhald
í World Class
aðeins 14.500 kr.
Ný námskeið
hefjast 10. mars
MAÐUR ÁN FORTÍÐAR
Finnska myndin „Maður án fortíðar“ er talin
eitt besta verk leikstjórans Aki Kaurismäki.
Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár
sem „besta erlenda myndin“.
Fréttiraf fólki
Heimsendingar og sótt!
A f g r e i ð s l u t í m i : 1 1 - 2 4 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 3 u m h e l g a r
Grensásvegur 12
533 2200 SPRENGITILBOÐ!
12“ pizza
m/3 áleggstegundum
690 kr.
16“ pizza
m/3 áleggstegundum
990 kr.
18“ pizza
m/3 áleggstegundum
1.190 kr.
EF SÓTT
EF SÓTT
EF SÓTT
gildir 28. feb - 9. mars þegar sótt er