Fréttablaðið - 07.03.2003, Síða 12
12 7. mars 2003 FÖSTUDAGUR
EVRÓPA
Skráningarsími
561 8585
Yogaspuni Gauja litla
8 vikna aðhald í World Class, aðeins 14.500 kr.
www.gauilitli.is
Ný námskeið hefjast 10. mars
FJÁRMÁL Erlend verðbréfaeign sjóð-
anna rýrnaði um 31 milljarð króna
milli ára. Um síðustu áramót nam
hún rúmum 103 milljörðum miðað
við 234 milljarða í árslok 2001.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka líf-
eyrissjóða, segir að rýrnunin í er-
lendri verðbréfaeign sjóðanna eigi
sér fyrst og fremst skýringar í
lækkun á erlendum mörkuðum. Þá
hafi mikil styrking krónunnar
einnig haft neikvæð áhrif hvað
þetta snerti.
Samkvæmt efnahagsyfirliti
Seðlabanka Íslands námu eignir líf-
eyrissjóðanna 677 milljörðum
króna um síðustu áramót, sem er
aukning um rúmlega 32 milljarða
króna milli ára eða um 5%. Efna-
hagsyfirlitið byggir á úrtaki 25
stærstu lífeyrissjóðanna, sem áttu
um 93% af hreinni eign allra lífeyr-
issjóða í árslok 2001.
Erlend verðbréf eru nú um
15,3% af heildareignum sjóðanna
en voru um 20,9% í árslok 2001 og
22,6% í árslok 2000. Húsbréfaeign
sjóðanna nam um 199 milljörðum
króna í árslok 2002, sem er aukning
um rúm 18% milli ára. Sjóðsfélaga-
lán jukust um 18% milli ára eða úr
71 milljarði króna í 84 milljarða. ■
SJÓMENN SÁTTIR
Breytinguna má rekja til innleiðingar
EES-ákvæða.
Lagabreyting um
hvíldartíma vegna EES:
Sátt um
hvíldartíma
SJÓMENN Samgönguráðherra hefur
lagt fram á þingi frumvarp um
breytingar á lögum um hvíldar-
tíma sjómanna. Tilgangur frum-
varpsins er að gera breytingar á
sjómannalögum vegna innleiðing-
ar EES-ákvæða sem varða vinnu-
og hvíldartíma skipverja, á fiski-
skipum annars vegar og á far-
þega- og flutningaskipum hins
vegar.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambandsins, segir al-
gjöran frið um frumvarpið. Í raun
og veru breyti það mjög litlu fyrir
sjómenn og að sama skapi er ekki
gert ráð fyrir að það hafi í för með
sér kostnaðarauka fyrir útgerð-
ina. „Við fórum grannt yfir þetta
og vorum mjög varkárir en í
grundvallaratriðum varð um
þessar breytingar algjör sátt,“
segir Sævar.
Verði frumvarpið óbreytt að
lögum verður ekki heldur séð að
það hafi kostnaðarauka í för með
sér fyrir ríkissjóð. ■
KÓLUMBÍA, AP Á síðustu dögum
hafa hundruð bænda snúið aftur
heim í fjallahéruð Kólumbíu eftir
þriggja mánaða herþjálfun á veg-
um ríkisstjórnar landsins. Ein-
kennisklæddum og vopnuðum
hríðskotarifflum er þeim ætlað að
aðstoða öryggissveitir ríkisstjórn-
arinnar við að verja heimabæi
sína fyrir árásum skæruliða.
Um árabil hefur óbreyttum
borgurum í afskekktum þorpum í
suðurhluta Kólumbíu staðið gífur-
leg ógn af herskáum uppreisnar-
mönnum sem hafast við í fjallendi
og frumskógum á svæðinu. Ör-
yggissveitir ríkisstjórnarinnar
hafa reynst of fámennar til þess
að gæta öryggis íbúanna á þessu
svæði og því hafa hundruð þús-
unda manna á undanförnum árum
yfirgefið heimili sín og lagt á
flótta af ótta við árásir skærulið-
anna.
Nú hafa yfirvöld gripið til þess
ráðs að virkja þorpsbúana sjálfa í
tilraun til að veita skæruliðunum
mótstöðu. Sjálfboðaliðum úr röð-
um heimamanna er boðið upp á
þriggja mánaða þjálfun á vegum
kólumbíska hersins og að henni
lokinni eru þeir sendir aftur heim
til að verja þorp sín. Bændurnir
hljóta svipaða þjálfun og almennir
hermenn, klæðast sömu einkenn-
isbúningum og bera sams konar
vopn. Þeir skuldbinda sig til þess
að gæta heimabæjar síns í tvö ár í
senn og fyrir það fá þeir greitt
sem svarar um 1.300 íslenskum
krónum á mánuði.
Nú þegar hafa um 5.000 bænd-
ur gefið kost á sér til starfans og
fer þeim stöðugt fjölgandi. „Starf
sjálfboðaliðanna er mjög
ánægjulegt,“ segir Gilberto
Rocha, sem stjórnar verkefninu
fyrir hönd yfirvalda. „Hlutverk
þeirra er að halda verndarhendi
yfir fjölskyldu sinni, vinum,
kunningjum og nágrönnum.“
En ekki eru allir sammála um
ágæti þessa framtaks. FARC,
stærstu skæruliðasamtök
Kólumbíu, hafa þegar fordæmt
átakið á þeim forsendum að þetta
muni gera óháðum vígasveitum
kleift að halda skæruliðaveiðum
sínum áfram undir verndarvæng
laganna. ■
VERSLUNARSKÓLINN
Nýtt, forvitnilegt skólablað á leiðinni.
Skólablað
Verslunarskólans:
Nær allir
með síma
SKÓLAHALD Í niðurstöðum skoðana-
könnunar sem birt verður í nýju
Skólablaði Verslunarskóla Íslands
sem út kemur á morgun kemur
fram að nær allir nemendur skól-
ans eru með farsíma:
„Þegar sambærileg spurning
var lögð fyrir nemendur 1997
voru 8 prósent nemenda með far-
síma. Nú eru 98,8 prósent með
slíka síma eða næstum því allir,“
segir Jóhannes Kjartansson, rit-
stjóri Skólablaðsins, en í skoðana-
könnun blaðsins er einnig spurt
um bílaeign og fjármál nemenda
svo fátt eitt sé nefnt.
Í blaðinu er einnig viðtal við
sálfræðing um átröskun en talið
er að lystarstol og lotugræðgi séu
ört vaxandi vandamál í fram-
haldsskólum landsins. Er Verslun-
arskólinn þar engin undantekning
en í fyrra kvörtuðu ræstitæknar
skólans yfir óvenjumiklum ælum
á kvennasalerni skólans. Þykir
ekki ólíklegt að það megi rekja til
námsmeyja með lotugræðgi en
sjúkdómurinn lýsir sér einmitt í
því að fólk borðar yfir sig og kast-
ar síðan upp.
Að sögn Eiríku Ásgrímsdóttur,
forvarnarfulltrúa Verslunarskól-
ans, er hér um viðkvæmt mál að
ræða sem vissulega hafi verið
rætt innan skólans svo og á fund-
um forvarnarfulltrúa allra fram-
haldsskóla, sem haldnir eru
tvisvar á ári. ■
Barnaheill gegn
barnaklámi:
Um 1.000
ábendingar
KLÁM Samtökin Barnaheill fengu á
síðasta ári í kringum eitt þúsund
ábendingar um vefslóðir þar sem
barnaklám væri að finna. Kristín
Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri
Barnaheilla, segir að meðaltali 60-
65 ábendingar berast í hverjum
mánuði. Enn sé ekkert sem bendi
til að barnaklám sé vistað á vef-
þjónum hér á landi.
Kristín segir Barnaheill í al-
þjóðlegu samstarfi til að koma í
veg fyrir barnaklám á Netinu. Frá
því í október árið 2001 hafi staðið
yfir verkefnið Stöðvum barna-
klám á Netinu. Einn liður í því
hafi verið að gera almenningi
kleift að senda inn nafnlausar
ábendingar um barnklám.
Kristín vill hvetja almenning
til að loka ekki augunum fyrir
barnaklámi. Barnaklám sé stað-
reynd. ■
Eignir lífeyrissjóðanna nema 677 milljörðum:
Erlend verðbréfaeign
rýrnað um 31 milljarð
LÆKKUN Á ERLENDUM MÖRKUÐUM
Skilar sér í rýrnum á erlendri
verðbréfaeign lífeyrissjóðanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Bændur berja á
uppreisnarmönnum
Yfirvöld í Kólumbíu hafa ákveðið að veita þúsundum óbreyttra bænda
herþjálfun til þess að þeir geti aðstoðað öryggissveitir landsins við að
verja afskekkt fjallaþorp fyrir árásum herskárra uppreisnarmanna.
HEIMAVARNARLIÐIÐ
Börnin í þorpinu San Carlos de Guaroa
horfðu forviða á nágranna sína og fjöl-
skyldumeðlimi þegar þeir sneru heim aft-
ur í fullum herklæðnaði eftir þriggja mán-
aða þjálfun á vegum kólumbíska hersins.
FRIÐARSINNAR Í PÁFAGARÐI
Friðarsinnar í ítölsku samtökunum
„Fermiamo La Guerra“, eða „Stöðvum
stríðið“ eins og það útleggst á íslensku,
breiddu út gríðarstóran fána á Péturstorg-
inu í Páfagarði í Róm á meðan Jóhannes
Páll páfi predikaði yfir mannfjöldanum í
árlegri öskudagsmessu.
Saksóknari
stríðsglæpadómstólsins:
Krefst
aðgerða
BRUSSEL, AP „Ég vil sjá árangur
núna, ég er orðin þreytt á því að
biðja,“ sagði Carla Del Ponte,
aðalsaksóknari stríðsglæpadóm-
stólsins í Haag, eftir að hafa kraf-
ið framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins um að beita Serbíu,
Svartfjallaland og Króatíu þrýst-
ingi til að framselja grunaða
stríðsglæpamenn.
Eftir fundinn sagði Javier Sol-
ana, yfirmaður varnarmála hjá
Evrópusambandinu, að ríkin yrðu
beitt þrýstingi en vildi ekki segja
hvort þau yrðu þvinguð til sam-
starfs. ■
HANDTAKA Í KJÖLFAR SVIÐSETN-
INGAR Lögreglan í Lundúnum
hefur handtekið
nítján ára karl-
mann sem grunað-
ur er um aðild að
morði á banda-
rískri myndlistar-
konu sem stungin
var til bana í ein-
um af almenn-
ingsgörðum borgarinnar í síðasta
mánuði. Fyrir fáeinum dögum
fékk lögreglan yfir 300 manns til
liðs við sig til þess að endurskapa
vettvang morðsins í von um að
komast á spor morðingjans.
KVEIKTI Í SJÁLFUM SÉR 19 ára
Tékki kveikti í sér í miðborg
Prag. Hann vildi mótmæla slæmu
ástandi siðmenningar, sérstak-
lega í Tékklandi. Hann lést af
sárum sínum meðan verið var að
flytja hann á sjúkrahús.