Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 14
14 7. mars 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Þjónustu- gjöld bankanna Jónína skrifar: Undanfarið hafa birst fréttir ífjölmiðlum af stórfelldum gróða bankanna af hvers kyns þjón- ustugjöldum. Í Morgunblaðinu 20. febrúar er greint frá enn einu gjald- inu sem Spron og Landsbanki Ís- lands innheimta af viðskiptavinum sínum. Viðskiptavinir þessara banka sem hringja í þjónustuver og óska eftir stöðu á reikningi sínum þurfa að greiða fyrir þessa þjónustu 75 krónur hjá Spron og 60 krónur hjá Landsbankanum. Fram kom í fréttinni að þessi gjaldtaka hafi við- gengist lengi hjá Spron en sé nýtil- komin hjá Landsbankanum. Ís- landsbanki og Búnaðarbanki hafa enn ekki tekið upp þessa gjaldtöku en kannski verður þess ekki langt að bíða, enda samkeppni bankanna óveruleg hér á landi eins og flestir vita. Talsmenn bankanna benda á að þessar upplýsingar geti fólk nálgast sér að kostnaðarlausu með því að nota heimabanka, þjónustusíma Reiknistofu bankanna og hrað- banka. En hvað um alla þá sem ekki hafa aðgang að tölvum og eiga ekki debetkort? Hvað um gamla fólkið? Skyldi þetta ekki vera enn eitt dæmið um að níðst sé á þeim sem síst skyldi? Fjöldinn allur er af eftirlitsstofn- unum í landinu. Hafa slíkar stofnan- ir engu hlutverki að gegna varðandi síauknar sjálftökur banka og ann- arra lánastofnana? En burtséð frá því er augljóst að virkasta eftirlitið verður ávallt hjá almenningi sjálf- um og því er brýnt að hvetja fólk til að vera vel á varðbergi í þessum málum öllum. ■ Ámánudaginn síðasta stillti Dav-íð Oddsson forsætisráðherra þjóðinni upp frammi fyrir vali. Öðru megin var hann og hinum megin Baugur, Norðurljós, Sam- fylkingin, Fréttablaðið, R-listinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hreinn Loftsson, Jón Ólafsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fleira fólk. Davíð gaf sjálfum sér góða ein- kunn; bæði fyrir karakter og árang- ur í starfi. Hitt liðið fékk bága eink- unn – eiginlega falleinkunn – bæði fyrir störf sín og karakter. Nú er það almennt mat í samfé- laginu að þjóðin hefur kunnað ágætlega við Davíð. Hann varð kornungur vinsæll útvarpsmaður og spaugari, borgarstjóri þegar hann var ungur maður, síðar for- maður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra. Í störfum sínum sem borgarstjóri og forsætisráð- herra hefur hann notið vinsælda þótt hann og orð hans og athafnir hafi oft verið umdeild. Davíð á því stóra inneign hjá þjóð sinni. Hún er ekki tilbúin að trúa því í skyndingu að hann fari með ósannindi eða hafi beitt völdum sínum og áhrifum af illum vilja. Það er því nokkur þungi sem Davíð leggur öðru megin markalín- unnar; hann sjálfur – hvorki meira né minna. Þetta er því ekki léttvægt val; snýst ekki um Wham eða Dur- an Duran. Eftir því sem Davíð still- ir þessu upp snýst valið um það að ef fólk trúir einhverju sem fólkið í hinu liðinu segir er fólk jafnframt að hafna honum sem forsætisráð- herra og karakter. Allt sem einhver úr liði raunverulegra og ímyndaðra andstæðinga Davíðs leggur fram um Davíð og störf hans er tilraun til að koma honum frá völdum svo eyðileggja megi allt sem hann hef- ur byggt upp fyrir þjóð sína – þar með talin hagsæld. Ég get ekki ímyndað mér að fólki líði vel undir þessu vali. Ef fólk samþykkir ekki Davíð sem heild – öll störf hans, stjórnunarað- ferðir og þær makalausu ásakanir sem hann bar fyrir þjóðina á mánu- daginn – þá er fólk jafnframt að hafna honum alfarið og öllu því sem hann hefur nokkru sinni snert eða komið nálægt. Og ekki nóg með það. Með því að velja ekki Davíð er fólk að veita samþykki sitt öllu því sem fólkið á andstæðingalistanum hefur gert eða sagt – þar með talin skattaskil Jóns Ólafssonar. Eftir því sem á vikuna hefur lið- ið held ég að æ fleiri átti sig á að þeir þurfa ekki að taka þátt í þessu vali Davíðs Oddssonar. Fólki er fullkomlega frjálst að hafna ásök- unum Davíðs um illt innræti þeirra sem hann leggur fæð á án þess að vera með því gengið til liðs við Samfylkinguna eða hafa lagt bless- un sína yfir fjármál ólíklegustu manna. ■ Hvers vegna líður þjóðinni illa? skrifar um áhrif undanfarinna daga á sálartetur þjóðarinnar. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON RAFTÆKJAVERSLUNIN SUÐURVERI LOKADAGAR STÓRÚTSÖLUNNAR Mikill afsláttur - góð kaup – Leikur í ljósum – Stigahlíð 45, 105 Reykjavík. Sími 553-7637, fax 568-9456. ÍTR: Styrkir fyrir 26 milljónir STYRKIR Afreks- og styrktarsjóð- ur Reykjavíkur fær 5 milljóna króna styrk frá Íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur. Sjóður- inn er í vörslu ÍTR og hefur m.a. það markmið að styrkja reyk- vísk íþróttafélög. Íþrótta- og tómstundaráð út- hlutar styrkjum að upphæð rúm- ar 26 milljónir króna í ár. KFUM og KFUK fá 4,3 milljónir, sem og Skátasamband Reykjavíkur. Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé- lagið Hellir fá 2 milljónir hvort og þá fær Reiðskólinn Þyrill 1,2 milljónir. Þá voru veittir 29 styrkir að upphæð frá 100 upp í 500 þúsund krónur. ■ LÍFEYRIR Fyrirtækið Lánstraust stefnir að því að fleiri fyrirtæki sem ávaxta séreignasparnað fólks sendi upplýsingar um ávöxtun til fyrirtækisins. Séreignasjóðir Búnaðarbankans, Almenni lífeyr- issjóðurinn í vörslu Íslandsbanka og Samlíf senda upplýsingar um sjóði sína til birtingar hjá Láns- trausti. Á vef fyrirtækisins er svo hægt að bera saman árangur sjóða eftir eignasamsetningu og fjárfestingarstefnu. Jenný Bára Jensdóttir hjá Lánstrausti segir að búast megi við því að fleiri fjármálafyrirtæki taki þátt í þess- um samanburði. „Ég er að fara að tala við Kaupþing í næstu viku og ég veit að Landsbankinn ætlar að fylgja í kjölfarið,“ segir Jenný. Sjóðirnir eru flokkaðir eftir hlutfalli hlutabréfa í safni þeirra. Hlutabréf eru áhættusamasta fjárfestingin og mestar sveiflur í ávöxtun þeirra. Þau henta betur ungu fólki sem er að spara til langs tíma. Jenný segir mikla fjármuni fara í séreignasparnað hér á landi. Slíkar upplýsingar séu því mjög gagnlegar fyrir fólk sem vill fylgjast með árangri síns sjóðs í samanburði við aðra sem eru með sambærilega fjárfesting- arstefnu. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, hvetur fólk til að fylgjast með sparnaði sínum og færa hann til séu menn ekki sáttir við árangur síns sjóðs. Jenný segir að auk upplýsinga um ávöxtun undanfarinna ára sé hægt að skoða hlutfall eigna í skuldabréfum og hlutabréfum hjá sjóðunum. Jenný segir að auk þess sem upplýsingavefurinn sé gagnlegur fyrir neytendur notfæri fjármála- fyrirtækin sér vefinn til að kynna árangur af fjárfestingu sinni. „Við verðum vör við aukinn áhuga fyr- irtækjanna á að vera með.“ Hún segir að almennt treysti fólk bet- ur upplýsingum óháðra aðila um ávöxtun. Fyrirtækin sjái sér því hag í því að vera með. Neytendur hafi tilhneigingu til að leita frekar til fyrirtækja um ávöxtun fjár- muna sinna sem birti slíkar upp- lýsingar með samanburðarhæfum hætti. haflidi@frettabladid.is Hún er oft sérkennileg sóknstjórnmálamanna í hið póli- tíska draumaland. Hjá þeim flest- um er miðpunktur draumalands- ins jú stóll forsætisráðherraemb- ættisins, þar sem Davíð Oddsson hefur setið síðastliðin þrjú kjör- tímabil og er orðin heimaríkur. Margir renna nú hýru auga til stólsins, eins og sést best á því að aðrir flokkar, með Samfylkinguna í fararbroddi, eru þegar farnir að útnefna fólk úr sínum röðum til að setjast í stólinn. Kosningabaráttan er vegurinn til draumalandsins, og er þessi slóð ekki síður grýtt og hættuleg en sá frægi Þjóðvegur 66 hjá Steinbeck forðum, þegar þúsund- ir gengu í von burt úr kreppunni í Oklahoma áleiðis til hinnar fyrir- heitnu Kaliforníu. Íslendingar hafa einmitt á seinni árum – fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur og nú fyrir örfáum vikum hjá Leikfélagi Húsavíkur – fengið tækifæri til að fylgjast með dramatískum leik- húsuppfærslum af Þrúgum reið- innar og hvernig Steinbeck tókst að draga fram misbresti og þver- stæður í mannlegu eðli, mannlegu samfélagi og mannlegum sam- skiptum á erfiðum umbyltinga- tímum og það hvernig hversdags- hetjur ná að viðhalda mennsku sinni og manngildi við þjakandi kringumstæður allsleysisins. Í dag hefur þjóðin þó orðið vitni að nýrri og séríslenskri upp- færslu af Þrúgum reiðinnar, sem tekur þeirri gömlu fram bæði hvað varðar drama og dapurleika þó formerkin í hinni nýju upp- færslu séu öfug við það sem var hjá Steinbeck. Leiksviðið er þannig ekki Þjóðvegur 66, heldur framabraut íslenskra stjórnmála. Á þeirri leið hafa óvenju bein- skeyttir og nánast persónulegir árekstrar tveggja mikilhæfra stjórnmálaleiðtoga í bland við gráglettni örlaganna hagað mál- um þannig að einn vinsælasti for- sætisráðherra síðari tíma treður heiftúðugar illsakir við einhverja vinsælustu athafnamenn síðari tíma. Ásakanir um óheiðarleika og mútutilraunir eru meðal þess sem finnst í þessum dótakassa, og inn í málið tengjast fjölmargir að- ilar, bæði úr pólitík, viðskiptalífi og embættismannastétt. Rétt eins og á Þjóðvegi 66 kemur hér í ljós að lengi má manninn reyna. Sá reginmunur er þó á að hjá Stein- beck voru fátækt og allsleysi í hlutverki hreyfiaflsins, en nú eru það allsnægtir, auður og óhóf sem drífa framvinduna. Örlögin hafa hagað því svo að græn steinalaus vínber eru lent í miðri þessari umræðu allri. Það gerðist eftir að forsætisráðherra lýsti ferð sinni til ávaxtasala í Lundúnum í spjallþætti fyrr í vik- unni. Vínberin áttu í málatilbún- aði forsætisráðherra að vera hinn táknræni ávöxtur, sem bar vitni einokunarstöðu og okurálagning- ar Baugsveldisins. Eins konar reiðiþrúga hins almenna manns. Baugsmenn buðu að bragði þessar grænu steinalausu reiðiþrúgur á tilboðsverði og létu fylgja með í auglýsingu langan lista yfir þá sjúkdóma sem þessar þrúgur gætu hugsanlega læknað. Engum duldist háðið og skilaboðin til for- sætisráðherra um að þarna væru komnar fyrir hann þrúgur á við- ráðanlegu verði, sem auk þess gætu hugsanlega veitt honum ein- hverja líkn með þraut sinni. Og þjóðin hló. Vissulega veitti ekki af einu spaugilegu atriði inn í þennan pólitíska harmleik allan – en spurning er hversu langt slíkt nær þegar undir kraumar svo gríðarleg heift og hatur. Fyrir örfáum vikum hélt sá er þetta ritar því fram hér á þessum vettvangi að úr því stjórnmálin væru að greinast upp í slag milli tveggja turna mætti búast við aukinni persónulegri hörku og að aðrir þátttakendur í stjórnmálun- um hyrfu í skuggann. Það sem nú hefur gerst er hins vegar marg- falt á við það sem nokkrum gat dottið í hug. Allar stærðir og hug- myndir í þessum farsa eru líka þannig að við meðalmennirnir eigum erfitt með að meðtaka þær. Það er ef til vill lýsandi fyrir framandleika málsins að manni finnst auðveldara að skilja og samsama sig eymdinni og alls- leysinu í reiðiþrúgum Steinbecks heldur en taumlausum allsnægt- um og gnægtasiðferðinu í reiði- þrúgum stjórnmála dagsins. Skiptir þá engu þótt þrúgunar sjálfar séu komnar grænar og steinalausar á tilboð í Bónusi! Í þessari pólitík eru því ein- faldlega þeir einir líklegir sigur- vegarar, sem hvergi koma nærri. Þetta virðast stjórnmálamenn nú vera að skynja, og þeir sem á ann- að borð geta þagað í málinu þegja sem mest þeir mega. Og fyrir þá sem trjóna nú í toppum hinna tveggja fylgisturna skoðanakann- ana er vert að hafa hugfast að í stjórnmálum er ekkert eilíft. Við virðumst lifa á tímum hins ólík- lega eins og dæmi síðustu daga sanna. Hinir ólíklegu eru því orðnir líklegir. Skyldi tími hinna pólitísku hobbita vera nær en menn grunar? ■ Mikilvægt að fylgj- ast með eign sinni Upplýsingar um árangur þriggja fyrirtækja sem ávaxta séreignalífeyri eru birtar á vefnum sjodir.is. Vefurinn er í umsjá Lánstrausts. ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD Hver prósenta í ávöxtun getur ráðið miklu um afkomu á efri árum. Hægt er að bera saman árangur séreignarlífeyrissjóða á vefnum sjodir.is. stjórnmálafræðingur skrifar um veginn til draumalandsins. BIRGIR GUÐMUNDSSON Um daginn og veginn Þrúgur reiðinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.