Fréttablaðið - 07.03.2003, Síða 8
8 7. mars 2003 FÖSTUDAGUR
Skilaboð með
dansbanni
Reykjanesbær ætlar að banna einkadans. Bæjarstjórnin segir bannið
vera siðferðisskilaboð og til þess ætlað að túlka allan vafa þeim í hag sem
telja að ólögleg starfsemi tengist nektardansstöðum.
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn
Reykjanesbæjar mun breyta lög-
reglusamþykkt og banna einkadans
í næturklúbbum.
Í greinargerð
meirihluta bæjar-
stjórnar segir að þó
lög leyfi nektar-
dans sé heimilt að
setja starfseminni
skorður í samræmi
við nýjan dóm
Hæstaréttar um
einkadans í Reykja-
vík. Yfirvöld verði
að geta fylgst með
nektardansi til að
ganga úr skugga um að allsherjar-
reglu og velsæmis sé gætt og að
ekki fari fram refsiverð háttsemi í
næturklúbbum.
„Það er skylda stjórnmálamanna
að taka þátt í upplýstri umræðu um
þessi málefni og bregðast við ef nýj-
ar upplýsingar koma fram. Þrjú af
þeim fjórum bæjarfélögum sem
leyfa starfsemi nektarstaða hafa
þegar brugðist við og þrengt að
starfsemi staðanna með því að
banna einkadans, m.a. í þeim til-
gangi að sporna við óæskilegum
áhrifum þessara staða,“ segir bæj-
arstjórnin.
Bæjarstjórnin í Reykjanesbæ
segir enn fremur að í ársskýrslu
bandarísku utanríkisþjónustunnar
um mansal árið 2002 komi fram að
stúlkur hafi verið seldar mansali
frá Eistlandi til Íslands í þeim til-
gangi að misnota þær kynferðis-
lega. „Þó svo að sönnur hafi ekki
verið færðar á þessar fullyrðingar
bandarísku utanríkisþjónustunnar
ber að taka þær alvarlega. Skýrsla
dómsmálaráðuneytisins um vændi
á Íslandi, sem út kom 2001, styrkti
mjög grun um að á sumum nektar-
stöðum væri stundað vændi,“ segir
bæjarstjórnin.
Talið er að á árinu 2001 hafi að
minnsta kosti eitt þúsund útlendar
konur komið til Íslands til að starfa
á nektarstöðum:
„Eftir að bannið við einkadansi
tók gildi er talið að fjöldi ,,dansara“
hafi farið niður í 150 á síðasta ári.
Þetta eru athyglisverðar upplýsing-
ar sem hljóta að vekja alla til um-
hugsunar,“ segir bæjarstjórnin,
sem telur það skyldu sína að bregð-
ast við á sama hátt og önnur bæjar-
félög hafi gert:
„Með því er ekki verið að fella
neinn dóm yfir þeirri starfsemi sem
hér er í Reykjanesbæ, heldur vilj-
um við senda ákveðin siðferðis-
skilaboð, ekki síst til æsku Reykja-
nesbæjar, en um leið túlka allan
vafa þeim í hag sem telja að ólögleg
starfsemi tengist þessum stöðum.“
Fjórir af ellefu bæjarfulltrúum
sátu hjá; tveir frá Samfylkingu og
tveir frá Sjálfstæðisflokki.
Ekki náðist samband í gær við
nektardansstaðinn Casino í Kefla-
vík, sem er sá eini sinnar tegundar í
Reykjanesbæ.
gar@frettabladid.is
Bob Dole og Bill Clinton:
Eigast við á nýjan leik
NEW YORK, AP Bill Clinton, fyrrum
forseti Bandaríkjanna, og Bob
Dole, mótframbjóðandi hans í for-
setakosningunum 1996, munu eig-
ast við á nýjan leik þó með öðrum
hætti sé. Þeir hafa samið við CBS-
sjónvarpsstöðina um að eigast við
í stuttum kappræðum um afmörk-
uð þjóðmál sem sýndar verða í
fréttaþættinum 60 Minutes.
Dole og Clinton munu eigast
við í tíu einvígjum sem verða send
út í jafnmörgum þáttum. Þeir
munu skiptast á um að hefja um-
ræðu sem hinn verður að svara.
Hvor um sig fær 45 sekúndur í
fyrstu og síðan 15 sekúndur til að
svara málflutningi hins. Byggt er
á gamalli hugmynd úr þáttunum
sem var aflögð árið 1979. Þá hétu
þáttarbútarnir Point-Counter-
point. Nú nefnast þeir til skiptis
Clinton/Dole og Dole/Clinton.
60 Minutes hefur löngum verið
meðal vinsælustu sjónvarpsþátta
vestanhafs. Undanfarið hefur
dregið úr áhorfi. Stjórnendur
þáttarins vonast til að einvígi
þessara fyrrum stjórnmálaleið-
toga verði til að auka áhorf á nýj-
an leik. ■
Ríkissjóður:
Samherji fær
ekki meira
DÓMSMÁL Ríkið hefur verið sýknað
af kröfum útgerðarfélagsins Sam-
herja um endurgreiðslu tæplega
51 milljónar króna.
Ríkisskattstjóri endurákvarðaði
opinber gjöld Samherja í desem-
ber 1997 og lækkaði yfirfæran-
legt tap vegna sameiningar á Mat-
vælaiðjunni Strýtu hf. og Kirkju-
sandi hf. um 71 milljón króna.
Dómstólar hrundu síðar þeim úr-
skurði.
Samherji taldi sig enn eiga inni of-
angreinda upphæð í vexti af of-
greiddum sköttum. Héraðsdómur
telur yfirvöld hafa endurgreitt að
fullu. ■
ORÐRÉTT
KJARNI MÁLSINS
Má ég koma að í einni
setningu um hvað mál-
ið snýst: Davíð er gull
af manni.
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson. Útvarp saga, 6. mars.
ANNAR KJARNI
Að stunda sundlaugar er gulls
ígildi.
Sonja B. Helgason. Morgunblaðið, 6. mars.
HANDHAFAR SANNLEIKANS
Það er einfaldlega til fólk sem er
tilbúið að ljúga fram í rauðan
dauðann.
Jakob F. Ásgeirsson.
Morgunblaðið, 6. mars.
BILL CLINTON
Lagði Dole að velli í forsetakosningunum
1996 og etur nú kappi við hann á ný.
ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI
Stúlkur voru seldar mansali frá Eistlandi til
Íslands til að misnota þær kynferðislega,
segir í bandarískri skýrslu. „Þó svo að
sönnur hafi ekki verið færðar á þessar full-
yrðingar bandarísku utanríkisþjónustunnar
ber að taka þær alvarlega,“ segir bæjar-
stjórnin.
Talið er að á
árinu 2001
hafi að minns-
ta kosti eitt
þúsund út-
lendar konur
komið til Ís-
lands til að
starfa á nekt-
arstöðum.
FRÁ REYKJANESBÆ
„Það er skylda stjórnmálamanna að taka þátt í upplýstri umræðu um þessi málefni og
bregðast við ef nýjar upplýsingar koma fram,“ segir bæjarstjórn Reykjanesbæjar og ætlar
að þrengja að nektardansstöðum með banni við einkadansi.
GAZA, AP Ellefu Palestínumenn lágu
í valnum og á annað hundrað þurf-
tu að leita læknishjálpar vegna
sára eftir að Ísraelsher notaði
skriðdreka og árásarþyrlur til að
ráðast inn í flóttamannabúðirnar í
Jabalaya á Gaza-strönd. Palest-
ínskir sjónarvottar segja ísraelska
hermenn hafa skotið á óvopnaða
borgara þar sem þeir fylgdust með
slökkviliði reyna að ráða niðurlög-
um elda í nálægum húsum. Átta
eru sagðir hafa látist í þeirri árás.
Yfirmenn ísraelska hersins
neita því að hafa skotið á óvopnaða
borgara. Palestínskir læknar sem
gerðu að sárum sjúklinga sögðu
hins vegar að sár margra bæru
þess merki að skotið hefði verið úr
fallbyssum skriðdreka á fólkið.
Innrás Ísraela í flóttamanna-
búðirnar kom í kjölfar þess að
palestínskur maður sprengdi sig í
loft upp í strætisvagni með þeim
afleiðingum að 15 Ísraelar létust. ■
Ellefu í valnum:
Skotið á
óvopnað fólk
ÍBÚÐAHVERFI Í RÚSTUM
Ísraelar hafa haldið uppi árásum á bæi og
flóttamannabúðir Palestínumanna.