Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 22
Yfirbragð Óskarsverðlaunahátíð-arinnar í ár verður dapurlegra
en áður til þess að votta bandarísk-
um hermönnum í Írak virðingu.
Minna verður um glys og glamúr
auk þess sem kroppasýningunni á
rauða teppinu var aflýst. Umsjón-
armenn hátíðarinnar segja hana
vera skynsamlegri í ár en áður.
Hefðin með upphitun á rauða tepp-
inu er tíu ára gömul og er þetta í
fyrsta skiptið sem henni er aflýst.
Bandaríkjastjórn hefur bannaðtónlistarmanninum Ry Cooder
að vinna meira með tónlistarhópn-
um Buena Vista
Social Club sem
kemur frá Kúbu.
Ástæðuna segja
þeir að Kúba sé
óvinur landsins og
eigi því að vera
lokað kommúnista-
ríki. Cooder var
sektaður um 100 þúsund dollara
(tæpar 8 milljónir kr.) fyrir að
hafa starfað með þeim fram að
þessu. Cooder óttast að þetta
marki endalok samstarfs síns við
Buena Vista-hópinn. Síðasta útgáfa
þeirra var önnur sólóplata söngv-
arans Ibrahim Ferrer sem kom út
á dögunum.
Framleiðendur Sopranos-þáttannahafa náð samningum við James
Gandolfini, aðalleikara þáttanna.
Þættirnir höfðu verið í uppnámi
rétt áður en framleiðsla á fimmtu
seríunni átti að hefjast þar sem
leikarinn krafðist launahækkunar.
Nú ert allt orðið klappað og klárt
og hefst framleiðsla nýju seríunn-
ar fyrstu vikuna í apríl.
Framtíð kvikmyndarinnar umSúpermann er enn og aftur
komin í vafa eftir að leikstjórinn
Bret Ratner sagði af sér á mið-
vikudag. Leikarinn Josh Hartnett
hafði verið orðaður við hlutverkið
en hætti við þar sem hann vildi
ekki skuldbinda sig til að gera
þrjár myndir. Ekki hefur enn tek-
ist að ráða leikara í aðalhlutverk-
ið. Leikstjórinn segir það eina af
ástæðunum fyrir uppsögn sinni
hversu erfiðlega gangi að finna
leikara í hlutverk hetjunnar.
Leikarinn Tobey Maguire hefurákveðið að hrista af sér bak-
verkinn og snúa aftur í hlutverki
Kóngulóarmannsins í næstu tveim-
ur framhaldsmyndum um ofur-
hetjuna. Á þriðjudag komst það í
fréttirnar að hann gæti hugsanlega
ekki sinnt skyldum sínum vegna
bakverkja en í gær gaf leikarinn
út fréttatilkynningu þar sem hann
fullvissaði aðdáendur sína um að
hann myndi ekki bregðast þeim.
Búist því við Maguire
sem Pétri Parker í
sumarsmellinum á
næsta ári.
22 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR
LORD OF THE RINGS b.i. 12 kl. 4 LÚXUSSPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50
GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.20
DAREDEVIL b.i.16 kl. 3.40, 8 og 10.20
THE RING kl. 8 og 10.10 b.i. 16 ára
SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6
TWO WEEKS NOTICE 6, 8 og 10.10
TRAPPED kl. 5.50, 8, 10.10
GULLPLÁNETAN kl. 4
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.20
kl. 5.30CATCH ME IF YOU CAN
kl. 5.50, 8 og 10.15LILJA 4-EVER
Sýnd kl. 5.45 og 10.20
kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI
kl. 8 og 10.108 FEMMES
MAN WITHOUT A PAST kl. 8
NORRÆNIR BÍÓDAGAR
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 8 og 10.30
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i 12 ára
THUNDERPANTS kl. 4 og 6
4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
Sýnd kl. 6 og 9
CHICAGO bi. 12 ára kl. 5.45 og 8
TÓNLIST Stelpustrákurinn Brian
Molko og sænski risinn Stefan Ols-
dal kynntust fyrst lítillega í skóla í
Lúxemborg. Þeir urðu þó ekki fé-
lagar fyrr en leiðir þeirra rákust
aftur saman í London árið 1994.
Tónlistaráhugi þeirra beggja var
mestur á tilraunagítarsveitum á
borð við Sonic Youth og lá það því
beinast við að stofna hljómsveit.
Trommuleikarinn Robert Schultz-
berg bættist fljótlega í hópinn.
Upphaflega hét sveitin Ashtray
Heart en því var fljótlega skipt út
fyrir Placebo. Nafnið þýðir „gervi-
lyf“, sem oftast eru sykurtöflur
sem sjúklingum er gefið í von um
að sálræn áhrif lyfjaveitingarinnar
færi þeim bata.
Sveitin fangaði athygli breskra
fjölmiðla árið 1995 á hátíðinni In
the City sem haldin er árlega í
Bretlandi. Á þessari sömu hátíð
braust íslenska sveitin Bellatrix
upp á yfirborðið. Báðar sveitirnar
fengu plötusamning í kjölfarið.
Fyrsta plata Placebo, sem bar
nafn sveitarinnar, kom út ári
seinna og þótti vel yfir meðallagi.
Lagið „Nancy Boy“ komst lengst
og Brian Molko og félagar rétt
komu munni sínum upp undir yfir-
borð meginstraumsins.
Það var ekki fyrr en á annarri
plötunni, hinni frábæru „Without
You I’m Nothing“, tveimur árum
síðar sem Placebo náði að brjótast
upp, þökk sé David Bowie. Gamla
goðið stóð sig að því einn morgun-
inn fyrir framan baðherbergis-
spegilinn að syngja bakraddir við
titillag plötunnar og fannst lagið
betra fyrir vikið. Hann tók því upp
símtólið og bauð fram þjónustu
sína ef piltarnir hefðu áhuga á því
að gefa lagið út á smáskífu. Breið-
skífan varð mun heilsteyptara
verk en fyrri platan og telst nú
þegar til klassískra rokkplatna tí-
unda áratugarins.
Þriðja platan, „Black Market
Music“, sem kom út árið 2000 var
svo vonbrigði. Hún átti góða
spretti en sveitin steig engin fram-
faraskref og smáskífurnar voru
óáhugaverðar.
Fyrir nýju breiðskífuna, „Sleep-
ing With Ghosts“, breytti sveitin
um vinnuaðferðir. Liðsmenn komu
allir sér upp heimahljóðverum,
tóku upp grunna og léku sér svo
með lögin eftir á, hver í sínu horni.
Öllum hugmyndunum var svo rað-
að saman af Jim Abbiss, sem
þekktastur er fyrir vinnu sína með
The Music, Unkle og Dj Shadow.
Útkoman er stærsta framfara-
skref sveitarinnar til þessa.
biggi@frettabladid.is
■ TÓNLISTFréttiraf fólki
Tvær síðustu myndir SvíansLukas Moodysson, „Fucking
Åmal“ og „Tillsammans“, voru
hreint út sagt frábærar bíómyndir
og með fullri virðingu fyrir alvar-
legu innihaldi „Lilya 4-Ever“ þá
stendur hún þeim nokkuð að baki.
Þetta er engu að síður áhrifarík
mynd um vonleysi stúlku frá fyrr-
um Sovétríkjunum sem hrekst út í
vændi og endar í klónum á sam-
viskulausum náungum sem selja
líkama hennar í Svíþjóð.
Aumingja Lilya á aldrei séns en
þar sem móðir hennar, besta vin-
kona og frænka eru allar nöðrur í
hæsta klassa er fall hennar strax
sett í eitthvert undarlega rökrétt
orsakasamhengi þannig að fall
hennar verður nánast sjálfsagt. Það
þarf þó enginn að efast um það að
raunveruleiki fjölda stúlkna er í
raun miklu harkalegri en sá sem
Moodysson bregður upp hér og
sjálfsagt búa ekki alltaf jafn mikil
svik og hörmungar að baki því að
þær leiðist út í að selja sig eins og
raunin er hjá Lilyu.
„Lilya 4-Ever“ ristir samt djúpt
og er áhugavert innlegg í vænd-
isumræðuna en það er fyrst og
fremst þrusugóðum leik Oksana
Akinshina í hlutverki Lilyu að
þakka. Þessi sakleysislega og glað-
lega stúlka heillar frá upphafi og
það er átakanlegt að fylgjast með
fábrotinni veröld hennar og öllum
draumum um betra líf verða að
engu.
Þórarinn Þórarinsson
Umfjöllunkvikmynd
Hjá vondu fólki
LILYA 4-EVER
Leikstjóri: Lukas Moodysson
Gervilyfið byrjar að virka
Rokkhljómsveitin Placebo er á tímamótum. Á mánudag kemur út fjórða
breiðskífan, „Sleeping With Ghosts“, og tekur sveitin stærsta stökk sitt
hvað varðar breytingu á útsetningum og hljómi.
Leikarahjónin Michael Douglasog Catherine Zeta-Jones borg-
uðu um 1,4 milljónir króna fyrir
auglýsingu til þess að hrósa söng-
konunni Celine Dion. Í auglýsing-
unni stóð: „Celine, við getum ekki
beðið eftir að sjá sýninguna þína.
Catherine og Michael.“ Dion er við
það að opna sýningu í Ceaesar’s
Palace í Las Vegas sem mun stan-
da yfir í þrjú ár. Daginn áður hafði
Douglas látið birta auglýsingu í
dagblaði þar sem hann óskaði eig-
inkonu sinni innilega til hamingju
með Óskarsverðlaunatilnefning-
una.
Kjól er leikkonan Angelina Jolieætlaði sér að klæðast á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni var stolið
úr bíl breska fatahönnuðarins
Scott Hensall. Fatahönnuðurinn
segist hafa gert mikla leit í
ruslagámunum í kring í þeirri
veiku von að þjófurinn hefði losað
sig við hann. Þjófarnir skáru gat á
þak bílsins og hirtu allt lausadót
úr honum.
PLACEBO
Placebo hefur í heild selt yfir þrjár
milljónir platna á heimsvísu og á
orðið stóran og traustan hóp aðdá-
enda. Á mánudag kemur út fjórða
breiðskífan, „Sleeping With Ghosts“.
Fulningainnihurðir
Stærðir
81,5 x 203 cm
91,5 x 203 cm
Spónasalan ehf
Smiðjuvegur 40, 200Kópavogur, e-mail: sponn@islandia.is
Sími: 567 5550 Fax: 567 5554
Amerískar fulninga-og franskar innihurðir
Rauð eik
Kirsuber
og hlynur