Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 2
2 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR
Þó ég hafi nú gaman af bombum
þá held ég að þessar séu mér of-
viða. Kveikjuþráðurinn á þeim
er of stuttur.
Örn Árnason leikari er þekktur sprengjuáhuga-
maður og skýtur alla jafna upp miklu magni af
rakettum á gamlárskvöld.
Spurningdagsins
Örn, væri ekki gaman að vera í
Bagdad núna?
Kaup Kaupþings í VÍS:
Vangaveltur
um samruna
VIÐSKIPTI Hræringar á eignarhaldi
innan S-hópsins halda áfram.
Kaupþing hefur keypt allan eign-
arhlut olíufélagsins Kers í Vá-
tryggingafélagi Íslands. Áður
hafði VÍS selt allan hlut sinn í
Keri. Þar með eru öll eignatengsl
þessara fyrirtækja rofin. Saman
eru þau kaupendur að hlut ríkis-
ins í Búnaðarbankanum. Ólafur
Ólafsson forstjóri Samskipa segir
þessi viðskipti sprottin af því að
Ker vilji einbeita sér að kjarna-
starfsemi. Finnur Ingólfsson for-
stjóri VÍS tekur í sama streng.
„Viðskiptin eru hluti af þeirri
stefnumörkun okkar að VÍS ein-
beiti sér að trygginga- og fjár-
málastarfsemi. ■
Starfsmenn
Löggildingarstofu:
Ekki með
í leðjuslag
STJÓRNSÝSLA Starfsmenn Löggild-
ingarstofu ætla ekki að blanda sér
í umræður um meinta bókhalds-
og fjármálaóreiðu innan stofnun-
arinnar. Þetta var ákveðið á fundi
starfsmannanna sem efnt var til á
miðvikudag.
„Það var engin ályktun sam-
þykkt á þessum fundi. Það var
hins vegar ákveðið að starfsmenn
hefðu sig hljóða og héldu sig til
hlés,“ segir starfsmaður Löggild-
ingarstofu. Starfsmaðurinn sagði
að fyrir fundinn á miðvikudag
hefði verið „greinileg bullandi
óánægja“ meðal starfsmannanna.
Það sem fer hvað mest fyrir
brjóst starfsmannanna munu vera
ummæli Gylfa Gauts Péturssonar
forstjóra í skýrslu til iðnaðarráð-
herra um að fyrrverandi skrif-
stofustjóri hafi keypt sér vinsæld-
ir annarra starfsmanna með alls
kyns tækjum til einkanota. ■
MÓTMÆLI „Þeir komu hér bara í
skjóli... jahh, einskis, löbbuðu hér
að, skvettu og forðuðu sér svo.
Við vitum ekki hverjir voru hér
að verki en hér eru eftirlits-
myndavélar og við munum reyna
að upplýsa málið,“ segir Geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn.
Klukkan 16:45, skömmu áður
en fjölmennur mótmælafundur
hófst á Lækjartorgi, var rauðri
málningu slett á Stjórnarráðið og
fór það ekki framhjá þeim sem
þarna voru mættir. Var öll fram-
hlið hússins útbíuð í rauðum
slettum og var ekki sjón að sjá.
Lögreglan kallaði samstundis til
Slökkviliðið, sem mætti fljótlega
á staðinn og spúlaði málninguna í
burtu.
„Þetta eru duglegar slettur,“
segir Björn Björnsson stöðvar-
stjóri, sem ekki hefur lent í því
áður að þurfa að hreinsa máln-
ingu af stjórnarráðinu. „Mjög lík-
lega er þetta olíumálning og
munum við setja á þetta leysiefni
fyrst og spúla svo af.“
Geir Jón vonar að þetta teng-
ist ekki mótmælunum á Lækjar-
torgi. „Ég veit að þar er friðsamt
fólk sem stendur að friðsömum
mótmælum en hér eru augljós-
lega einhverjir ófriðarseggir á
ferðinni.“
Fljótlega eftir að slökkviliðið
mætti á svæðið kom hópur af
ungmennum sem höfðu makað
andlit sín og föt rauðri málningu
einnig. Þau lögðust á steinvegg-
inn og tröppurnar fyrir framan
Stjórnarráðið og minntu þannig á
fórnarlömb styrjaldar. Var þessi
uppstilling mjög myndræn og
var þar á ferð hópur úr Listahá-
skóla Íslands. Er ekkert um það
vitað hvort þessir atburðir tengj-
ast og amaðist lögreglan ekki við
þessum mótmælum ungmenn-
anna. ■
Innrás í Írak/mótmæli
Málningu slett á Stjórnarráðið
Innrás í Írak/Bandaríkin:
Olían ræður
ekki árás
ÍRAK Bandaríkjastjórn hyggst ekki
hertaka Írak eða leggja olíulindir
landsins undir sig, heldur frelsa
landið undan oki
einræðisherrans
Saddams Hussein.
„ O l í u l i n d i r
Íraks eru eign allr-
ar írösku þjóðar-
innar,“ sagði
James Irvin
Gadsden, sendi-
herra Bandaríkj-
anna á Íslandi, á
blaðamannafundi
sem hann boðaði til
í gær. Á fundinum
tilkynnti hann að
ríkisstjórn Banda-
ríkjanna hefði með stuðningi 34
annarra landa hafið innrás í Írak.
„Það efast enginn um það að
Írakar hafa ekki staðið við skuld-
bindingar sínar um afvopnun en
spurningin er hins vegar hvernig
taka eigi á því. Það eru margir sem
eru ekki sammála okkar stefnu en
við trúum því að tólf ára bið sé
nægilega löng. Áhættan sem fylgir
því að gera ekki neitt er mun
meiri.“ ■
Minni hagvöxtur:
Vaxtalækk-
un líkleg
EFNAHAGSMÁL Meiri samdráttur er í
íslensku efnahagslífi en áður var
talið. Samkvæmt bráðabirgðatölum
um hagvöxt síðasta árs frá Hag-
stofunni var 0,5 prósent samdráttur
landsframleiðslu á síðasta ári. Spáð
hafði verið lítilsháttar hagvexti.
Endurskoðaðar tölur fyrir árið 2001
sýna minni hagvöxt en fyrri tölur.
Hagvöxtur ársins 2001 var 2,9 pró-
sent, sem er hálfu prósenti minna
en áður var talið. Búnaðarbankinn
bendir á að ofmat hagvaxtarins
kunni að leiða til að vextir Seðla-
bankans verði lækkaðir í dag. ■
JAMES IRVIN
GADSDEN
„Það eru margir
sem eru ekki
sammála okkar
stefnu en við trú-
um því að tólf ára
bið sé nægilega
löng.“
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn
Vestmannaeyja fundaði í gær um
þá viðkvæmu stöðu sem upp er
komin innan meirihluta Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks. Meirihlutasamstarfið hef-
ur undanfarna daga hangið á blá-
þræði í framhaldi þess að vinnu-
hópur um bættar samgöngur
milli lands og eyja skilaði áliti.
Þar er lögð áhersla á að meginá-
hersla verði lögð á rannsóknir á
ferjulægi í Bakkafjöru en hug-
myndir um nýja ferju eru slegnar
af.
Andrés Sigmundsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokks, er
mjög ósáttur við
að hugmynd um
hraðskreiðari
ferju skuli vera
komin út af
borðinu en hann
hefur barist
ákaft fyrir því
máli. Framsóknarmenn hafa
ályktað um að niðurstöðum
starfshópsins um samgöngumál
verði hent og nýr starfshópur
skipaður. Þá herma heimildir
Fréttablaðsins að Andrés hafi
áhyggjur af málum sem snúa að
Þróunarfélaginu í Eyjum þar sem
miklir fjármunir töpuðust og bók-
haldsgögn finnast ekki. Það mál
er nú til meðferðar hjá félags-
málaráðuneytinu en Guðjón Hjör-
leifsson, fyrrverandi bæjarstjóri
og núverandi oddviti sjálfstæðis-
manna, hefur átt nokkuð í vök að
verjast vegna þess máls. Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
hefur í krafti síns ráðherradóms
reynt að bera klæði á vopnin. Þá
er komið upp enn eitt vandamálið
í samstarfinu en það snýr að fyr-
irtækinu Íslenskum matvælum,
sem keypt var til Vestmannaeyja
fyrir nær tveimur árum í nafni
Eignarhaldsfélags Vestmanna-
eyja. Nú eru blikur á lofti í rek-
stri Íslenskra matvæla þar sem
vinna hefur legið niðri í nokkra
daga vegna gríðarlegra rekstar-
erfiðleika. Fyrirtækið er fram-
kvæmdastjóralaust og 13 starfs-
menn í Eyjum voru sendir heim í
seinustu viku. Þorsteinn Sverris-
son stjórnarformaður staðfesti að
unnið væri að því að finna leið til
að bjarga fyrirtækinu, sem lent
hefði í erfiðleikum vegna stöðu
krónunnar og erfiðleika í laxeldi
sem hefðu haft þær afleiðingar að
fyrirtækið hefði þurft að kaupa
allan lax til vinnslu frá útlöndum.
„Við erum að leita leiða til að
bjarga félaginu,“ segir Þorsteinn.
Talið er að Vestmannaeyjabær
tapi tugmilljónum króna að sam-
anlögðu ef allt fer sem horfir.
Framsóknarmenn heimta skýr-
ingar á stöðu mála, sem þeir telja
vera að miklu leyti á ábyrgð
Sjálfstæðismanna, sem hafi farið
með stjórn mála á síðasta kjör-
tímabili.
Sjálfstæðisflokkur og Vest-
mannaeyjalisti eiga sína þrjá
fulltrúana hvor og fari svo að
Framsóknarmaðurinn slíti sam-
starfinu liggur beint við að hann
taki upp samstarf við Vest-
mannaeyjalista Samfylkingar og
Vinstri grænna.
rt@frettabladid.is
STURLA BÖÐVARSSON
Meirihluti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum klofnaði í afstöðu til tillögu samgönguráðherra.
Bæjarstjórn
er að klofna
Bæjarfulltrúi Framsóknar í Vestmannaeyjum rís gegn samstarfsaðilum í
meirihluta. Krefst skýringa á samgöngumálum og yfirvofandi stórtapi
bæjarsjóðs vegna Íslenskra matvæla og Þróunarfélagsins.
„Við erum
að leita leiða
til að bjarga
félaginu.
STJÓRNARRÁÐIÐ HREINSAÐ
Slökkviliðið vann hörðum höndum að því
að hreinsa málninguna af í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Nýtt afl í stjórnmálum:
Gegn sérhagsmunum
STJÓRNMÁLASAMTÖK Nýtt afl, hóp-
ur sem berst fyrir umbótum í
stjórnsýslu landsins, hélt al-
mennan borgarafund í gær. Yf-
irskrift fundarins var: Gegn sér-
hagsmunum og skattpíningu.
Hópurinn telur stjórnvöld hafa
vanrækt ýmsa mikilvæga þætti
samfélagsins sem stuðla að rétt-
læti. Meðal þess sem hópurinn
leggur áherslu á er að stjórn-
völd gæti hagsmuna almennings
og komi í veg fyrir að sérhags-
munahópar sölsi undir sig verð-
mæti sem þjóðin á.
Forsprakkar hópsins eru þeir
Jón Magnússon lögmaður og
Guðmundur G. Þórarinsson
verkfræðingur. Þeir hafa ekki
viljað útiloka að hópurinn bjóði
fram til Alþingis. ■
GAGNRÝNA VANRÆKSLU STJÓRNVALDA
Nýtt afl hélt almennan borgarafund á Grand Hótel í gærkvöldi. Hópurinn
telur stjórnvöld hafa vanrækt hagsmuni almennings.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T