Fréttablaðið - 07.03.2003, Side 4

Fréttablaðið - 07.03.2003, Side 4
4 7. mars 2003 FÖSTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Hvernig ferðu leiðar þinnar til vinnu? Spurning dagsins í dag: Ertu flughrædd(ur)? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 16,1% 9,1%Með strætó 57,4% ÞARFASTI ÞJÓNNINN Flestir fara í vinnu á bíl. Á hjóli 17,4%Gangandi Í bíl DÓMSMÁL Ríkisendurskoðun má láta fjármálaráðuneytið hafa gögn frá hjónunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram um áfengiskaup vegna fimmtugsafmælis Bryndísar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Fimmtugsveislan var haldin á Hótel Íslandi í júlí 1988. Þá var Jón Baldvin fjármálaráðherra. Hjónin búa nú í Finnlandi þar sem Jón er sendiherra. Rúmu ári eftir veisluna komu fram ásakanir um að Jón Baldvin hefði misnotað ríkissjóð til að greiða áfengi í veisluna. Jón, sem þá var orðinn utanríkisráðherra, bað Ríkisendurskoðun að ganga úr skugga um sannleiksgildi þessa. Ríkisendurskoðun taldi allt með felldu. Næst gerðist það í ágúst 2001 að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður óskaði eftir því við Ríkisendurskoðun að fá afrit af gögnum Jóns Baldvins. Eftir að málið hafði velkst á milli ríkisendurskoðunar, utanrík- isráðuneytis, fjármálaráðuneytis og úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál ákvað Ríkisendurskoðun að afhenda fjármálaráðuneytinu gögnin. Þetta kærði Jón Baldvin þá til forseta Alþingis, sem vísaði málinu frá. Áfrýi Jón Baldvin dómi héraðs- dóms ekki til Hæstaréttar mun fjármálaráðuneytið fá margum- rædd gögn frá Ríkisendurskoðun og meta á grundvelli upplýsinga- laga hvort það veitir Jóni Steinari aðgang að þeim. Kenning þeirra sem telja Jón Baldvin hafa misnotað aðstöðu sína er sú að ráðherrann hafi í raun látið ríkissjóð greiða afmæl- isvínið með úttektum í gegnum veisluþjónustuna Borgartún ehf., Rúgbrauðsgerðina svokölluðu. ■ BRETAR MEÐ MÁLAMIÐLUN Bret- ar vinna að því að ná samkomu- lagi um málamiðlunartillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna getur fallist á. Tillagan gengur út á að Írakar fái nokkrar vikur til að ganga algjörlega að kröfum Sameinuðu þjóðanna vilji þeir koma í veg fyrir stríð. MUN MEIRI SAMVINNA Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits- ins, segir Íraka sýna vopnaeft- irlitinu mun meiri samvinnu en áður og leggja fram gögn um vopnaeign sína og áætl- anir. Blix segist myndu fagna lengri tíma til eftirlits. REKA SENDIMENN ÚR LANDI Bandaríkjamenn hafa rekið tvo starfsmenn íraska sendiráðsins í Washington úr landi. Þeir hafa líka farið þess á leit við 60 lönd að þau reki um 300 sendimenn Íraka úr landi þar sem ástæða sé til að ætla að þeir ráðist gegn bandarískum hagsmunum ef til stríðs kemur. TYRKIR BÍÐA ÁTEKTA Tyrkneska ríkisstjórnin bíður eftir niður- stöðu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fundi þess í dag áður en stjórnin ákveður hvort hún fari þess aftur á leit við þingið að heimila Bandaríkjunum afnot af tyrknesku landsvæði til árása á Írak. HIRÐUM OLÍUNA EKKI Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að Bretar og Banda- ríkjamenn myndu ekki yfirtaka olíulindir Íraka. Hann sagði rétt- ast að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér yfirstjórn þeirra. STJÓRNMÁL Kristján Pálsson al- þingismaður sækir ekki lengur þingflokksfundi sjálfstæðimanna í Alþingishúsinu. Þar er hann einn á báti og notar h l i ð a r h e r b e r g i þinghússins þegar hann þarf að ræða við kjósendur. Seg- ist ekki kunna því illa þó upp sé komin staða sem hann hafi ekki óskað sér sjálfur: „Maður hittir fólk alls staðar og hefur ekki tíma til að sitja inni á kaffistofu Alþingis að tala um allt og ekkert. Ég er á fullu í und- irbúningi fyrir kosningarnar,“ segir Kristján, sem á enn tölu- vert í land. Hann þarf að leggja fram framboðslista með nöfnum 20 frambjóðenda og tryggja sér 3-400 meðmælendur að framboð- inu. Þegar því er öllu lokið þarf hann einnig að sannfæra 2.000 kjósendur um eigið ágæti og er- indi til framtíðar í Suðurkjör- dæmi, sem teygir sig víða. Þetta á eftir að kosta peninga. Nokkrar milljónir í það minnsta: „Þetta er töff. Ég er nú í spor- um Davíðs að kljást við Golíat. En það er verið að safna pening- um frá stuðningsaðilum. Og þó ég sjálfur eigi enga peninga verð ég að leggja fram eitthvað sjálfur. Fólk leyfir sér að fara í sumar- leyfi sem getur kostað 400 þús- und krónur og því sleppi ég næsta sumar. Legg peningana frekar í framboðið,“ segir Krist- ján, sem telur að hann geti orðið sterkur á þingi ef sérframboð hans nær því fylgi sem til þarf: „Gæti orðið sterkari eftir en áður,“ segir hann. Kristján Pálsson segir sér- framboð sitt sprottið af óánægju með vinnubrögð í stjórnmálum og nái hann kjöri verði það fyrst og síðast aðvörun til forystu- manna í stjórnmálum og vísbend- ing til þeirra um að vara sig: „Temja sér ekki vinnubrögð sem fólk kærir sig ekki um,“ eins og hann orðar það. Kristján Pálsson útilokar ekki að hann gangi til liðs við þing- flokk Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar nái hann kjöri. Allir viti hvaðan hann kom og einnig hitt „...að hver vegur að heiman er vegurinn heim.“ eir@frettabladid.is Smáauglýsingar: Auglýsir eftir föður AUGLÝSINGAR Móðir barns, sem var getið um vornótt fyrir tæpum níu árum, hefur auglýst eftir föður barns síns í smáauglýsingum DV. Hvetur hún þann sem þekkir til málsins að gefa sig fram og senda sér tölvupóst, svo hægt sé að feðra barnið. Auglýsingin hljóðar svona: „Hvar varst þú 28. maí 1994? Varst þú kannski að halda upp á að R-listinn vann borgina, hittir drukkna stúlku sem lenti í því að detta og fá skurð á auga- brún, fylgdir henni heim, svafst hjá henni en fórst áður en hún vaknaði? Úr þessu var barn sem langar til að vita hver pabbi þess er.“ Móðirin gefur upp netfang og vonast til að barnsfaðir hennar sendi tölvupóst og gefi sig fram. Fátítt mun að mæður auglýsi í smáauglýsingum dagblaða með þessum hætti. ■ Fimm barna móðir: Gleymdi börnunum LUNDÚNIR, AP Lögreglan í Lundún- um hefur til rannsóknar mál breskrar konu á fimmtugsaldri sem gefið er það að sök að hafa skilið fimm ung börn sín ein eft- ir heima á meðan hún fór í frí til Kanaríeyja. Upp komst um mál- ið þegar einn sonurinn tilkynnti kennaranum sínum að hann yrði að taka sér frí í skólanum til þess að vera heima að gæta systkina sinna. Konan var handtekin á Gatwick-flugvelli þegar hún sneri heim úr fríinu og á nú yfir höfði sér ákæru fyrir van- rækslu. Börnunum, sem eru á aldrinum fimm til þrettán ára, hefur verið komið í fóstur á meðan á rannsókn málsins stendur. ■ VIÐSKIPTI Tölvufyrirtækið Opin kerfi hefur í gegnum dótturfélag í Danmörku undirritað viljayfirlýs- ingu um kaup á þarlendum tölvu- fyrirtækjum. Fyrirtækin eru syst- urfélög og heita Delta Teamco og Delta Consulting. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, segir fyrirtækin smellpassa við starfsemi Enterprise Solution, sem er fyrirtæki Opinna kerfa í Danmörku. Hann segir kaupverð- ið verða gefið upp þegar gengið verði frá kaupunum. Næsta mán- uðinn verði unnið að áreiðanleika- könnun. Fyrirtækin veltu á síðasta ári 250 milljónum íslenskra króna og var hagnaður fyrir afskriftir, skat- ta og fjármagnsliði um 40 milljón- ir. Gert er ráð fyrir svipuðum rek- stri áfram. Frosti segir fyrirtækið ekki mjög stórt, en menn hafi þekkt vel til fyrirtækisins. „Hugsunin er að styrkja okkur á arðsaman hátt.“ Hann segir stefnuna vera að leita kaupa á fyrirtækjum sem séu að skila góðri afkomu. Markaðurinn hafi verið erfiður. Datapoint, dótturfyrirtæki Opinna kerfa, skilaði góðum rekstri á síðasta ári. Frosti segir það hafa vakið athygli og ýmsir aðilar sett sig í samband við fyrirtækið í kjölfarið. ■ Þetta er töff – er í sporum Davíðs Kristján Pálsson er einn á báti í Alþingishúsinu. Leitar að 20 frambjóð- endum á lista, 3-400 meðmælendum, 2.000 atkvæðum og nokkrum milljónum í kosningasjóð. Ætlar að sleppa sumarfríinu. KRISTJÁN PÁLSSON Hefur ekki tíma til að sitja á kaffistofu Alþingis og tala um allt og ekkert. Fundar frekar í hliðarherbergjum þinghússins. „Gæti orðið sterkari eftir en áður.“ Fjármálaráðuneytið fær gögn um áfengiskaup Jóns Baldvins Hannibalssonar: Afmælisveislan verði opinberuð JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Ríkisendurskoðun rannsakaði skjöl varð- andi afmælisveislu Bryndísar Schram og taldi að allt hefði verið með felldu. Jón Baldvin Hannibalsson hefði ekki misnotað stöðu sína sem fjármálaráðherra til að fá ókeypis áfengi á kostnað ríkissjóðs. Opin kerfi í Danmörku: Kaupa fyrirtæki í góðum rekstri ÁFRAM ÚTRÁS Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, segir fyrirtækið stefna að kaupum á tölvufyrirtækjum sem skili góðri afkomu. Kaupin í Danmörku eru liður í þeirri stefnu. ÍRAKSDEILAN Mannskætt flugslys: Einn lifði af ALSÍR, AP Boeing 737 flugvél frá flugfélaginu Air Algerie fórst skömmu eftir flugtak í suðurhluta Alsír í gær. Um borð voru 97 far- þegar og sex manna áhöfn en að- eins einn maður lifði slysið af. Flugvélin var á leið frá Taman- rasset, við rætur Hoggar-fjalla, til Algeirsborgar og hafa yfirvöld komið á fót áfallahjálp á flugvöll- um beggja borga. Ekki liggur fyrir af hvaða þjóðernum farþegarnir voru en Tamanrasset er viðkomu- staður fjölmargra ferðamanna sem koma til að heimsækja forn- minjar í Sahara-eyðimörkinni. Orsakir slyssins eru enn ókunn- ar en ekkert bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.