Fréttablaðið - 06.03.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 06.03.2003, Síða 30
30 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR HVAR? AFMÆLI FORSTÖÐUMAÐUR „Ég verð að játa það að ég fer ekki mjög oft í bíó enda hef ég mun meiri áhuga á for- tíðinni og þá um leið eldri perlum kvikmyndasögunnar“, segir Þórar- inn Guðnason, nýskipaður forstöðu- maður Kvikmyndasafns Íslands. „Þessi áhugi kemur víða fram, ekki síst hvað varðar fornsögurnar, en ég hef setið mörg námskeið hjá Jóni Böðvarssyni. Það segir sína sögu og ég er eiginlega orðinn hálf- gerður safngripur sjálfur.“ Kvikmyndasafnið hefur aðsetur í Hafnarfirði en Þórarinn er einmitt fæddur þar. „Ég er Hafnfirðingur, ólst upp í bænum og mitt fólk bjó hér. Ég gekk í Lækjaskóla og Flens- borg en fór síðan í loftskeyta- mannsnám og í símvirkjun upp úr því. Það má segja að ég sé rafeinda- virki að upplagi. Það stóð alltaf til að ég færi á sjóinn sem loftskeyta- maður en það gekk hins vegar ekki þar sem ég var allaf sjóveikur. Ég lagði því rafeindavirkjunina fyrir mig og þegar Sjónvarpið byrjaði var ég einn þeirra tíu tæknimanna sem voru ráðnir þangað í upphafi.“ Þórarinn var deildarstjóri kvik- myndadeildar Sjónvarpsins í nokk- ur ár en hún var þá tæknilegt bak- bein stöðvarinnar þar sem allt efni var tekið upp á filmu. „Árið 1981 fór ég í prívatbransann í kvik- myndagerðinni þegar ég stofnaði Lifandi myndir ásamt þeim Sigurði Sverri Pálssyni og Erlendi Sveins- syni. Við fórum í gegnum kvik- myndavorið svokallaða en ákváð- um að hætta í þessari nettu kreppu sem byrjaði 1995, en þá lagðist heimildarmyndagerð, sem við höfð- um aðallega verið í, nokkurn veg- inn af. Þá fór ég til Kvikmynda- safnsins og hef unnið þar síðan, fyrst sem safnvörður frá 1995 og síðan sem forstöðumaður frá 2001.“ Þórarinn býr í Mosfellsbæ ásamt eiginkonu sinni. Börnin eru sjö og eitt þeirra býr enn í foreldra- húsum. Þórarinn verður sextugur í sumar. Hann er mikill áhugamaður um útivist og ferðalög. „Ég hef komið á flesta staði á landinu enda var ég kvikmyndatökumaður hjá Sjónvarpinu í tólf ár og fór þá oft með Ómari Ragnarssyni í litlu flug- vélinni hans við misjafnar aðstæð- ur. Ég á margar góðar minningar frá þeim ferðalögum.“ ■ Þórarinn Guðnason hefur verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands. Hann er mikill útivistarmaður og segist hafa gaman af því að grúska í fortíðinni þar sem gamlar kvikmyndaperlur og fornsögur heilla. Stöðuveiting Orðinn hálfgerður safngripur MEÐ SÚRMJÓLKINNI ÞÓRARINN GUÐNASON „Ég hef átt þess kost að fara víða um heiminn og hef komið við í flestum heimshornum. Ætli það megi ekki segja að ferðirnar í kringum hnöttinn séu orðn- ar nokkrar.“ Hvernig bjargar þú Hafnfirð-ingi frá drukknun? Lætur honum bregða svo hann hrökkvi í kút. Sigurjón Gunnsteinsson. 19 ára. James Gandolfini. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Að gefnu tilefni skal tekið fram að stjórn- málaumræðan þarfnast hreins lofts. Leiðrétting1. 2. 3. Ég er enn við sama heygarðs-hornið,“ segir Bjarni Friðriks- son júdókappi, sem vann til brons- verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. „Ef eitthvað er hef ég aukið við júdóið. Ég er að kenna öllum aldurshópum hjá Júdó- félagi Reykjavíkur.“ Bjarni hætti að keppa árið 1993 en „gamalt bros“ tók sig upp þrem- ur árum seinna. „Þá keppti ég í þrjá mánuði upp á grínið.“ Bjarni starfar einnig sem lands- liðsþjálfari í júdó. „Stundum lang- ar mig að vera með en þegar ég sé lætin og hamaganginn snýst mér hugur.“ ■ JARÐARFARIR 13.30 Björn Ragnarsson, Lindargötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Elín Guðmundsdóttir, Skólagerði 15, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. 13.30 Sveinn Guðfinnur Ragnarsson, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. ANDLÁT Guðmundur Kristinsson frá Nýhöfn lést föstudaginn 28. febrúar. Haraldur Sigþór Bergmann lést 14. febrúar og var jarðsettur 4. mars. AFMÆLI Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir eru þrítugir. TÍMAMÓT FRÉTTIR AF FÓLKI 30 ÁRA „Nú er ekki aftur snúið,“ segir Bjarki Gunnlaugsson en þeir tvíburabræður, Arnar og hann, eru þrítugir í dag. Bjarki er búsettur hér á landi og rekur tískuvöruverslunina Retro í Kringlunni og á Laugavegi ásamt því að æfa knattspyrnu með KR. Hann vonast til að geta leikið með Íslandsmeisturunum í sumar en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann ætlar að bjóða nán- ustu ættingjum heim í kvöld. Arnar býr aftur á móti í Skotlandi og lék um tíma með Dundee. Hann hefur verið að þreifa fyrir sér hjá öðrum liðum en kemst hvergi þar sem leik- mannamarkaðurinn er lokaður. Arnar æfði í viku tíma hjá Pusan í Suður-Kóreu en segist ekki ætla að fara þangað vegna ástandsins í Norður-Kóreu. „Eins og ástand- ið er þar núna er ekki spennandi kostur að draga fjölskylduna þangað,“ segir Arnar. Í dag ætlar hann í golf með vini sínum og í kvöld býður hann í smá partí. Bræðurnir eru ekki vanir að halda saman upp á afmælið, eins og þeir gerðu á yngri árum, enda hafa þeir leikið knattspyrnu hvor í sínu landi á síðustu árum. Þeir ætla þó að bregða út af vananum og blása til heljarinnar veislu í næstu viku þegar Arnar kemur heim frá Skotlandi. Bjarki segir að þeir hafi verið neyddir til að halda veislu og fagna árunum þrjátíu. Þegar bræðurnir voru yngri fengu þeir eins gjafir. Á síðustu árum hafa þeir verið í keppni sín á milli um hvor gefur flottari gjöf. „Þetta er nú komið út í hálfgert rugl,“ segir Bjarki en vill þó ekki gefa upp hvað felist í því. „Það má ekki segja.“ Arnar er þegar búinn að kaupa gjöfina handa Bjarka. Hann tekur samt ekki undir að afmælisgjafa- keppnin sé komin út í eitthvert rugl. „Bjarki er orðinn 30 ára og þá á hann skilið eitthvað meira en kerti og spil,“ segir hann og bætir við. „Ég get lofað því að hann verður ekki fyrir vonbrigðum.“ kristjan@frettabladid.is ARNAR GUNNLAUGSSON Býr í Skotlandi og vonast til að komast að hjá liði í útlöndum. BJARKI GUNNLAUGSSON Býr hér á landi og leikur væntanlega með KR í sumar. Bregða út af vananum og bjóða í veislu Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir, knattspyrnumenn, eru þrítugir í dag. Þeir eru hvor í sínu landinu en ætla að halda saman upp á afmælið í næstu viku. Fréttir þess efnis að DavíðOddsson forsætisráðherra sé ekki falur fyrir 300 milljónir hafa gefið ritstjórn hins mjög svo vinstrisinnaða vefrits Múrinn.is tilefni til að velta fyrir sér hinu og þessu sem kaupa má fyrir fyrr- greinda upphæð. Þar á meðal nefna þeir að með þessari upp- hæð megi „fjár- magna átak Framsóknarflokksins gegn fíkniefnum í 110 daga“, halda Þórarni V. Þórarinssyni uppi í „þeim stíl sem hann hefur tamið sér í 25 ár í viðbót“. Þá má einnig kaupa tvö Stjörnubíó og „kumbalda“ fyrir peningana.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.