Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 2
2 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR
“Nema hvort tveggja sé.“
Hjálmar Árnason alþingismaður hefur haldið því
fram að gjaldeyristekjur af varnarliðinu séu á við
meðal álver.
Spurningdagsins
Hjálmar, viltu frekar álver en
varnarlið?
Framsögumenn:
– Benedikt Davíðsson, form. Landssambands eldri borgara:
Lífeyrismál
– Stefanía Björnsdóttir frkvstj. Félags eldri borgara:
Stefna og baráttumál eldri borgara
– Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir:
Nærþjónusta ríkis og sveitarfélaga við aldraða
Kosningamiðstöð VG, Bæjarlind 12, Kópavogi
fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 20:30
STAÐA ALDRAÐRA Í VELFERÐARSAMFÉLAGINU
VELFERÐAR-
5. fundur
SMIÐJA
NÆST Á DAGSKRÁ:
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn
Kópavogs hefur fellt tillögu
minnihluta Samfylkingarinnar
um að lýsa þungum áhyggjum af
stöðu lögreglumála í bænum og
lýsa ábyrgðinni á hendur ríkinu.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks segir of fáa
lögreglumenn í Kópavogi. Þó
ljóst sé að skipulagsbreytingar
sýslumanns dugi ekki til sé rangt
að taka fram fyrir hendur hon-
um.
Fulltrúar minnihlutans segj-
ast telja að meirihlutinn stjórnist
af hræðslu við ráðherra sinna
flokka. Það bitni á hagsmunum
Kópavogsbúa.
Í bókun meirihlutans segir að
ljóst sé að lögreglunni í Kópavogi
sé orðið „afar erfitt að sinna hlut-
verki sínu vegna mannfæðar og
duga skipulagsbreytingar einar
sér alls ekki til að leysa þann
vanda.“ Bæjarstjórnin ítreki því
fyrri samþykktir um að fjölga
þurfi lögregluþjónunum. Óskum
um úrbætur er beint til stjórn-
valda og viðkomandi ráðuneytis.
Minnihlutinn hafði meðal ann-
ars lagt til að samþykkt væri að
fyrri yfirlýsingar bæjarstjórnar
væru ítrekaðar enda hafi yfirlýs-
ingar dómsmálaráðherra um
væntanlega fjölgun lögreglu-
manna ekki gengið eftir. ■
LÖGREGLAN Í KÓPAVOGI
Þrátt fyrir pólitískan blæbrigðamun í bæj-
arstjórn Kópavogs er samstaða um að
óska eftir því við dómsmálaráðherra að
fjölgað verði í lögregluliði bæjarins.
Bæjarstjórn Kópavogs ræðir manneklu í lögregluliði:
Áherslumunur í ósk
um lögregluþjóna
STJÓRNMÁL Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins hefst í Laugardagls-
höllinni í dag. Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóri flokksins,
býst ekki við átakafundi því breið
samstaða sé um öll mál innan
flokksins.
„Það er ekkert eitt mál öðru
fremur sem sker sig úr á þessum
fundi,“ segir Kjartan. „Fundurinn
mun draga svipmót af því að stutt
er í kosningar og þetta verður
fyrst og fremst undirbúningur og
stefnumótun fyrir þær.“
Kjartan segist reikna með að
um 1.100 til 1.200 manns mæti á
fundinn, en undirbúningur hófst á
mánudaginn. Hápunktar fundar-
ins verði nokkrir, en helst beri að
nefna ræðu formannsins strax
eftir setningu fundarins klukkan
17.30 og síðan kjör forystunnar á
lokadeginum. Hann segist ekki
reikna með mótframboðum gegn
sitjandi formanni og varafor-
manni flokksins.
Kjartan segir að eflaust verði
ástandið í Írak til umræðu á fund-
inum, sem og önnur mál sem hafi
verið í brennidepli íslenskra
stjórnmála undanfarnar vikur og
mánuði.
Fyrir fundinn verður lögð
ályktun um utanríkismál, en sam-
kvæmt henni styður Sjálfstæðis-
flokkurinn þá stefnu Íslands að
þjóðin taki sæti í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna.
„Miklu skiptir að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna fylgi fast
eftir stefnu sinni og ályktunum,“
segir í drögum að ályktuninni.
„Trúverðugleiki þess og þar með
Sameinuðu þjóðanna byggir á því
að ráðinu takist að rækja hlutverk
sitt á fullnægjandi hátt.“
Á ályktuninni um utanríkismál
er aðild að Evrópusambandinu
hafnað, þar sem hún er ekki talin
þjóna hagsmunum íslensku þjóð-
arinnar. Af sömu ástæðu er aðild
Íslands að sameiginlegri mynt
bandalagsins hafnað.
Skattamál hafa mikið verið í
umræðunni undanfarið og í drög-
um að ályktun Sjálfstæðisflokks-
ins um þau mál er lagt til að eign-
ar-, erfðafjár- og hátekjuskattur
verði afnumdir. Þá er lagt til að
virðisauka- og tekjuskattur verði
lækkaðir og stimpilgjald á verð-
bréf afnumin.
trausti@frettabladid.is
UNDIRBÚNINGUR FYRIR LANDSFUND
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist reikna með um 1.100
til 1.200 manns á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst í dag. Húsið opnar klukkan
14, en fundurinn verður formlega settur klukkan 17.30.
Ísland taki sæti
í Öryggisráðinu
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Framkvæmdastjóri
flokksins býst ekki við átakafundi. Aðild að Evrópusambandinu
hafnað. Rík áhersla á skattalækkanir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
BÓKHALD FLOKKANNA Stjórnarand-
staðan hefur síðastliðin sjö ár
flutt frumvarp til laga um fjármál
stjórnmálasamtakanna, þar sem
markmiðið hefur verið að gera
þau opin og sýnileg. Frumvarpið
hefur alltaf verið fellt af stjórnar-
flokkunum.
Á Alþingi hefur reyndar oft
komið upp umræða um nauðsyn
þess að setja lög um starfsemi og
fjárreiður stjórnmálasamtaka.
Árið 1975, lagði Benedikt Grön-
dal, þá formaður Alþýðuflokksins,
fram frumvarp þessa efnis, sem
náði ekki fram að ganga. Frá ár-
inu 1995 hefur stjórnarandstaðan
síðan lagt árlega fram frumvarp
sem á að hafa þann tilgang að
eyða tortryggni og auka tiltrú al-
mennings á stjórnmálaflokkum
og lýðræðislegum stjórnarhátt-
um.
Samkvæmt því frumvarpi sem
síðast var lagt fram á að birta
nöfn þeirra sem styrkja stjórn-
málaflokka um meira en 500 þús-
und krónur samhliða ársreikning-
um. Jafnframt á að gera stjórn-
málasamtök framtalsskyld en það
eru þau ekki.
Árið 1995 skipaði forsætisráð-
herra nefnd til að fjalla um og
undirbúa frumvarp til laga um
fjárhagslegan stuðning við stjórn-
málasamtök. Nefndin, sem var
skipuð fulltrúum flokkanna, skil-
aði af sér árið 1999. Hvorki náðist
samstaða um að skylda flokkana
til að birta nöfn styrktaraðila, né
til að birta ársreikninga sína opin-
berlega. Niðurstaða nefndarinnar
var að lögfesta gildandi fram-
kvæmd á fjárhagsstuðningi ríkis-
ins við stjórnmálasamtök. ■
ALÞINGI
Samkvæmt því frumvarpi sem síðast var
lagt fram á að birta nöfn þeirra sem styrkja
stjórnmálaflokka um meira en 500 þúsund
krónur samhliða ársreikningum.
Lagafrumvarp um fjármál flokkanna alltaf fellt á Alþingi:
Stjórnin vill ekki breytingar
Hafnar
stuðningi
DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ, AP Stuðning-
ur Dóminíska lýðveldisins við inn-
rásina í Írak hefur orðið til þess
að utanríkisráðherra landsins,
Hugo Tolentino Dipp, hefur sagt
af sér í mótmælaskyni. Hann er
andvígur innrás og segir að sér sé
ófært að gegna embættinu áfram
við þær aðstæður.
Dóminíska lýðveldið er eitt
þeirra ríkja sem skipa bandalag
hinna viljugu. Tolenti lýsti í síð-
ustu viku andstöðu sinni við inn-
rás. Degi síðar gaf forseti lands-
ins út yfirlýsingu þess efnis að
landið styddi við bakið á banda-
rískum stjórnvöldum. ■
■ Innrás í Írak/
Afsögn
ALBERTO FUJIMORI
Fyrrum forseti Perú er meðal þeirra glæpa-
manna sem mest áhersla er lögð á að
handtaka.
Fyrrum forseti:
Fujimori
Eftirlýstur
PARÍS, AP Alþjóðalögreglan Interpol
hefur sett Alberto Fujimori, fyrr-
um forseta Perú, á lista yfir þá
glæpamenn sem hún leggur mesta
áherslu á að handsama. Fujimori
er sakaður um að bera ábyrgð á
morðum og mannránum í Perú.
Þegar hann var forseti sendi hann
þingið heim og veitti hernum víð-
tæk völd í baráttunni gegn upp-
reisnarmönnum.
Þó Fujimori hafi verið settur á
lista yfir eftirsóttustu glæpamenn
er ekki þar með sagt að hann verði
handtekinn. Þrýstingur á Japani
um að framselja Fujimori eykst
þó. Hann leitaði þar hælis eftir að
hafa flúið land árið 2000. ■
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
Enn á hafsbotni við Noreg.
Vindasamt í Noregi:
Björgun
frestað
BJÖRGUN Slæm veðrátta er sögð or-
sök þess að frestað hefur verið
fram yfir páska að lyfta togaran-
um Guðrúnu Gísladóttur af hafs-
botni við Noreg. Þetta kemur
fram á skip.is.
Haft er eftir Ásgeiri Loga Ás-
geirssyni, stjórnanda björgunar-
innar, að aðeins eigi eftir að festa
tvo lyftitanka við skipið. Aðgerð-
unum hafi verið frestað í samráði
við norsk mengunarvarnaryfir-
völd. „Allar lægðir sem koma frá
Íslandi strauja hér beint yfir og
hér hefur verið 15 til 20 metra
vindhraði á sekúndu upp á hvern
einasta dag,“ segir Ásgeir í viðtali
við skip.is. ■
TÍSKA
Frjálsleg
í fasi
bls. 2
MATUR
Gómsætt
brauðmeti
bls. 20
HÁRTÍSKA
Ekkert
ýkt
bls. 18
Frændinn gráðugur
í laxasnitturnar
Ég er kaþólsk
og fermdist í Landa-
kotskirkju árið 1991,“ seg
ir Svala
Björgvinsdóttir söngkon
a. „Veislan
var heima hjá mömmu o
g pabba og
aðallega nánasta fjölskyl
da. Gjafirn-
ar voru helst trúarlegs eð
lis, ég fékk
til dæmis Passíusálmanna
, sálmabók,
Kristsstyttur og talnabön
d.“
Svala segist að sumu le
yti hafa
notið þess að vera öðruví
si en bekkj-
arsystkinin og fermast
í kaþólskri
kirkju. „Mér fannst ég
nú reyndar
aðeins útundan þegar þau
fóru í hefð-
bundið fermingarferðal
ag, en svo
fékk ég að fara með.“
Meðal fermingarsystkin
a Svölu
voru Emiliana Torrini s
öngkona og
Björgvin Franz leikari.
„Við þótt-
umst vera með einhver
n smá upp-
steyt í fermingarfræðslu
nni, rædd-
um til dæmis frjálslega
um fóstur-
eyðingar, sem kaþólsk
a kirkjan
leyfir auðvitað ekki, en þ
að risti allt
saman ákaflega grunnt
. Fyrst og
fremst var fermingarund
irbúningur-
inn skemmtilegur og
gefandi og
fermingin hafði mikið
gildi fyrir
mig.
Það sem líka stendur u
pp úr í
minningunni er langa
mma mín,
Ágústa af Staðarhóli, se
m er látin.
Hún var svo glöð í kirkj
unni og of-
boðslega stolt af mér,“ se
gir Svala. ■
Fékk Kristsstyttur og talnabön
d
SVALA BJÖRGVINSDÓT
TIR
Fermingin hafði mikið trúa
rlegt gildi fyrir
Svölu, sem fermdist í kaþó
lskri kirkju.
SÁLMABÓK
Þegar fermingarbörnin gan
ga inn kirkjugólfið eru þau
öll með sálmabækur. Oft
eru nafn fermingarbarnsin
s og fermingardagur gyllt
á sálmabókinni, sem iðule
ga fylgir fermingarbarninu
fram á fullorðinsárin.
Kaþólsk
ferming
Þóttist vera með smá uppste
yt í fermingarfræðslunni.
Ég fermdist
í Akureyrar-
kirkju árið 1968, á afmæl
is-
daginn minn, 30. mars, se
m var
þá annar í páskum. Það h
varfl-
aði að mér að hætta v
ið að
fermast, ekki af trúarást
æðum
heldur vegna þess að m
amma
var búin að ákveða fyrir
mig til
hvaða prests ég ætti að g
anga.
Ég móðgaðist eitthvað n
ett út
af því, en það jafnaði sig
,“ seg-
ir Guðlaug María Bjarna
rdótt-
ir leikkona, sem minnist
ferm-
ingardagsins með gleði.
„Það komu gríðarlega ma
rg-
ir gestir og þrátt fyrir
að við
byggjum í stóru húsi þu
rfti að
bera húsgögn til og frá og
rúm-
in niður í kjallara.“
Guðlaug segir veisluna h
afa
verið mjög skemmtileg
a eins
og aðrar veislur í henna
r fjöl-
skyldu. „Þetta er allt
mikið
söng- og gleðifólk. Skem
mtun-
in fólst ekki síst í söngnu
m, það
var keppst um að setja
st við
orgelið eða píanóið og rif
ist um
harmonikkuna og svo s
ungið
hástöfum. Svo var au
ðvitað
mikið af góðum mat, þet
ta eru
allt miklir matmenn. Ég
man
að ég hneykslaðist svo
lítið á
einum frænda mínum
sem
borðaði ótrúlega margar
laxa-
snittur. Það þótti mér ekk
i bera
vott um gott uppeldi, að
borða
bara eina sort.“
Guðlaug María segist s
kil-
yrðislaust hafa verið
miðpunktur veislunnar.
„Ég þurfti að taka á
móti öllum við útidyrnar
og bjóða fólki að gjöra
svo vel. Ég var látin
skrifa niður hver gaf
mér hvað, þakka fallega
fyrir mig og svo voru
haldnar ræður.“
Eitt af því sem stend-
ur upp úr við undirbún-
ing fermingar Guðlaugar
Maríu er hárgreiðslan.
„Ég þurfti að sitja uppi
alla nóttina fyrir ferm-
ingardaginn, með rúllur í
hausnum. Ég var með
þykkt og sítt hár og þa
ð náði
ekki að þorna á hárgr
eiðslu-
stofunni á fjórum tímu
m. Ég
var þá send með rúll
urnar
heim og greitt morguninn
eftir.
Þegar gengið var til a
ltaris
tveimur dögum seinna v
ar ég
búin að rífa niður eitth
vað af
greiðslunni, sem var
„upp-
greiðsla“ í ótrúlegustu st
öllum,
en hafði ekki almennileg
a náð
öllum túberingunum úr.
Þarna
var tekin mynd af öllum
ferm-
ingarbörnunum og ég
með vægast sagt undar-
lega hárgreiðslu. Ég
var í svolitlu sjokki yfir
því.“
Guðlaug María segir
veðrið hafa verið
þokkalegt á fermingar-
daginn og einhverja
veislugesti farið út í
fótbolta. „Ég vildi að
sjálfsögðu vera með og
smellti mér í gallabux-
ur utan yfir kjólinn. Ég
var að girða mig þegar
pabbi kom hlaupandi
og kallaði mig snarlega
inn. Þetta var náttúr-
lega ekki við hæfi.“
Guðlaug María á enn ú
rið
sem hún fékk í ferming
argjöf
frá foreldrum sínum. „Þ
að er
löngu hætt að ganga,
en ég
geymi það alltaf. Svo fé
kk ég
14 pör af eyrnalokkum
fyrir
göt. Ég var ekki með göt
,“ seg-
ir Guðlaug María glaðh
lakka-
leg. ■
35 ÁRUM SÍÐAR
Guðlaug minnist ferminga
rdagsins
með gleði, en mikið stuð
var í veisl-
unni og sungið og trallað.
GUÐLAUG
MARÍA Á FERM-
INGARDAGINN
Guðlaug sat uppi
heila nótt með
rúllur í hárinu og
svo var tekið til
við að túbera og
túbera....
Guðlaug María Bjarnardóttir
leikkona minnist
fermingardagsins með gleði
.
Fermingarblaðið27. mars 2003
Sérblað um ferminguna og f
ermingarundirbúninginn
Eftirminnilegast
úr fermingunni
MYND/THORSTEN
Í tölu
fullorðinna
5 26.3.2003 16:48
Page 1
20 síðna sérblað um fermingar
fylgir blaðinu í dag