Fréttablaðið - 06.03.2003, Síða 28
30 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR
BÓKMENNTIR Lesendur fréttavefjar
BBC hafa ákveðið að lesa saman
skáldsöguna Heart of Darkness,
eða Innstu myrkur, eftir Joseph
Conrad, í tilefni af alþjóðlegum
degi bókarinnar 6. mars. Conrad
skrifaði bókina árið 1899 þegar
stórveldi Evrópu ráku hina hörðu
nýlendustefnu sína af miklum
ákafa.
Bókin er einna þekktust í dag
fyrir það að Francis Ford Coppola
byggði hina umtöluðu Víetnam-
mynd sína frá 1979, Apocalypse
Now, á henni. Coppola færði sögu-
sviðið að vísu frá Afríku til Asíu en
hélt annars þræði Conrads í veiga-
miklum atriðum. ■
TÍSKA Tískuvikan í Mílanó þótti
fara höktandi af stað en í tísku-
heimum er umtalað að Roberto
Cavalli hafi slegið í gegn með sýn-
ingu sinni á mánudag. Donatella
Versace þykir hafa sett nýjan stað-
al fyrir smekkleysu.
Tískugagnrýnendur voru harð-
orðir og virkuðu margir hverjir
pirraðir yfir því hversu fáir hönn-
uðir þorðu að taka áhættu. Sá sem
lenti einna verst í klóm tískulög-
reglunnar var Graeme Black, sem
hannar fyrir Salvatore Ferragamo.
Sýning hans þótti líflaus og dauf.
Sýning Cavalli þótti afar fjöl-
breytt, hann fór yfir allt litrófið og
var alls ekki feiminn við skæru
neonlitina þrátt fyrir að þeir væru
á engan hátt þema hjá honum.
Kjólar voru flestir litríkir og flest
fötin voru þess eðlis að þau myndu
draga að sér athygli út á götu.
Aðrir hönnuðir sem fengu mik-
ið hrós voru Milan
Vukmirovic, sem
hannar föt eftir
tónlistarstefnum
fyrir Jil Sander,
Moschino-tísku-
húsið þótti
smekklegt og
Missoni, sem tók
reyndar ekki
þátt í ýktri lita-
gleðinni, en
þótti hanna ein-
staklega kyn-
þ o k k a f u l l a
kjóla. ■
Tískuvika í Mílanó:
Haltraði af
stað en náði
svo flugi
RAUÐUR LOÐHAUS
Sýning Moschino þótti glæsileg á
sama tíma og hún var frumleg. Þessi
rauði loðhattur, ef betra orð finnst ekki,
kæmi sér örugglega vel í vetrarkuldanum
næsta haust.
SMEKKLEYSA
Donatella Versace þótti setja nýja línu fyrir
smekkleysu. Söngkonan Christina Aguilera
mætti á sýningu hennar og þótti, ótrúlega
en satt, bara nokkuð glæsileg til fara mið-
að við það sem var á sýningarpöllunum.
GLÆSILEGUR KJÓLL
Sýning Cavelli var afar fjölbreytt. Þessi kjóll
gefur reyndar ekki rétta mynd af sýning-
unni sjálfri en lokkaði auga ljósmyndara af
augljósum ástæðum. Flest föt Cavelli voru
í litríkari kantinum.
Dagur bókarinnar:
Skyggnst í
innstu myrkur
MARTIN SHEEN
Lék aðalhlutverkið í Apocalypse Now, sem
var byggð á Heart of Darkness.
TÁLKVENDI
Stúlkan myndi
líklega fella
marga pilta í
þessum kjól.
Rauður kvöld-
kjóll úr silki
með æpandi
mynstri . Pinna-
hælarnir virðast
svo ætla að
verða langlífir.
Þessi kjóll var
sýndur á
sýningu
Missoni á
þriðjudag.GULLGALLI
Þessi gyllti galli eftir Roberto Cavalli myndi
lífga upp á hvaða gleðskap sem er.