Fréttablaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. mars 2003
Örvilnuð eftir skilnað:
Myrti
börnin sín
SVISS, AP Svissnesk kona sætir nú
geðrannsókn eftir að hafa kastað
tveimur ungum börnum sínum
fram af 100 metra hárri brú.
Börnin tvö, tveggja og hálfs og
fjögurra ára, létust bæði sam-
stundis.
Konan gaf sig sjálf fram við
lögreglu strax eftir að hún framdi
verknaðinn og fundust lík barn-
anna skömmu síðar.
Við yfirheyrslu gaf hún þá
skýringu að hún hefði ekki getað
tekist á við þá erfiðleika sem
fylgdu skilnaðinum við föður
barnanna og því gripið til slíkra
örþrifaráða. ■
Á FLUGVELLI
Flugfélög víða í Asíu hafa gripið til ýmissa
öryggisráðstafana vegna lungnabólgufar-
aldursins og meðal annars afhent farþeg-
um sínum sóttvarnargrímur.
Lungnabólgufaraldur:
Sjö veikir á
sama hóteli
HONG KONG, AP Sjö manns sem
veikst hafa af áður óþekktu af-
brigði af lungnabólgu dvöldu á
sömu hæð á hóteli í Hong Kong
nokkru áður en sjúkdómurinn
vakti heimsathygli. Enginn önnur
tengsl voru á milli hótelgestanna
en tveir þeirra eru nú þegar látn-
ir. Hæðinni hefur verið lokað og
hún sótthreinsuð.
Talið er að að minnsta kosti tíu
manns hafi látist af völdum þessa
dularfulla sjúkdóms á undanförn-
um vikum en grunur leikur á að
hann berist á milli heimshluta
með flugfarþegum. Á þriðja hund-
rað manns hafa veikst um heim
allan en flest eru tilfellin í
Singapúr. Sérfræðingar í Þýska-
landi og Hong Kong segjast hafa
borið kennsl á veiruna sem veldur
sjúkdómnum en Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin telur ótímabært
að gefa út slíkar yfirlýsingar að
svo stöddu. ■
990kr.
10 sérvaldar rósir
Föstudagar eru
kossadagar
Vor í lofti
5.990kr.
Garðbekkir
Verð frá
6.900kr.
Mexíkóskir ofnar
Verð frá
Verðlækkun
Verðlækkun
699kr./stk.
Begoníur