Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 30
Athygli vakti þegar fréttistað eldri borgarar hefðu læst kokkinn í Glæsibæ úti með því að skipta um skrár á eign sinni þar. Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir og foringi eldri borgara, vildi lítið tjá sig um stríðið við kokkinn nema hvað að samstarfi við hann væri lokið. Jónas Þór Guð- mundsson, lögmaður Félags eldri borgara, hefur nú flett ofan af þessu dularfulla máli. Segir hann að einkahlutafélag sem var með eldhúsaðstöðu á leigu í Glæsibæ hafi verið tek- ið til gjaldþrotaskipta og því hefði þótt við hæfi, í samráði við skiptastjóra, að skipta um læsingar í húsnæðinu svo starfsmenn hins gjaldþrota fyrirtækis gætu ekki farið um að vild í húsinu eins og málum var komið. ■ Hrósið 30 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR Heillandi hugsjónir Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-stjóri Rauða kross Íslands, hefur verið önnum kafin undanfarna daga við að undirbúa ásamt sam- starfsfólki hjálparstarf í kjölfar árásar Bandaríkjanna og Breta á Írak. Hún segir að að mörgu sé að hyggja en nú þegar hafi einn maður farið utan á þeirra vegum. „Okkar hlutverk felst fyrst og fremst í að koma stríðshrjáðum til hjálpar. Mjög líklegt er að hjúkrun- arfræðingur sé á leið utan og sendi- fulltrúi er í Amman,“ segir Sigrún. Alþjóðaráð Rauða krossins hef- ur verið í Írak allt frá því stríðinu við Íran lauk og hefur meðal annars unnið að uppbyggingu á heilsu- gæslu- og vatnsveitukerfinu og komið stríðsföngum til aðstoðar. Sigrún segir það mjög mikilvægt að halda ákveðnu hlutleysi og góðum tengslum við deiluaðila. „Þannig getum við sinnt því sem okkur er ætlað á átakatímum, hvort sem um er að ræða særða eða óbreytta borgara.“ Sigrún segir að hlutverk Rauða krossins sé fyrst og fremst að koma til móts við brýnustu þarfir stríð- hrjáðra, svo sem að hindra út- breiðslu sjúkdóma, styrkja heil- brigðisstarfið og stuðla að því að Genfarsáttmálinn sé virtur. „Við vinnum náið með hinum Norður- landaþjóðunum. Okkar framlag felst í að senda fólk og peninga og við ætlum að leita til deilda félags- ins um allt land, ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar í því sam- bandi og væntum þess að okkur verði tekið vel,“ segir Sigrún. Sigrún er frá Eskifirði og hefur verið framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands síðan 1993. Hún segir starfið annasamt en fjölbreytt og skemmtilegt. „Því fylgja talsverð ferðalög bæði innan lands og utan og í einni slíkri ferð kynntist ég sambýlismanni mínum, Michael Schulz, sem starfað hefur fyrir þýska Rauða krossinn. Við búum saman í Kópavogi en dóttir mín, sem er 24 ára, er farin að heiman. „Ég á ekki von á að ég fari á átaka- svæðin á næstunni en verði fremur hér heima og sinni störfum mínum á skrifstofunni. Mér finnast svo heillandi þær hugsjónir sem Rauði krossinn vinnur eftir að það eru forréttindi að fá að vinna að fram- gangi þeirra,“ segir Sigrún Árna- dóttir. ■ SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, FORSTÖÐU- MAÐUR RAUÐA KROSSINS Hjálparstarf kostar mikið fé en það er dropi í hafið sé miðað við hvað fer í sjálf- an stríðsreksturinn. Persónan ■ Sigrún Árnadóttir, forstöðumaður Rauða Kross Íslands, er önnum kafin við að skipuleggja hjálparstarf í Írak. ■ Leiðrétting SJÓNVARP Þetta er mikið pláss að fylla og vandfyllt,“ segir Kristján Kristjánsson Kastljósmaður um brotthvarf Evu Maríu Jónsdóttur úr þættinum en hún er á leið í barneignarfrí. Ákveðið hefur ver- ið að Svanhildur Hólm Valsdóttir, stigavörður í Gettu betur með meiru, komi í stað Evu Maríu. „Svanhildur Hólm ætti að koma til starfa skömmu eftir kosningar en þá fer Eva María í fríið. Hún tek- ur sér ársleyfi og snýr vonandi aftur eftir það,“ segir Kristján Kristjánsson. Eva María hefur verið burðar- ásinn í Kastljósi Ríkissjónvarps- ins og átt sinn þátt í að gera þátt- inn að einu vinsælasta sjónvarps- efni síðari ára hér á landi. Áhorf- endur hafa kunnað að meta sjald- gæfa útgeislun hennar á skjánum og samstarfsmenn líkja henni stundum við náttúruafl. Svanhild- ur Hólm ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún sest í stól Evu Maríu innan skamms og hún veit það: „Ég veit hins vegar ekki hvort þetta er eitthvað til að kvíða fyrir. Kýs frekar að líta á þetta sem hverja aðra vinnu en þetta er ör- ugglega ekki það auðveldasta sem ég hef gert,“ segir Svanhildur Hólm og gerir sér fyllilega grein fyrir að hún er ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. „Strákarnir í Kastljósinu eru klár- ir og halda vonandi í höndina á mér,“ segir hún. Svanhildur er reyndar á leið í lögfræðipróf nokkrum dögum áður en hún tekur við starfinu í Kastljós- inu og segist ekki stefna að frekari frama í fjölmiðlum. Hún ætlar að verða lögfræðingur og starfa sem slíkur. Svanhildur er í sambúð með Sigurgeir Heiðari Sigurgeirssyni, sem starfar hjá Landssímanum: „Við eigum einn sex ára strák. Hann heitir Valur Hólm, svona næstum því skírður í höfuðið á mér,“ segir Svanhildur Hólm. eir@frettabladid.is Guð minn góður! Frá 25. hæð? Náum við að bera kennsl á viðkomandi? Imbakassinn eftir Frode Øverli Já, stjóri! Þetta er blaðra með vatni! Staðgengill stórstjörnu Svanhildur Hólm leysir Evu Maríu af í Kastljósinu. Eva María í árs frí vegna barneigna. Svanhildur kvíðir engu og ætlar að reyna að fylla skarðið. Söknuður hjá Kristjáni. SVANHILDUR HÓLM Fer beint úr lögfræði- prófi í Kastljósið. ...fær Haukur Logi Karlsson, formaður Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík, fyrir að þora að standa að samþykkt gegn stríðsrekstrinum í Írak og vera þar með á öndverðum meiði við formann flokksins svona rétt fyrir kosningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fréttiraf fólki Að gefnu tilefni skal tekið fram að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er ekki stríðinn. ÞETTA ERU ÍSLENSK STJÓRNVÖLD AÐ SAMÞYKKJA Í OKKAR NAFNI Í Persaflóastríðinu 1991 skutu bandarískir og breskir hermenn meira en 300 tonnum af geisla- virkum fallbyssukúlum á Írak. Í kjölfarið marg- faldaðist sá fjöldi barna sem fæddust vansköpuð og/eða með banvæna sjúkdóma. ÞETTA ERU AFLEIÐINGAR STRÍÐS! MÆTUM Á MÓTMÆLI! Barn bandarísks hermanns sem barðist í Flóabardaganum ´91 Íraskt barn með vatnshöfuð og vanskapaðan heila EVA MARÍA Sjaldgæf útgeisl- un í sjónvarpi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.