Fréttablaðið - 06.03.2003, Qupperneq 32
Láttu erfiða
viðskiptavini
ekki koma þér
úr jafnvægi!
Söluskóli Crestcom, einn virtasti skóli heims í söluþjálfun,
kynnir nýtt þriggja vikna námskeið sem hefst miðvikudaginn 19. mars.
Þátttakendur öðlast m.a. þjálfun í:
• Að greina merki um kaupáhuga og gera stöðuathuganir
• Að snúa hörðum mótbárum í jákvæð viðskipti
• Að eiga við erfiða viðskiptavini
• Að semja á árangursríkan hátt
• Að ljúka sölu af öryggi.
Nýtt nám
skeið
í sölu- og sam
ningatæ
kni
hefst 19. m
ars
Crestcom er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er starfandi í yfir
50 löndum. AT&T, Coca Cola, Kodak, Microsoft, Oracle, Shell, Sony
og Toyota eru á meðal margra heimsþekktra fyrirtækja sem hafa
notað Crestcom til að þjálfa starfsmenn sína.Skráning og upplýsingar: crestcom@crestcom.is og í símum 561 5800 og 896 6960.
Leiðbeinandi:
Þorsteinn Garðarsson
viðskiptafræðingur
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Steinunnar Stefánsdóttur
Varðhundar
og villikettir
Afstaða ráðherra til málaflokkasinna er afar mismunandi.
Flestir líta á sig sem nokkurs konar
varðhunda síns málaflokks, standa
með honum og verja hann fram í
rauðan dauðann, jafnvel út yfir öll
skynsemismörk. Þetta finnst mér
samt nokkuð virðingarverð afstaða.
Maður sem skipaður hefur verið
ráðherra ákveðins málaflokks á að
verja hann. Auðvitað snúast stjórn-
mál um málamiðlanir en hver og
einn ráðherra verður þó að bera þá
virðingu fyrir sínum málaflokki að
hann sé tilbúinn til að berjast
hressilega fyrir honum.
LANDBÚNAÐARRÁÐHERR-
ANN er fallegt dæmi um ráðherra
sem vaktar sinn málaflokk. Hann
stendur vörð um landbúnaðinn,
hvað sem tautar og raular, kyssir
jafnvel kýr og klæðist afkáralegum
lopahúfum, allt til að sýna samhug
sinn með málaflokknum. Sömuleiðis
verður ekki annað sagt um iðnaðar-
ráðherrann en að hún standi vörð
um sitt. Hún hafnar öllum rökum
þegar rætt er um virkjanir og stór-
iðju, lítur á andstæðinga slíkra
áforma sem hreinræktaða hryðju-
verkamenn og dóna og skammast
sín ekkert fyrir að segja það. Þarna
er iðnaðurinn ofar öllu.
Í ÞEIM ANDA hefur iðnaðarráð-
herrann gengið fram fyrir skjöldu
og sagt, alveg undrandi, að ef líta
eigi á friðað land sem friðað land
um aldur og ævi þá þurfi heldur
betur að endurskoða þau mál. Hitt
er undarlegra þegar umhverfisráð-
herrann tekur undir. Þá hefur hún
heldur betur sagt skilið við varð-
hundshlutverkið. Hún er svo sann-
arlega ekki varðhundur umhverfis-
ins heldur má segja að hún bregði
sér í líki kattar og smeygi sér þang-
að sem þægilegast er að vera.
LJÓST er að við sem lifum á okkar
dögum ráðum ákaflega litlu um það
hvaða ákvarðanir niðjar okkar
kunna að taka og því minna því
lengra sem við förum inn í framtíð-
ina. En er það ekki lágmarkskrafa
að umhverfisráðherra líti á friðun
sem friðun en ekki einhverja mátt-
litla yfirlýsingu um að tiltekið land
verði látið ósnert að minnsta kosti í
ár og næsta ár? Ef umhverfisráð-
herrann ver ekki umhverfið, hver
gerir það þá? ■