Fréttablaðið - 07.03.2003, Page 20

Fréttablaðið - 07.03.2003, Page 20
7. mars 2003 FÖSTUDAGUR20 hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 MARS Föstudagur Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15 og sunnudag kl. 13-16. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Hver einasti hlutur í búðinni á hálfvirði - tveir fyrir einn meðan birgðir endast. Húsgögn, púðaver, rúmteppi, ljós, fatnaður, gjafavara, perlutoppar og jakkar. Gerið ótrúleg kaup Okkar árlega rýmingarsala ■ ■ FUNDIR  8.30 Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og ung- linga býður til málþings á Hótel KEA á Akureyri. Spurt verður hvort langtíma- meðferð unglinga geti skilað betri ár- angri. Einnig verður velt upp þeirri spurningu hvort verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hindri hámarksárangur í langtímameðferð.  12.00 Launajafnrétti – hvernig gengur? er yfirskrift fundar sem haldinn verður á Setrinu, Grand Hótel, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Ingólf- ur V. Gíslason, Þorgerður Einarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Hildur Jónsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir flytja fram- söguerindi.  12.00 Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Íslands, flytur erind- ið Fötlun og fullorðinshlutverk í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Fyrirlestur- inn er hluti af fyrirlestraröð um fötlunar- rannsóknir sem Uppeldis- og menntun- arfræðiskor við Félagsvísindadeild Há- skóla Íslands gengst fyrir.  20.00 Á alþjóðlegum bænadegi kvenna ætla kristnar konur á Íslandi að koma saman víða um land til að biðja fyrir konum í Líbanon. Á höfuðborgar- svæðinu er haldin samkoma í Aðvent- kirkjunni við Ingólfsstræti. ■ ■ TÓNLEIKAR  17.30 Tónlistarmaðurinn Mugison verður með tónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Að venju verða veit- ingar í boði hússins. Allir velkomnir.  21.00 Ljóðskáld og tónlistarfólk frá Kentucky og íslenskir gestir verða með hljómorðtónleika í Nýlistasafninu í kvöld og annað kvöld. Hópurinn hefur haft samstarf um árabil og kennir sig við The Viking Hillbilly Apocalypse Revue & Friends. Að þessu sinni eru í hópnum Ron Whitehead, Bragi Ólafsson, Michael og Danny Pollock, Sarah Elizabeth, In- spector 99, Frank Mezzina, LBH Krew, Thordeez og Megas. ■ ■ KVIKMYND  19.00 Á undan hljómorðtónleikun- um í Nýlistasafninu verður frumsýnd hér á landi ný heimildarmynd um beat- rithöfundinn Jack Kerouac og deilur af- komenda hans um arfleifðina. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ.  20.00 Leikfélag Mosfellsbæjar frumsýnir í kvöld Hobbitann eftir sögu Tolkiens í leikgerð og leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Jón og Hólmfríður eftir Gabor Rassov á Nýja sviði Borgarleik- hússins. Síðasta aukasýning.  20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Uppistand um jafnréttismál eftir Sigur- björgu Þrastardóttur, Guðmund Kr. Oddsson og Hallgrím Oddsson.  20.00 Íslenska óperan sýnir sjálf- an Macbeth eftir Guiseppe Verdi með Elínu Ósk Óskarsdóttur og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni í aðalhlutverkum.  20.00 Aukasýning á Sölumaður deyr eftir Arthur Miller á Stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl.  Le Sing, leiksýning og matur á Litla sviðinu í Broadway. ■ ■ SKEMMTANIR  18.45 Búdrýgindi, Írafár, Bæjarins bestu, Í svörtum fötum og Sálin hans Jóns míns eru meðal þeirra sem koma fram á Samfésballi í Kaplakrika.  23.00 Hin hressandi hljómsveit HOD mun spila á Kaffé Kulture, sem er beint á móti Þjóðleikhúsinu. Hljómsveit- ina skipa þeir Davíð Þór Jónsson á hljómborð, Helgi Sv. Helgason á tromm- ur og Ómar Guðjónsson á gítar.  24.00 Dj Jón Mýrdal og Hemmi feiti sjá um stuðið á Vídalín.  24.00 Singapore Sling og Rafgas- haus á Grandrokk.  24.00 Hljómsveitin Í svörtum föt- um skemmtir á veitingastaðnum Champions café við Gullinbrú í Grafar- vogi.  Diskódúettinn Þú og ég verður aftur í banastuði á Kringlukránni. Þau Helga og Jóhann stíga á stokk upp úr mið- nætti en hljómsveit hússins, CADILLAC, hitar upp og leikur á milli þess sem dúettinn flytur ódauðleg lög sín.  Hljómsveitin 3some spilar á Celtic Cross. Ævintýrið af HobbitanumBilbó Baggasyni er komið á fjalirnar hjá Leikfélagi Mosfells- bæjar. Frumsýning verður í kvöld í Bæjarleikhúsinu, þar sem Leik- félagið hefur haft aðstöðu undan- farin tíu ár. „Strax og þessi hugmynd kom upp, að setja upp Hobbitann, þá varð ekki aftur snúið,“ segir Gunnar Halldór Gunnarsson, for- maður Leikfélags Mosfellsbæjar. „Þetta er metnaðarfyllsta sýn- ing sem við höfum ráðist í. Við höfum alltaf fengið til liðs við okkur atvinnuleikstjóra, en núna fengum við jafnframt ljósahönn- uð og búningahönnuð þannig að allt yfirbragð sýningarinnar ein- kennist af fagmennsku. Svo feng- um við leikstjórann, Odd Bjarna Þorkelsson, til þess að gera leik- gerðina fyrir okkur.“ Með hlutverk Bilbós fer Sig- steinn Sigurbergsson, sem fyrst kom til liðs við leikfélagið í sýn- ingunni Beðið eftir Go.com síðast- liðið haust. Gandálf leikur Grétar Snær Hjartarson, sem hefur starfað með Leikfélagi Mos- fellsbæjar nánast frá upp- hafi. Gollri leikur svo Dóra Wilde, sem hefur verið viðloðandi Leik- félagið frá því 1994. Búningar og gervi taka greinilega mið af bíó- myndinni um Hringadróttinssögu. „Já, maður verður að gera það svolítið. Fólk er náttúrlega búið að sjá þessar myndir og býst við að sjá Gollri og Gandálf, dvergana, drýslana og tröllin.“ Allt þetta lið stígur ljóslifandi fram á sviðið í Bæjarleikhúsinu. Leikfélag Mosfellsbæjar var stofnað árið 1976 og hefur aldrei verið öflugra. „Það hafa náttúr- lega verið hæðir og lægðir í þessu. Við byrjuðum fyrst í Hlégarði og fengum svo fyrir tíu árum gamla áhaldahúsið hérna sem við breyttum í leikhús. Undanfarið hefur starfsemin hér orðið metn- aðarfyllri m e ð hverju árinu sem líður. Þessa helgi verðum við með fimm sýningar. Frumsýning- in á Hobbitanum er í kvöld, tvær sýningar verða á morgun á revíu sem heitir Það sem enginn veit um fólkið í Mosó og síðan á sunnu- deginum tvær sýningar á Hobbit- anum.“ gudsteinn@frettabladid.is Ígær var nýttkaffihús og bar opnað í miðbæ Reykja- víkur. Staður- inn ber nafnið 11 og er til húsa þar sem Tres Locos var áður. Boðið verður upp á þjóðlega rétti, svo sem skyr með ávöxtum og flatkökur. Á staðnum verður gott úrval af nýmöluðu kaffi úr vél og te úr pressukönnum. Á efri hæðinni verður hægt að horfa á beinar útsendingar í sjón- varpi, bæði fréttatíma og helstu tónlistarstöðvar. Einnig er þar fótboltaspil sem gestir geta leikið sér í. Á neðri hæðinni geta gestir valið sér tónlist úr djúkboxi auk þess að komast frítt í samband við Netið, annað hvort með því að mæta sjálfir með tölvu eða fá af- not af tölvu staðarins. Á staðnum er líka sérstakur „Framaveggur“ þar sem getur að líta myndir frá ýmsum tímabilum íslenskrar tónlistarsögu. Flatkökur meðnetrápinu Ég ætla að vinna alla helginaeins og geðbilaður hamstur í hringhjóli en ætla samt að ljúga því í Fréttablaðið að ég sé menn- ingarsinnaður,“ segir grafíski hönnuðurinn Þórarinn Leifsson. „Ef ég væri ekki svona andfélags- legur vinnualki myndi ég senni- lega grenja út miða á Sölumaður deyr og draga fjölskylduna upp í Borgarleikhús við hávær mót- mæli dóttur minnar sem vill nátt- úrlega miklu frekar fara í Há- skólabíó og sjá Catch Me if You Can – hún sé hvort eð er búin að sjá Rómeó og Júlíu tvisvar, allar aðrar sýningar hljóta að valda vonbrigðum í samanburði. Seinna myndi ég klofa yfir drykkjusjúka öryrkja í anddyri Grand Rokk og hlusta á Singapore Sling. Finnbogi Pétursson kemur sterkur inn í Kúlunni daginn eftir, sennilega geri ég alvöru úr því að fara að sjá verk hans. Ég myndi líka elta Jón Sæmund uppi. Hann er að sýna undir einhverjum stiga á Klapparstíg en ég hef þann dreng grunaðan um að vera geðbilaðan snilling. Svo væri fróðlegt að sjá hvað frændi minn Hrappur Magn- ússon er að bralla í Gallerí Skugga undir fyrirsögninni Það sem þú vilt sjá. Ég nenni samt ekki upp í Gerðuberg að sjá Þetta vil ég sjá hjá Ingibjörgu þó ég ætli að kjósa kerlinguna. Maður sér alveg fyrir sér hvernig hún hefur sent Alfreð, Stefán Jón og Össur af stað með trönurnar og látið þá mála Hitlerískar vatns- litamyndir í Austurstrætinu.“  Val Þórarins ÞÓRARINN LEIFSSON Þetta lístmér á! Ég er líkabúinn að sjá Sölumaður deyr og það verk lagðist ákaflega vel í mig. Flutning- urinn er lipur þó boðskapur- inn sé vægast sagt tugginn ofan í mann. Pétur Einarsson er frábær að venju,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Aukasýn- ingar eru á Sölumanninum í Borgarleikhúsinu í kvöld og ann- að kvöld. Mittmat ■ LEIKSÝNING Ævintýraheimur Tolkiens Leikfélag Mosfellsbæjar frumsýnir í kvöld Hobbitann í leikgerð Odds Bjarna Þorkelssonar. Þetta er metnaðarfyllsta sýning félagsins frá upphafi. HINN ANDSTYGGILEGI GOLLRIR Gollrir stígur ljóslifandi fram á sviðið í Mosfellsbæ ásamt Gandálfi, Bilbó Baggasyni og öðrum ævintýraverum úr heimi Tolkiens. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.