Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 20
■ ■ FUNDIR  12.00 Á friðarstund í Neskirkju í hádeginu flytja Martin Frewer fiðluleik- ari, Dean Ferrell bassaleikari og Stein- grímur Þórhallsson organisti nokkrar af Rósakranssónötum Biber. Séra Örn Bárður Jónsson flytur ritningarorð og leiðir bænagjörð fyrir saklausum fórnar- lömbum stríðsins í Írak.  12.00 Vilborg Jóhannsdóttir flytur erindi um þróun mælikvarða á árangur í félagslegri þjónustu við fólk með fötlun. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og er öllum op- inn.  14.00 Aðalfundur ReykjavíkurAka- demíunnar verður haldinn í húsakynn- um félagsins í JL-húsinu við Hringbraut. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.  15.30 Árni Einarsson og Oddgeir Hansson flytja erindi í Miðaldastofu í Nýja Garði um garðlög á þingeysku heiðunum og löggarða Grágásar.  17.15 Bandaríski heimspekingurinn Stephen Neale flytur fyrirlestur í stofu 101 í Odda, sem hann nefnir „Why do Philosophers look at Language?“ ■ ■ NÁMSKEIÐ  Í dag hefst helgarnámskeið í Lónkoti í Skagafirði þar sem Guðbjörg Gissur- ardóttir hönnuður og Pálína Jónsdóttir leikkona ætla að örva sköpunargáfu þátttakenda og fara með þá í ferðalag inn á við, ásamt því að bjóða upp á frumlega og ögrandi matargerð. ■ ■ OPNUN  20.00 Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningar á sovéskum veggspjöldum frá sjöunda og áttunda áratugnum, sem opnuð verður í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Vegg- spjöldin eru í eigu safnsins en hafa ekki áður komið fyrir almenningssjónir. ■ ■ SKEMMTANIR  Rally Cross á miðhæðinni á 22 við Laugaveginn.  Sunboy með New York rokk á Laugavegi 11.  Rokktrúbadorarnir Máni og Jonni skemmta á Kránni, Laugavegi 73.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri í kvöld.  Hljómsveitin Feðgarnir leika fyrir dansi á Fjörukránni.  Hljómsveitin Spútnik ætlar að halda uppi stemmningu í Pakkhúsinu á Sel- fossi.  Hljómsveitin 3some spilar á Celtic Cross bæði föstudag og laugardag  Dj. Júlli sér um stuðið á Vídalín. ■ ■ LEIKSÝNINGAR  15.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ.  20.00 Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borg- arleikhússins.  20.00 Leikfélagið Hugleikur sýn- ir í Tjarnarbíói Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  20.00 Nemendur Verslunarskóla Íslands sýna í síðasta sinn söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í Loftkast- alanum.  21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. Aðeins fáeinar sýningar eru eftir.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl.  Le Sing, leiksýning og matur á Litla sviðinu í Broadway. ■ ■ SÝNINGAR  Bernd Koberling sýnir í i8 við Klapp- arstíg.  Í Hafnarhúsinu hófst um síðustu helgi einkasýning Patrick Huse sem nefnist Penetration.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðu- listir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akur- eyri. Þetta er í fyrsta sinn sem ind- versk myndlist er kynnt með jafn víð- feðmum hætti hér á landi.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  Jóhannes Geir listmálari heldur sýningu á um 70 verkum í Húsi málar- anna, Eiðistorgi. Rúmlega tuttugu ár eru frá því Jóhannes Geir hélt síðast sýningu á verkum sínum.  Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París, þar sem hann hefur átt velgengni að fagna.  Finnbogi Pétursson myndlistarmað- ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás- mundarsafni þar sem hann myndgerir hljóð.  Í sal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu, sýnir Alistair stór pappírsverk, sem unnin eru með ís og járnlitarefni.  Didda Leaman og Inga Þórey Jó- hannsdóttir sýna í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Í verkum sínum fjalla þær um samband hugtakanna yfirborð og umhverfi.  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljós- myndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is 20 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 MARS Föstudagur Fólk spyr mig oft hvers vegnaheimspekingar hafi svona mik- inn áhuga á tungumálinu. Eiga þeir ekki að vera að svara spurningum um eðli tilverunnar, undirstöður þekkingar og siðferðis? Fólk skilur ekki alveg þessa áherslu,“ segir bandaríski heimspekingurinn Stephen Neale. Hann ætlar að reyna að gefa einhver svör í fyrirlestri sem hann heldur í Háskóla Íslands síðdegis í dag. „Ég held reyndar að það séu bæði góðar og slæmar ástæður fyr- ir því hvers vegna heimspekingar hafa einbeitt sér svo mjög að því að rannsaka tungumálið.“ Hann byrjar á því að útlista slæmu ástæðurnar. „Að hluta til hafa heimspekingar haldið að með því að veita athygli eðli tungumáls- ins þá geti þeir hugsanlega svarað í leiðinni öðrum spurningum heim- spekinnar, þessum djúpu spurning- um um eðli hugans, efnisins og heimsins.“ Neale segir að tvær meginstefn- ur í málspeki hafi reynt að fara þessa leið, en þó með gerólíkum hætti. „Sumir heimspekingar töldu að hægt væri að leysa þessi stóru vandamál með því að hreinsa til í tungumálinu. Ef hægt væri að koma með vísindalegra og rökviss- ara tungumál þá væri hægt að útrýma allri tvíræðni og öllum óskýrleika og snúa sér beint að alvarlegri hlutum. Öðrum fannst þetta röng nálgun. Þeir bentu á að stóru spurningarnar væru allar settar fram á eðlilegu hversdagsmáli. Þeir vildu því skoða hvernig við notum tungumálið í raun og veru dags dag- lega í stað þess að búa til sérstakt tæknimál handa heimspekingum. Einungis þannig gætum við nálgast svörin við spurn- ingum okkar.“ Þetta voru slæmu ástæðurnar fyrir því að heim- spekingar hafa haft svo mikinn áhuga á tungumálinu, að mati Neales. Sjálfur telur hann réttara að fara þá leið að líta á tungumálið sjálft sem spennandi við- fangsefni í heimspeki. „Ekki vegna þess að svörin, sem þannig fást, veiti manni um leið svör við öðrum stærri spurningum, heldur vegna þess að tungumálið er eins og hvert annað viðfangsefni heimspekinnar, spennandi í sjálfu sér.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ HEIMSPEKI Með tungumálið á heilanum STEPHEN NEALE „Hvers vegna eru heimspekingar að rannsaka tungumálið?“ er yfirskrift fyrirlesturs sem hann ætlar að flytja í Odda klukkan 17.15 í dag. Þetta varmjög öðru- vísi og er mjög flott show,“ segir Sveppi á PoppTíví um Sól og Mána. „Það er gert svolítið mikið úr tón- listinni sem er eðlilegt þar sem þetta er barn Sálarinnar og maður þarf því að fíla Sálina dálítið til að fara á þetta og það geri ég þannig að ég hafði mjög gaman að þessu. Alveg brilljant show.“ Mittmat Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Laugard. 22 mars kl:14 og 17 Sunnud. 23 mars kl:14 og 17 Laugard. 29 mars kl:14 Sunnud. 30 mars kl: 14 Laugard. 5. apríl kl:14 Laugard. 12 apríl kl:14 Miðasala allan sólarhringinn í s í m a 5 6 6 - 7 7 8 8 PÉTUR GRÉTARSSON Ég er með fullt hús af hljóðfær-um þannig að það er vandi úr að velja. Jú, hér er eitt: Tromma sem var smíðuð fyrir mig fyrir tæpum 20 árum. Það gerði vinur minn úti í Ameríku sem var að byrja að smíða trommur en hann sérhæfðir sig í afrískum trumb- um. Þetta er taltromma svokölluð, eða afrískur gsm-sími. Ég hef not- að hana talsvert þessa og er með hana í höndunum þessa dagana vegna þess að hann Snorri Sigfús skrifaði fyrir okkur Bendumenn slagverkskonsert. Þar kemur hún við sögu þessi. Það má breyta tón- inum með þessum böndum með því að strekkja á skinnunum sem eru náttúruleg, þunn kálfsskinn. Hljóðfæriðmitt ✓ ✓ ✓ FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.