Fréttablaðið - 07.03.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 07.03.2003, Síða 1
ÍÞRÓTTIR Danir teknir í bakaríið bls. 18 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 7. mars 2003 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FUNDUR Launajafnrétti – hvernig gengur? er yfirskrift fundar sem haldinn verður á Setrinu, Grand Hótel, í tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna. Ingólfur V. Gísla- son, Þorgerður Einarsdóttir, Gunn- ar Páll Pálsson, Hildur Jónsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir flytja framsöguerindi. Fundurinn hefst klukkan tólf. Launajafnrétti – hvernig gengur? ÍRAKSDEILA Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna – vopnaeftirlitsmenn gefa skýrslu um gang mála í Írak. Skýrsla um Írak TÓNLEIKAR Hljómsveitin Singapore Sling og Rafgashaus rokka á Grandrokk á sama tíma og diskódúettinn Þú og ég verður í banastuði á Kringlukránni. Rokk og diskó VIÐSKIPTI Sala ríkisins á bréfum sínum í Búnaðarbankanum hefst við opnun markaða klukkan tíu. Nafnvirði þess sem selt verður er 493 milljónir og verða bréfin seld í gegnum kerfi Kauphallar Íslands. Bréf í Búnaðar- banka AFMÆLI Íhaldssamur anarkisti FÖSTUDAGUR 56. tölublað – 3. árgangur bls. 8 REYKJANESBÆR Skilaboð með dansbanni bls. 30 ÞETTA HELST KVIKMYNDIR bls. 4 Stór bíóhelgi STJÓRNMÁL Í sporum Davíðs bls. 22 REYKJAVÍK Austlæg átt, 13-18 m/s og dálítil rigning eða slydda undir kvöld. Hiti 3 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 13-20 Él 0 Akureyri 5-10 Él 2 Egilsstaðir 5-10 Él 3 Vestmannaeyjar 0-15 Rigning 3 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71% DEILUR Hreinn Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, vill ekki ræða frekar um samskipti sín og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í fjöl- miðlum. Skömmu eftir komu sína til landsins frá London í gær veitti hann Ríkisútvarpinu viðtal þar sem hann sagði umfjöllunina síð- ustu daga hafa verið óheppilega. Hann sagði álit sitt á forsætisráð- herra óbreytt þrátt fyrir deilur þeirra í fjölmiðlum að undanförnu og að það þurfi mun meira en deil- ur þeirra á milli til að hann segi skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Þá sagðist hann ekki ætla að segja sig úr stjórn Baugs. Hreinn hafði lofað að mæta í spjallþættina Ísland í dag á Stöð 2 og Kastljósið í Sjónvarpinu í gær- kvöld en klukkan rúmlega sex sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann afboðaði komu sína í þættina. Í yfirlýsingunni segist hann ekki hafa neinu við það að bæta sem hann hefði þegar sagt fjölmiðlum. „Um var að ræða tveggja manna tal og vandséð er hvernig hægt er að teygja lopann frekar um það í tuttugu mínútur á hvor- ri stöð,“ segir í yfirlýsingunni. „Í fyrsta lagi þjónar það alls ekki hagsmunum Baugs. Í öðru lagi fæ ég ekki séð að það þjóni mín- um persónulegu hagsmunum að taka frekari þátt í þeirri orra- hríð sem verið hefur. Að lokum leyfi ég mér að taka fram að stjórnmálaskoðanir mínar hafa ekki breyst.“ ■ Stjórnarformaður Baugs hætti við að tjá sig á elleftu stundu: Hreinn Loftsson þegir AP /A N D R EW M IL LI G AN ALÞINGI Stjórnvöld stóðu að baki sex milljarða króna fjárfestingu þriggja banka í DeCode þegar fyr- irtækið var að komast á legg. Þetta kom fram í máli Kristins H. Gunn- arssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, í umræðu um fjáraukalög vegna aðgerða í at- vinnu- og byggðamálum á Alþingi í gær. Kristinn vakti athygli á að gríð- arlegum fjármunum hefði verið varið til atvinnuuppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda. „Þar vil ég í fyrsta lagi minna á DeCode,“ sagði Kristinn á Alþingi í gær. „Þrír bankar sem þá voru í eigu ríkisins keyptu hlutabréf í DeCode fyrir 6 milljarða króna, herra forseti, segi og skrifa 6 millj- arða. Það er hærri upphæð en sam- anlagt hefur farið til atvinnumála á landsbyggðinni í áraraðir og þetta var gert til að byggja upp atvinnu- fyrirtæki hér á höfuðborgarsvæð- inu og því til viðbótar voru sett sér- stök lög til að tryggja grundvöllinn undir starfsemi þessa fyrirtækis.“ Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði þetta stórtíðindi og til marks um það hefði hún beðið Kristin um að endurtaka þessi orð sín í ræðustól. Það hefði hann gert og staðfest að um stjórnvaldsákvörðun hefði verið að ræða. „Mér finnst alveg ótrúlegt ef ríkisstjórnin tekur svona ákvarð- anir og engum finnst neitt merki- legt við það,“ sagði Svanfríður. „Þarna er um að ræða bein afskipti ríkisstjórnarinnar inn í þróun at- vinnulífsins, þar sem hún beitir sér fyrir því að tiltekið fyrirtæki nái fótfestu á markaðnum. Svona sér- tækar aðgerðir finnst mér vera fullkomlega óeðlilegar.“ Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Kristin í gærkvöld sagði hann að það lægi ljóst fyrir að kaupin hefðu verið gerð með vilja og vitund eigandans. Hann vildi ekki skýra mál sitt frekar og að- spurður um það hvort boðin hefðu komið beint frá ríkisstjórninni sagði hann: „Ja, það er spurningin, það liggur í augum uppi að eigand- inn hefur viljað þetta.“ trausti@frettabladid.is MÓTMÆLI GEGN STRÍÐI Andstæðingar stríðs gegn Írak komu saman í Edinborg í Skotlandi í gær. Eins og sjá má höfðu þeir mál- að hauskúpu á fána Bandaríkjanna sem blakti með kastalann í bakgrunni. Segir stjórnvöld hafa ákveðið kaup í DeCode Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir sex milljarða króna hlutabréfakaup í DeCode hafa verið gerð fyrir atbeina stjórnvalda. Fullkomlega óeðlileg aðgerð, að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Þingmenn eru á einu máli umað flutningar fjármagns í því skyni að skjóta sér undan skatt- greiðslum hér á landi beri að for- dæma. bls. 2 Kristján Pálsson leitar að 20frambjóðendum á lista, 3-400 meðmælendum, 2.000 atkvæðum og nokkrum milljónum í kosn- ingasjóð. bls. 4 Árni Johnsen hringdi sjálfur ogleitaði tilboða í ný rúm fyrir fangelsið á Kvíabryggju. bls. 2 Ríkisendurskoðun má láta fjár-málaráðuneytið hafa gögn frá hjónunum Jóni Baldvini Hanni- balssyni og Bryndísi Schram um áfengiskaup vegna fimmtugsaf- mælis Bryndísar. bls. 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.