Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 10
10 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR
EINKANEYSLA Á ÍSLANDI
Í MILLJÓNUM KRÓNA
Á FÖSTU VERÐLAGI
1997 237.489
1998 261.571
1999 280.671
2000 291.786
2001 283.004
2002 279.704
Heimild: Hagstofa Íslands
Svona erum við
HEILBRIGÐISMÁL „Neyðarteymi á að
vinna að því sem ekki þolir bið,“
segir Gísli Baldursson, sérfræð-
ingur á Barna og unglingageð-
deild Landspítala.
Hann segir teymið eiga að taka
á bráðasta vanda þeirra barna
sem bíða eftir plássi. Það verði
gert með því að aðstoða foreldr-
ana og börnin á allan þann hátt
sem mögulegt er til að biðin verði
ekki eins erfið. „Um mánaðamót-
in á nefndin sem skipuð var til að
vinna að þessum vanda að skila
áliti sínu og við erum bjartsýn á
að sú vinna beri tilskildan árang-
ur. Það er vissulega sama ástand-
ið á deildinni en vonin um að
breytinga sé að vænta gerir vinn-
una léttbærari,“ segir Gísli en
biðlistar eru enn mjög langir.
Ólafur Snorrason, faðir
tveggja drengja sem báðir hafa
dvalist á Barnageðdeildinni við
Dalbraut, segir að svo merkilegt
sem það megi teljast þá sé tíminn
á meðan beðið sé eftir greiningu
erfiðastur. „Um leið og drengirnir
okkar fengu greiningu og voru
komnir inn í þetta kerfi varð allt
mun léttara. Þá var hægara að fá
þá þjónustu sem þeir þurftu. Báð-
ir hafa þeir verið viðloðandi deild-
ina og fengið mikla hjálp. Erfið-
asti tíminn er að baki og nú stund-
ar annar sonur okkar nám við Iðn-
skólann en hinn er í Dalbrautar-
skóla,“ segir Ólafur.
Hann segir að vandinn felist
ekki einvörðungu í því að biðlistar
eftir greiningu og innlögn séu
langir því skortur á úrræðum eft-
ir dvöl sé að sama skapi fyrir
hendi.
BARNA- OG UNGLINGAGEÐ-
DEILDIN DALBRAUT
Biðin eftir breytingum og von
um að biðlistar fari að grynnka
gera bæði foreldrum og starfs-
fólki biðina léttari.
Barna- og unglingageðdeild:
Bjartsýni gerir biðina léttbærari
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórnin á
Höfn í Hornafirði ætlar að koma
upp svokölluðu Jöklasetri, eins
konar fræða- og ferðamannasafni.
Samkvæmt hugmyndum sem
fram koma í fundargerð starfshóps
um safnið verður árlegur gesta-
fjöldi 15 þúsund eftir fimm ára
starfsemi. Á næstu tíu árum þar á
eftir á aðsóknin að aukast í 30 þús-
und gesti. Hugmyndin er að hver
þessara gesta greiði 500 króna að-
gangseyri.
Starfshópurinn segir áhyggju-
efni hvernig safnið muni lifa af
fjárhagslega það undirbúnings-
tímabil sem þarf vegna stofnunar
hlutafélags að sjálfeignarstofnun
utan um Jöklasetrið.
Þá þurfi að færa rök fyrir stað-
setningu safnsins á Höfn og finna
tengingu við Vatnajökulsþjóð-
garð. Jöklasetrið þurfi að vera
hluti stjórnsýslunnar varðandi
þjóðgarðinn og fá tekjur vegna
þess.
Að mati starfshópsins er óraun-
hæft að safnið „skili arði til að
byrja með“ en ef svo verði renni
það til uppbyggingar safnsins.
Á síðasta fundi starfshópsins
var samþykkt að taka þriggja milj-
óna króna tilboði í smíði tveggja
líkana; af Íslandi og af Vatnajökli.
Athuga á með frekari útfærslu á
þeim síðar. ■
HORNAFJÖRÐUR
Heimamenn á Hornafirði undirbúa nú
700 til 1000 fermetra jöklasafn sem þeir
hyggjast koma á fót.
Bæjarstjórn Hafnar með nýtt safn í burðarliðnum:
Vilja Jöklasetur á Hornafirði
BÓKHALD FLOKKANNA „Það skýtur
auðvitað skökku við að þeir sem
hafa verið að ýja að óeðlilegum
tengslum Reykjavíkurlistans við
menn eins og til dæmis Jón Ólafs-
son séu andstæðingar þess að fjár-
reiður allra stjórn-
málaflokkanna séu
opnaðar,“ segir
Össur Skarphéð-
insson, formaður
Samfylkingarinn-
ar. Hann segir slík
tengsl ekki eiga við
rök að styðjast, en
besta leiðin til að
útiloka slíkt sé að
setja lög um fjár-
reiður stjórnmála-
flokka. Össur hef-
ur ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur
lagt fram frumvarp á Alþingi um
að bókhald stjórnmálaflokka verði
opnað. „Jóhanna Sigurðardóttir
hefur ásamt mér og fleiri þing-
mönnum jafnaðarmanna lagt fram
slíkt frumvarp undanfarin sjö ár.
Jafnoft hefur slíkt frumvarp verið
svæft svefninum langa af þeim
sem hafa meirihluta á Alþingi.“
Pétur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir laga-
setningu um fjárreiður flokkanna
ekki leysa neinn vanda. „Við sáum
það í Þýskalandi þar sem slíkar
reglur eru, að menn fóru í kring-
um þær með því að stofna alls
kyns félög kringum flokkana.“
Hann segir auðvelt að fara kring-
um slík lög. „Það er ákvörðun
hvers flokks fyrir sig hvort hann
upplýsir um framlög til sín.“ Pét-
ur segist almennt vera fylgjandi
upplýsingagjöf. Hins vegar séu
tengsl styrktaraðila og stjórn-
málaflokka oft dálítið viðkvæm.
Þarna togist tvö sjónarmið á. „Við
erum með leynilegar kosningar,
sem tryggir að fólk þarf ekki að
gefa upp hvað það kýs. Svipað
gildir um styrki til stjórnmála-
flokka.“
Össur segir augljóst að Sjálf-
stæðisflokkurinn vilji ekki slíkar
reglur. „Hingað kom nefnd frá
Evrópuráðinu til að skoða mögu-
leika á spillingu hér á landi.
Nefndin vakti sérstaklega athygli
á því að hér væru engin lög um
fjárreiður stjórnmálaflokka.“ Öss-
ur segir að í nútíma samfélagi sé
þetta svo sjálfsagt mál að það sé
með ólíkindum að slíkar reglur
séu ekki hér á landi.
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, segir að nánast alls
staðar séu til reglur um fjármál
stjórnmálaflokka. „Lágmarksregl-
an er yfirleitt að það hvílir ekki
leynd yfir þeim. Hún er sett á
grundvelli þess sjónarmiðs að fólk
hefur auðvitað rétt á að styðja
sinn stjórnmálaflokk, en almenn-
ingur hefur líka rétt á því að vita
hverjir það eru sem eru að greiða
til stjórnmálaflokka.“ Gunnar
Helgi segir að í sumum ríkjum
hafi verið settar reglur um há-
mark þess fjár sem hverjum og
einum er heimilt að leggja til
stjórnmálaflokka. „Það er um-
deildari regla, en hin er nokkuð al-
menn.“
haflidi@frettabladid.is
OPNAR FJÁRREIÐUR
Alþingi hefur ekki sett neinar reglur um bókhald og fjárreiður stjórnmálaflokka. Ísland er
eitt örfárra lýðræðisríkja sem ekki hefur sett slíkar reglur.
■ Hingað kom
nefnd frá Evr-
ópuráðinu til
að skoða
möguleika á
spillingu hér á
landi. Nefndin
vakt sérstak-
lega athygli á
því að hér væru
engin lög um
fjárreiður
stjórnmála-
flokka.
Leyndin hér
er undantekning
Ísland er undantekning í því að birta
ekki upplýsingar um styrki til stjórnmálaflokka.
Sjö sinnum hefur verið lagt fram frumvarp um fjárreiður
stjórnmálaflokka, síðast á nýafstöðnu þingi.