Fréttablaðið - 07.03.2003, Síða 30
JARÐARFARIR
13.30 Elín Elíasdóttir frá Melstað,
Höfðagrund 11, Akranesi, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju.
13.30 Guðrún Ágústsdóttir frá Baldurs-
haga, Vestmannaeyjum, Dalbraut
20, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Áskirkju.
13.30 Halldór Guðmundsson, pípu-
lagningameistari, Þangbakka 8,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju.
13.30 Logi Ásgeirsson verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu.
13.30 Ragnar Guðmundsson, Dalbraut
21, áður Bogahlíð 10, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju.
14.00 Elísabet Þórhallsdóttir verður
jarðsungin frá Útskálakirkju, Garði.
14.00 Jóhanna Friðriksdóttir, Kirkjuvegi
11, Keflavík, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju.
14.00 Kristján Sigurðsson, Háholti 18,
Akranesi, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju.
Hann er góðurfélagi, annars
hefðum við varla
arkað sama ævi-
veginn í 40 ár,“
segir Kristín Hall-
dórsdóttir, fram-
k v æ m d a s t j ó r i
þingflokks Vinstri
grænna, um eiginmann sinn,
Jónas Kristjánsson ritstjóra.
„Hann er einn besti penni lands-
ins, úrræðagóður og klár.
Skemmtilegur viðræðu og góður
kokkur. Sjálfur lýsir hann sér
gjarnan svo að hann sé hvers
manns hugljúfi. Það sýnir góðan
húmor. Lífið með honum hefur
ekki verið nein lognmolla og ég er
fegin því,“ segir Kristín, harla
ánægð með sitt. ■
30 7. mars 2003 FÖSTUDAGUR
MAÐURINN MINN AFMÆLI
HÁSETI „Nú er ég háseti um borð í
Stíganda VE. Það er eins og að
vera á fjögurra stjörnu hóteli.
Svaka pláss. Á flestum þeirra
skipa sem ég hef verið á á minni
sjómannstíð hefur fiski verið
hent, en á Stíganda er allt hirt.
Það er alltaf siglt og selt í Þýska-
landi þar sem er greitt fyrir allt.
Vistvænasta skip sem ég hef ver-
ið á,“ segir Kolbeinn Hlynur Tóm-
asson, fyrrverandi stýrimaður á
Báru ÍS, sem nýlega var sýknaður
í frægu brottkastsmáli.
Kolbeinn er nýlega fluttur til
Eyja þar sem meiri von er um
pláss en á Þorlákshöfn. Hann er
Selfyssingur, á fjögur systkini,
sonur Tómasar Jónssonar, fyrrum
aðstoðaryfirlögregluþjóns á Sel-
fossi, frá Þóroddsstöðum í Ölfusi,
sem nýverið hætti eftir um 50 ára
starf hjá Löggunni. Móðir Kol-
beins er Guðrún Daníelsdóttir,
ættuð frá Þórshöfn á Langanesi.
„Já, svo er ég Þingeyingur, maður
lifandi. Þú verður að treysta því
varlega sem ég segi.“
Kolbeinn segist hafa verið of
mikill pörupiltur svo ekki kom til
greina að feta í fótspor föður
síns. Hann hefur alltaf verið sjó-
maður þó svo að sökum bíladellu
hafi sig langað að læra bifvéla-
virkjun. „En meðan maður er
sæmilega sáttur við það sem
maður hefur er köllunin til breyt-
inga ekki mikil.“
Kolbeinn Hlynur er 35 ára og á
12 ára gamlan son. „En ég er frír
og frjáls. Kemst ég ekki hátt á
lista yfir eftirsóttustu pipar-
sveina landsins eftir að þetta birt-
ist?“ Blaðamaður tekur undir það
þar til áhugamálin koma til tals.
„Mín helstu áhugamál eru enska
knattspyrnan, mótorsport og svo
hef ég gaman að boxi – góðum
bardögum, en leiðist hnoð. Annars
er ég sófasérfræðingur í flestum
íþróttum. Ég æfði flestallar
íþróttagreinar sem kenndar voru
þegar ég var yngri og hef prófað
allt nema júdó og lyftingar.“ ■
Kolbeinn Hlynur Tómasson var nýlega
sýknaður í frægu brottkastsmáli sem
fyrrum stýrimaður á Báru ÍS 364.
Persónan
Vistvænasta skipið og á við **** hótel
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
KOLBEINN HLYNUR TÓMASSON
Var of mikill pörupiltur til að til greina
kæmi að hann fetaði í fótspor föður síns,
sem var að hætta í Löggunni eftir um 50
ára starf þar.
Er siðferðilega rétt að hagnast ámistökum annarra?“ spurði
Jónas séra Pálma einlægur á svip.
„Nei, sannarlega ekki,“ svaraði
séra Pálmi hneykslaður.
„Þá var ég að spekúlera hvort
ég gæti ekki fengið endurgreidd-
ar þessar 50 þúsund krónur sem
þú tókst í þóknun fyrir hjónavígsl-
una í fyrra.“ ■
Þórarinn Guðnason.
10%.
Guðrún Gísladóttir.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Árni
Johnsen hefur enn ekki látið skipta um
læsingar á Kvíabryggju.
Leiðrétting
1.
2.
3.
TÍMAMÓT
50 ÁRA „Það getur verið að afmæl-
isdagurinn sé ástæðan fyrir því að
Eiríkur í Listasafni Reykjavíkur
úthlutaði mér þessum sýningar-
tíma,“ segir Helgi Þorgils Frið-
jónsson myndlistarmaður. „En ég
hugsaði ekkert út í það.“ Hann
segist ekki geta neitað því að hann
sé nokkuð ánægður með þessa
tímasetningu, því nú geti hann
slegið saman afmælisveislu og
opnun.
Á sýningunni á Kjarvalsstöð-
um, sem er einkasýning, gefur að
líta verk sem Helgi hefur unnið á
síðastliðnum þremur árum. Í
þeim er hann trúr fígúratívri
myndlist sinni, þótt vissulega
megi alltaf greina breytingar.
Megnið af þeim stóru verkum
sem Helgi hefur málað undanfar-
ið verða til sýnis. Helgi segist
aldrei ná að mála fleiri en tvö stór
málverk á ári. „Þetta tekur tíma,“
segir hann. „En ég reyni að vinna
jafnt og þétt.“
Helgi er stofnandi og umsjón-
armaður Gallerí Gangs og hefur
rekið það af miklum krafti í
fjöldamörg ár. En af hverju er
þessu áhugi á því að reka gallerí,
samhliða listsköpuninni? „Mér
hefur fundist það vera nauðsyn-
legt í þessu samfélagi,“ svarar
Helgi. „Ég legg áherslu á að fá er-
lenda jafnaldra til þess að koma
og sýna, þannig að fólk geti
kynnst verkum þeirra af eigin
raun en lesi ekki bara um þau í
Flash Art eða annars staðar.“
Helgi Þorgils er nokkuð sáttur
við samtímann hvað myndlist
varðar og telur ungt myndlistar-
fólk á Íslandi hafa sýnt mikinn
kraft að undanförnu. „En mér
finnst þó vanta meira rými fyrir
ungt fólk, svo það sé hægt að hafa
meira fjör,“ segir Helgi. „Það þarf
að skapa meira andrými fyrir ein-
hvers konar klikkun og leik.“
Helgi var talsvert í fréttum
fyrir nokkrum árum þegar mynd
eftir hann, af nöktum karlmanni,
var fjarlægð úr Ráðhúsinu að
beiðni starfsmanna. Hann segir
að sér sé yfirleitt sama um hvað
fólki finnist um verk sín, en þó
hafi hann orðið dálítið hissa á
þessari umræðu. „Ég varð svolítið
hissa á því að myndin skyldi ekki
fá fólk til þess að líta meira í eig-
in rann,“ segir Helgi. „Ég vonast
alltaf til að áhorfandinn skoði
sjálfan sig og viðhorf sín þegar
hann skoðar myndirnar mínar.“
En hvar staðsetur hann sjálfan
sig, út frá menningarlegum sjón-
arhóli? „Ég myndi segja að ég
væri íhaldssamur anarkisti,“ seg-
ir Helgi. „Ég notast við hefðir, en
ég nota þær á minn hátt.“
gs@frettabladid.is
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON
Afmælisbarnið opnar sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum í dag. Hann var í óða
önn að hengja upp verkin þegar ljósmyndara bar að.
Íhaldssamur
anarkisti
Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á
verkum sínum á Kjarvalsstöðum í dag og held-
ur upp á fimmtudagsafmælið sitt í leiðinni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M