Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 21. mars 2003 FLUTNINGAR Leikaraparið Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa í sameiningu fest kaup á húseigninni sem stendur við Suðurgötu 6. Um er að ræða eitt elsta íbúðarhúsið í mið- bæ Reykjavíkur, byggt 1848 eða fyrir 157 árum. Miklar endurbæt- ur hafa þó verið gerðar á húsinu frá því það var byggt. Húsið var tekið í gegn og í raun gert upp á sjöunda áratugnum og svo aftur síðar. Stefán Karl og Steinunn Ólína keyptu húsið af ekkju Brian Holt, ræðismanns Breta, sem þarna bjó ásamt fjölskyldu sinni. Ekki eru þau enn flutt inn enda að ýmsu að hyggja í því sambandi. En flutn- ingar standa fyrir dyrum. ■ Leikarar á Suðurgötunni: Keyptu hús frá 1848 SUÐURGATA 6 Nýtt heimili Stefáns Karls og Steinunnar Ólínu. JARÐARFARIR 11.00 Ellert Rögnvaldur Emanúelsson, Faxabraut 36C, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 13.30 Guðbjörg Ólafsdóttir, Ásgarði 73, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Jón Kristján Jóhannsson, Hlíðar- húsum 3-5, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Sigríður Jeppesen verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Kristjana Magnúsdóttir frá Hnjóti við Örlygshöfn verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Sigurður Friðrik Sigurðsson verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju. 15.00 Anna Petersen, Flókagötu 25, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju. 15.00 Dósóþeus Tímótheusson verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 15.00 Ragnheiður Jónsdóttir frá Kolla- fjarðarnesi verður jarðsungin frá Langholtskirkju. ANDLÁT Friðrika Stefánsdóttir frá Nöf við Hofsós er látin. Árni Kristjánsson, Hávallagötu 30, Reykjavík, lést 19. mars. Jóna Svanfríður Ingibergsdóttir, Freyju- götu 45, lést 19. mars. Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Arnartanga 17, Mosfellsbæ, lést 18. mars. Björn Einarsson frá Mýnesi lést 17. mars. AFMÆLI Georg Kr. Lárusson, forstöðumaður Útlendingastofnunar, er 44 ára. Hann er dæmigerður tvíburiþannig að í honum eru ólíkir eiginleikar. Reynar er hann mjög fjölbreyttur maður,“ segir Sigríð- ur Arnardóttir sjónvarpskona um eiginmann sinn, Kristján Franklín Magnús leikara. „Svo er hann list- rænn og er alltaf að koma manni á óvart,“ segir hún. Sirrý og Kristján Franklín hafa verið saman í 18 ár og engan skugga borið á sambandið. Sirrý segist vera ánægð með sinn mann og rúmleg það: „Hann er svo karl- mannlegur að ég fæ ennþá í hnén eftir öll þessi ár. Og svo er hann besti pabbi sem ég hef hitt.“ ■ ■ Tímamót ■ Maðurinn minn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Opnunartímar mán.- mið. 10.00 – 18.00 fim. - fös. 10.00 – 19.00 lau. 11.00 – 16.00 sun. 12.00 – 17.00 Opnum í dag kl. 10.00 Opnunartilboð frá 21. til og með 23. mars 30% afsláttur á öllum vörum. Opið alla helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.