Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 23
23FIMMTUDAGUR 6. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 og 9 bi. 16 ára ABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8 og 10.30 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 4 THE HOT CHICK kl. 4 og 8 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50 FRIDA kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára ABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8, 10.30 CHICAGO kl. 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára Önnur plata Calexico var meist-araverk, sú þriðja vonbrigði sem framhaldsplata. Nú lítur sú fjórða dagsins ljós með einu hræði- legasta plötuumslagi sem sögur fara af. Ég var því nokkuð skjálf- hentur þegar ég setti þessa á fón- inn. Maður á víst ekki að dæma menn af bindum þeirra eða bækur af kápum. Guði sé lof fyrir það að þessi gamla lumma skuli annað slagið standast. Og það gerist bless- unarlega í þetta skiptið. „Feast of Wire“ heldur manni auðveldlega í jafnvægi í ójafnvægi heimsmála því félagarnir í Calexico hífa aldeil- is upp um sig buxurnar. Rammi tónlistarinnar er sá sami, sveimandi brimtónum er blandað saman við mexíkóska mariachi-tóna sem minna á köflum á spagettívestratóna Morricone. Það er þó eins og Calexico hafi orð- ið fyrir nýrri andagift. Tónarnir eru melódískari og samleikur bassa og trommu myndi sóma sér betur á reykfylltri djassbúllu í Amsterdam en áður. Lögin eru þó engar síð- þreytu-rokks langlokur og fæst yfir 3 mínútur að lengd. Framúrskarandi plata, og lög á borð við „Quatro“, „Black Heart“ og „Not Even Stevie Nicks“ enda í flokki bestu laga sveitarinnar. Birgir Örn Steinarsson CALEXICO: Feast of Wire Umfjölluntónlist Ljótt umslag, ljúft innihald Blaðamenn breska tónlistartíma-ritsins NME hafa valið fyrstu breiðskífu The Stone Roses „bestu plötu allra tíma“. Platan, sem hét nafni sveitarinnar, var hljóðrituð á einni nóttu til þess að spara upp- tökukostnað. Hún var gefin út árið 1989. Blaðið birti hundrað bestu plötur allra tíma og vakti athygli að hæsta plata Bítlanna, sem yfir- leitt hafa trónað á toppnum, var ekki nema í fimmta sæti. Topp 5 var sem hér segir: 1. The Stone Roses - „The Stone Roses“, 2. Pix- ies - „Doolittle“, 3. The Beach Boys - „Pet Sounds“, 4. Television - „Marquee Moon“ og 5. The Beatles - „Revolver“. Útgáfudagurnýrrar breiðskífu Madonnu, „American Life“, verður 21. apríl. Á plötunni verður að finna tíu ný lög auk þess sem James Bond-lagið, „Die Another Day“, verður á plöt- unni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.