Fréttablaðið - 07.03.2003, Qupperneq 18
18 7. mars 2003 FÖSTUDAGURSKAUTAR
Stórhöfða 17, v. Gullinbrú · 577 5555
· 577
556
6
byrjar 10. mars.
Verð kr. 13.900,-
Kennari Guðrún Tómasdóttir
Nánari upplýsingar og skráning
í afgreiðslu Veggsports
sími: 577-5555
8 VIKNA
lokað heilsuátak
FÓTBOLTI Diego Maradona yngri,
sonur ítalska knattspyrnugoðs-
ins Diego Maradona, gæti verið
á leið til Clyde, sem leikur í
skosku 1. deildinni. Guttinn, sem
er 16 ára, er samningsbundinn
ítalska 2. deildar liðinu Napólí,
en þar lék faðir hans um tíma og
varð goðsögn á níunda áratugn-
um.
„Ég ákvað að hringja og at-
huga hvort það væri möguleiki á
að sonur Diego Maradona kæmi
til okkar,“ sagði Alan Kernagh-
an, knattspyrnustjóri Clyde.
„Hann er enn of ungur til að
leika með aðalliði Napólí og
stjórn liðsins vill lána hann á
næsta tímabili. Þeir vilja samt
ekki lána hann til annars liðs á
Ítalíu þar sem fjölmiðlafárið í
kringum hann yrði of mikið.“
Kernaghan segist ekki vera bú-
inn að ganga frá neinum samn-
ingum en vonast til að málið nái
í gegn í sumar.
Maradona hefur aldrei gengist
við barninu en ítalskir dómstólar
staðfestu að strákurinn væri son-
ur hans eftir að þeir gengust und-
ir DNA-próf árið 1993. ■
Eftirvænting hjá skoska liðinu Clyde:
Leikur Maradona
á Bretlandi?
DIEGO ARMANDO MARADONA
Hefur alla tíð neitað að vera faðir drengs-
ins. Dómstólar úrskurðuðu þó annað eftir
DNA-próf.
FÓTBOLTI Þótt Manchester United
hafi minnkað forskot Arsenal niður
í fimm stig með því að leggja Leeds
að velli, 2-1, er hætt við að baráttan
fram undan eigi eftir að reynast lið-
inu um megn.
Roy Keane, fyrirliði United,
meiddist í leiknum og verður frá í
þrjár vikur hið minnsta. Mikael
Silvestre og Juan Sebastian Veron
meiddust einnig í leiknum og talið
að sá síðastnefndi hafi orðið verst
úti með ökklameiðsli. Auk þeirra
hafa Wes Brown og Diego Forlan
verið tæpir vegna meiðsla.
„Við fáum nú tíu daga frí og leik-
menn fá tækifæri til að jafna sig,“
sagði Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri United, kokhraustur að leik
loknum. Þótt margir leikmenn liðs-
ins eigi við meiðsli að stríða telur
Ferguson alla von ekki úti.
„Arsenal þarf að tapa stigum og
við þurfum að skila okkar verki.
Við ætlum okkur að gera loka-
sprettinn skemmtilegan,“ sagði
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United. ■
Manchester United:
Margir leik-
menn meiddir
ALEX FERGUSON
Næstu vikur verða erfiðar fyrir knattspyrnu-
stjórann enda hefur Manchester United
ekki enn unnið titil.
HNEFALEIKAR Áður en Íslendingar
og Danir eigast við í alls átta bar-
dögum verða háðir tveir til þrír
upphitunarbardagar þar sem Ís-
lendingar keppa hvor við annan.
Eftir upphitunina eigast síðan
við í fyrsta bardaga Marta Jóns-
dóttir og danska stúlkan Rikke
Tuxen Svendsen. Viðureignin er
söguleg fyrir þær sakir að hún
telst vera sú fyrsta sem skráð er
hér á landi þar sem kona stígur
inn í hringinn. Síðan taka viður-
eignirnar við hver af annarri eft-
ir þyngdarflokkum og lokabar-
dagi kvöldsins verður á milli Ing-
ólfs Snorrasonar og Nicolaj
Thoegersen í þungavigt.
Þess má geta að um kvöldið
verða einnig háðar fyrstu opin-
beru viðureignirnar hér á landi í
bardagaíþróttunum Muay Thai og
frjálsum bardaga.
Salvar Halldór Björnsson,
framkvæmdastjóra keppninnar,
telur möguleika íslensku kepp-
endanna vera mjög góða. „Við
erum búnir að setja stefnuna á að
vinna fleiri bardaga en Danirnir
og það verður ekkert gefið eftir í
því. Við erum með stráka eins og
Valþór Valdimarsson sem hefur
keppt í Bandaríkjunum og þrír af
þessum strákum fóru með okkur
til Bandaríkjanna og kepptu þar.
Auk þess er Helgi Jakobsen búinn
að æfa hnefaleika í 8 til 9 ár. Í
þungavigt erum við með Íslands-
meistarann í karate, Ingólf
Snorrason, sem er búinn að vinna
allt sem hægt er þar. Hann var á
karatemóti um síðustu helgi og
keppir nú í boxi. Hann er virki-
lega vel þjálfaður og öflugur
strákur. Það verður mjög spenn-
andi að fylgjast með því hvernig
honum tekst að færa sig úr
karatestílnum yfir í boxið.“
Hnefaleikasamband Íslands
fékk nýverið inngöngu inn í Al-
þjóðahnefaleikasambandið og því
geta Íslendingar nú loks fengið
bardaga sína skráða á ferilskrá
og fengið þá viðurkennda. „Allir
bardagar hingað til hafa verið
sýningarbardagar og ekki farið á
ferilskrá,“ segir Salvar. „Núna
erum við komin inn í þessa al-
þjóðaboxhreyfingu og okkar
menn líta flestir frekar illa út á
blaðinu. En margir þeirra eru
búnir að keppa mikið þótt bardag-
arnir hafi ekki verið skráðir og ég
tel að okkar keppendur séu miklu
sterkari heldur en blaðið gefur til
kynna.“
freyr@frettabladid.is
Danir teknir
í bakaríið
Íslendingar mæta Dönum í hnefaleikakeppni í
Laugardalshöll annað kvöld. Síðast var keppt í
hnefaleikum hérlendis árið 1956.
VALÞÓR VALDIMARSSON
Valþór slær þungt högg á æfingu. Hann verður á meðal keppenda í kvöld. Spennandi
hlutir eru fram undan hjá íslenskum hnefaleikaköppum. Íslandsmeistaramótið í hnefaleik-
um verður haldið í haust auk þess sem verið er að skipuleggja ferð til Kúbu. Einnig hafa
Danir boðið Íslendingum að keppa á sínum heimavelli.
MARTA
Marta Jónsdóttir keppir við dönsku stúlk-
una Rikke Tuxen Svendsen.
Giancarlo Fisichella:
Vill Ítala
í stað
Schumacher
KAPPAKSTUR Giancarlo Fisichella,
sem ekur fyrir Jordan í Formúlu 1
kappakstrinum, segir ítalskan al-
menning vilja að
Ferrari vinni
keppnina með
ítalskan ökumann
undir stýri. Hann
sjálfur komi þar
sterklega til
greina.
„Núna held ég
að rétti tíminn sé
kominn fyrir Ferrari að fá til sín
ítalska ökumenn,“ sagði
Fisichella. „Þeir eiga besta bílinn,
hafa unnið þrjá meistaratitla með
Michael Schumacher, sem er frá-
bær ökumaður, en ég held að
ítalska þjóðin vilji núna sigra með
ítalskan ökumann.“ ■
SKAUTAMÆR
Japanska skautamærin Shizuka Arakawa
sýndi góð tilþrif á Grand Prix-móti sem
haldið var í St. Pétursborg í Rússlandi á
dögunum.
AP
/M
YN
D