Fréttablaðið - 07.03.2003, Page 32

Fréttablaðið - 07.03.2003, Page 32
Þeir mega eiga það hjá Baugi aðþeir kunna að grínast. Það orkar kannski tvímælis að gantast með að fólki sé mútað, en það er óneitanlega meinfyndið að taka upp á því um há- vetur að auglýsa vínber (steinlaus) á 199 krónur kílóið eins og Bónus gerði í fyrradag á heilsíðu hérna í Fréttablaðinu. Maður vonar að þessi létta lund endist sem allralengst, jafnvel svo lengi að maður eigi eftir að lifa það að sjá venjulega matvöru á verði sem er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. MANNI er annars yfirleitt ekki hlátur í hug þegar verðlag á Íslandi er annars vegar. Það er flestum hulin ráðgáta hvernig stendur á því að vörur sem eru fluttar til Íslands skuli þurfa að vera mun dýrari held- ur en annars staðar. Til dæmis í Sádí- Arabíu þar sem allur varningur er innfluttur, meira að segja pússning- arsandur, er vöruverð ekki nema brot af því sem hér tíðkast, og ekki er það vegna þess að Sádí-Arabía sé meira miðsvæðis í veröldinni heldur en Ísland. DÝRTÍÐIN hérna er yfirleitt út- skýrð með því að tollar og flutnings- kostnaður eigi sökina, rétt eins hvorttveggja sé náttúrulögmál. En til að mynda himinháir vextir stafa tæplega af því að bankar þurfi að greiða tolla og flutningskostnað af peningaseðlum. SVO VIRÐIST sem íslenskir stjórnmálamenn hafi umturnast við að sjá annan þáttinn í kvikmyndaröð- inni um Hringadróttinssögu því að pólitíkin virðist þessa stundina ekki ganga út á annað en dularfullt „tveg- gja turna tal“ sem innvígðir segja að snúist um viðskiptalíf samkvæmt ákveðnum leikreglum án formlegra eða óformlegra afskipta stjórnmála- manna. Það er kannski tilviljun en orðið „Baugur“ merkir „Hringur“ og því þykir mörgum spennandi að fylgjast með átökum seiðskrattanna Sárons og Sarúmans upp úr Hringa- dróttinssögu. En meira spennandi verður þó sjá hvort Halldór Ás. kem- ur ekki öllum á óvart þegar átökin standa sem hæst og stígur fram í hlutverki Fróða hins friðsama hobb- ita og leiðir föruneyti Hringsins til farsælla endalykta. Vér Framsóknar- menn erum nefnilega hinir íslensku hobbitar. Það er nefnilega ekki öll Hringavitleysan eins. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Auðhringa- dróttinssaga Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.