Fréttablaðið - 07.03.2003, Side 29

Fréttablaðið - 07.03.2003, Side 29
29FÖSTUDAGUR 7. mars 2003 KENNETH BRANAGH Er líklegast þekktastur í Hollywood fyrir ódrepandi Shakespeare-áhuga sinn. Kenneth Branagh: Aftur upp á svið eftir 11 ár LEIKHÚS Það er mikið líf í breska leikhúslífinu þessa dagana. Hver kvikmyndastjarnan á fætur ann- arri tekur að sér aðalhlutverk í sviðssýningum og nú ætlar breski leikarinn Kenneth Branagh að slást í þann hóp. Hann hóf leiklist- arferil sinn sem sviðsleikari en hefur ekki stigið upp á svið í 11 ár. Branagh kemur til með að leika aðalhlutverkið í leikritinu „Ed- mond“ eftir bandaríska höfundinn David Mamet. Það verður frum- sýnt í sumar og fjallar um mið- aldra mann sem missir vitið, verð- ur lostanum að bráð og fremur morð. Leikritinu er lýst sem mjög of- beldisfullu og tilfinningaþrungnu. Framleiðendur þess segjast von- ast eftir sterkum viðbrögðum áhorfenda. ■ Undanúrslit Morfís: Með og á móti Íslend- ingum SKÓLI Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mæt- ast í undanúrslitum Morfís, mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna, í kvöld. Umræðu- efni kvöldsins er Íslendingar og eru MR-ingar með en Garðbæing- ar á móti. MR sigraði Fjölbraut Ármúla í átta liða úrslitum. FG átti að mæta Flensborg en Hafnarfjarðarliðið gaf viðureignina. Keppnin í kvöld verður í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hefst klukkan 20. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.