Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 18
KÖRFUBOLTI Grindavík tekur á móti
Tindastóli á morgun í fyrri undan-
úrslitaleiknum, en þrjá sigra þarf
til að komast í úrslit keppninnar.
Eggert telur að Grindvíkingar
fari með sigur af hólmi í viðureign-
um liðanna þó svo að þeir gætu lent
í talsverðum erfiðleikum.
„Grindavík er með vel mannað
lið í hverri stöðu og nokkuð heil-
steyptan hóp. Þeir eru bæði með
góða blöndu af reyndum mönnum
og nokkra í yngri kantinum sem
hafa verið að spila vel fyrir þá. Það
ætti að fleyta þeim í gegnum
þetta.“
Að sögn Eggerts eru meiri
gloppur í liði Tindastóls. „Þeir
sýndu samt mikinn styrk með því
að vinna Haukana. Þeirra veikustu
partar eru því ekki eins veikir og
maður hélt. Stólarnir treysta mikið
á Kristin Friðriksson, Clifton Cook
og Michail Antropov, sem eru
þeirra lykilmenn. Ef þeir eru stopp-
aðir ertu langt kominn með að
stöðva liðið. Minni spámenn verða
að stíga þarna upp ef Stólarnir ætla
að komast í gegnum þetta. Margir
þeirra eru að keppa í fyrsta sinn
sem lykilmenn og það gæti reynst
þeim erfitt,“ segir Eggert. „Ég spái
Grindvíkingum sigri, 3:1. Tinda-
stóll nær að stela einum sigri fyrir
norðan en Grindavík vinnur heima-
leikina.“
Eggert á erfiðara með að spá
fyrir um úrslitin í viðureignum
Suðurnesjaliðanna Keflavíkur og
núverandi Íslandsmeistara Njarð-
víkur. „Ég held að þessi rimma fari
í fimm leiki. Þarna getur allt gerst.
Njarðvíkingar eru búnir að vinna
Keflavík tvisvar í deildinni í vetur,
en Keflvíkingar unnu þá tæpt í bik-
arnum.“
Eggert telur að Edmund
Sandler, leikmaður Keflavíkur, eigi
eftir að reynast þeim vel í barátt-
unni við stóru mennina hjá Njarð-
vík undir körfunni. Samt sem áður
spáir hann Njarðvíkingum 3:2 sigri
í viðureignunum. „Ég byggi það á
því að Njarðvíkingar hafa yfirburði
í teignum og það á eftir að fleyta
þeim í gegn í svona langri seríu. Á
móti kemur að ef skytturnar í
Keflavík fá að leika lausum hala
gætu Keflvíkingar orðið erfiðir.
Þetta verður hnífjafnt og það kæmi
mér ekki á óvart að sigurvegarinn á
Íslandsmótinu kæmi úr þessum
viðureignum.“
freyr@frettabladid.is
FÓTBOLTI Í dag verður dregið í átta
liða úrslit Meistaradeildar Evr-
ópu. Í hattinum verða þrjú ítölsk
félög, þrjú spænsk, eitt enskt og
eitt hollenskt.
Barcelona, Valencia, AC Milan
og Manchester United, sem sigr-
uðu í milliriðlunum, mætast ekki í
átta liða úrslitum. Þau leika gegn
einhverju félaganna sem varð í 2.
sæti riðlanna, Internazionale,
Ajax, Real Madrid og Juventus.
Félög sem voru í sama milliriðli
mætast ekki að nýju í átta liða úr-
slitum.
Fram undan eru aðeins stór-
leikir, sama hvernig örlögin raða
félögunum saman í dag. Samt sem
áður eru nokkrir möguleikar
áhugaverðari en aðrir. Real Ma-
drid gæti t.d. fengið Barcelona en
Real sló Katalóníumennina út í
undanúrslitum í fyrra. Barcelona
gæti einnig fengið Ajax en Ronald
Koeman, þjálfari hollenska fé-
lagsins, skoraði markið sem færði
Barcelona Evrópumeistaratitilinn
árið 1992.
Barátta Mílanófélaganna á sér
langa sögu en þau hafa aldrei mæst
í Evrópukeppni. Það gæti orðið af
því nú. Félög frá sömu borg hafa
heldur aldrei mæst á þessu stigi
Meistaradeildarinnar. ■
18 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR
LEIÐIN Í UNDANÚRSLIT
Grindavík vann Hamar 2:1
Tindastóll vann Hauka 2:1
Keflavík vann ÍR 2:1
Njarðvík vann KR 2:0
VIÐUREIGNIR Í UNDANÚRSLITUM
Grindavík-Tindastóll
Keflavík-Njarðvík
TAKAST Í HENDUR
Ökuþórarnir Rubens Barrichello, liðsmaður
Ferrari, og Juan Pablo Montoya, liðsmaður
Williams, takast í hendur á blaðamanna-
fundi vegna annars kappaksturs tímabils-
ins í Formúlu 1 sem háður verður í
Malasíu um helgina. Montoya varð annar í
síðasta kappakstri í Ástralíu en Barrichello
féll snemma úr leik.
hvað?hvar?hvenær?
18 19 20 21 22 23 24
MARS
Föstudagur
HANDBOLTI Íslendingar leika gegn
Þjóðverjum í Max Schmeling-
íþróttahöllinni í Berlin á morgun.
Þjóðirnar mættust síðast á
Heimsmeistaramótinu í Portúgal
í febrúar og sigruðu Þjóðverjar
34-29. Þjóðverjar léku til úrslita á
mótinu en Íslendingar urðu í 7.
sæti.
Tveir nýliðar eru í landsliðs-
hópi Guðmundar Guðmunds-
sonar. Ásgeir Örn Hallgrímsson
og Jaliesky Garcia, sem fékk ís-
lenskan ríkiborgararétt í vik-
unni, þreyta frumraun sína með
landsliðinu í Berlín en Logi
Geirsson og Gylfi Gylfason koma
inn í hópinn að nýju. Dagur Sig-
urðsson, Gústaf Bjarnason, Heið-
mar Felixson, Gunnar Berg Vikt-
orsson og Sigurður Bjarnason
verða hins vegar ekki með en
þeir léku allir á HM.
Þjóðverjar tefla einnig fram
breyttum hópi frá heimsmeist-
aramótinu og leika Volker Zerbe,
Heiko Grimm og Mark Drag-
unski ekki gegn Íslandi.
Leikurinn verður 56. viður-
eign þjóðanna. Þjóðverjar hafa
sigrað í 34 leikjum, Íslendingar í
17 leikjum en fjórum hefur lokið
með jafntefli. Markatalan er
1129:937 Þjóðverjum í hag. ■
AP
/M
YN
D
5.50 Sjónvarpið
Formúla 1. Bein útsending frá tímatöku
fyrir kappaksturinn í Malasíu. Umsjón:
Gunnlaugur Rögnvaldsson.
18.00 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um helstu
íþróttaviðburði heima og erlendis.
18.30 Sýn
Football Week UK. Nýjustu fréttirnar úr
enska boltanum.
19.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
18.30 Egilshöll
Fylkir og FH eigast við í deildarbikar-
keppni karla í fótbolta.
19.15 Njarðvík
Njarðvík tekur á móti nágrönnum sín-
um í Keflavík í úrslitakeppni 1. deildar
kvenna í körfubolta. Keflavík vann fyrsta
leik liðanna í fyrrakvöld.
20.30 Egilshöll
KR-ingar mæta Þórsurum í deildarbik-
arkeppni karla í fótbolta.
BARCELONA
Barcelona gæti dregist gegn Real Madrid í
átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu:
Dregið í dag í átta liða úrslit
JALIESKY GARCIA
Jaliesky Garcia er annar nýlið-
anna í landsliðinu sem mætir
Þjóðverjum.
ÍSLENSKA LIÐIÐ
Markmenn:
Guðmundur Hrafnkelsson Conversano
Roland Eradze Valur
Horna- og línumenn:
Guðjón Valur Sigurðsson TUSEM Essen
Logi Geirsson FH
Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim
Gylfi Gylfason Wilhelmshavener HV
Sigfús Sigurðsson SC Magdeburg
Róbert Sighvatsson HSG Wetzlar
Útileikmenn:
Patrekur Jóhannesson TUSEM Essen
Rúnar Sigtryggsson Ciudad Real
Aron Kristjánsson Haukar
Snorri Steinn Guðjónsson Valur
Ólafur Stefánsson SC Magdeburg
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar
Jaliesky Garcia HK
A-landsliðið karla í handbolta:
Leikið gegn
Þjóðverjum í Berlín
NJARÐVÍK
Páll Kristinsson, leikmaður Njarðvíkur,
hrifsar til sín frákast gegn KR. Njarðvíkingar
sækja Keflvíkinga heim klukkan 19.15 á
sunnudagskvöld. Grindavík tekur á móti
Tindastóli klukkan 16.00 á morgun.
EGGERT
Eggert Garðarsson er þjálfari ÍR-inga, sem
voru slegnir út í 8 liða úrslitum af Keflvík-
ingum.
Verða Njarðvíkingar
Íslandsmeistarar?
Undanúrslit í Intersport-deild karla í körfubolta hefjast um helgina. Eggert Garðarsson,
þjálfari ÍR, spáir Grindvíkingum sigri í rimmum sínum við Tindastól og Njarðvíkingum
sigri gegn nágrönnum sínum úr Keflavík.