Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 6

Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 6
6 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR Frá hugmynd að fullunnu verki Plötusmíði H ön nu n: G ís li B . FLÓRÍDA, AP „Herinn sækir hratt fram í Írak, en þessu stríði er fjarri því lokið,“ sagði George W. Bush Banda- ríkjaforseti þegar hann heim- sótti bækistöð bandaríska flughersins á Flórída, sama dag og lík fyrstu bandarísku hermannanna sem féllu í Írak voru flutt til Bandaríkjanna. Bush varaði við því að eftir því sem bandarískar hersveit- ir kæmu nær Bagdad yrði mótspyrnan harðari. „Við vit- um ekki hversu lengi þetta stríð mun standa en við erum reiðubúnir fyrir orrustuna sem er fram undan.“ „Ég get fullvissað ykkur um að dagur reikningsskila í Írak kemur, og sá dagur nálg- ast,“ sagði Bush og uppskar mikið klapp. Hann lofaði bar- áttukjark bandarískra her- manna í Írak þegar þeir mættu óvinum sínum og hversu vel þeir kæmu fram við óbreytta borgara. Bandaríska þjóðin er ekki jafn bjartsýn á gang stríðsins og hún var fyrir skömmu. Samkvæmt síðustu könnun telja aðeins 38% landsmanna að innrásin í Írak gangi vel fyrir sig. Á föstudag taldi 71% að svo væri. ■ Írak lagt í rúst MOSKVA, AP „Hvaða lýðræði eru þeir að tala um þegar þeir eru að reyna að leggja landið í rúst?“ spurði Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands. „Ef svona um- fangsmiklum sprengjuárásum verður haldið áfram munu áhrifin á almenning og umhverfið verða gífurleg.“ Orð hans eru þau hörð- ustu sem hann hefur látið út úr sér um stjórnvöld í Washington. Hann sakaði Bandaríkjamenn um að reyna að grafa undan Rússum með tilhæfulausum ásökunum um að þeir hefðu selt Írökum vopn með ólöglegum hætti. ■ VIÐTAL „Reiði manna vex með hverjum deginum,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir, sem er um þessar mundir stödd í smáríkinu Óman á Arabíuskaga. „Mönnum blöskrar grimmd og yfirgangur Banda- ríkjamanna og þeirra fylgifiska, á því er ekki nokkur vafi. Það er sömuleiðis fáránlegt hvað þeir hafa verið yfirlýsingaglaðir um framgang stríðsins. Þeir hafa líka þurft að draga æði mikið í land en svo virðist sem hörkumótspyrna Íraka hafi komið þeim í opna skjöldu. Því fer nefnilega fjarri að heimamenn taki innrásarliðinu fagnandi.“ Hörmuleg mistök á borð við árás á sýrlenska rútu og eldflaug- ar sem fyrir slysni lentu á írönsku og tyrknesku landsvæði hafa, að sögn Jóhönnu, ekki orðið til að bæta ímynd innrásarhersins. „Dag hvern eru mótmæli hér í Óman. Stríðið hefur mjög djúp- stæð tilfinningaleg áhrif á Araba hér sem annars staðar.“ Jóhanna segir jafnframt að margir hafi þungar áhyggjur af framhaldinu. „Útlendingar hér á svæðinu óttast að stríðið muni hafa langvarandi áhrif og það geti tekið langan tíma að græða sárin í samskiptum arabaheimsins og Vesturlanda.“ Að sögn Jóhönnu er verulegur munur á því hvað annars vegar breskar og bandarískar sjón- varpsstöðvar, eins og CNN og BBC, sýna frá stríðinu og hins vegar arabísku stöðvarnar Al Jazeera og Al Arabia. „Það er alveg greinilegt að arabískir áhorfendur telja vestrænu stöðv- arnar vera hlutdrægar og eru sannfærðir um að þær hvorki segi né sýni sannleikann.“ brynhildur@frettabladid.is RÚSSAR STYÐJA ÍRAKA 45% Rússa styðja Íraka í átökum þeirra við Bandaríkjamenn og Breta, samkvæmt nýrri skoðana- könnun, en aðeins fimm prósent segjast styðja Bandaríkjamenn. Andúð á Bandaríkjunum hefur aukist mjög í Rússlandi. 55% Rússa hafa neikvætt viðhorf til Bandaríkjamanna, en hlutfallið hefur hækkað úr 15% á tæpu ári. PÁFI HRYGGUR Jóhannes Páll páfi II ítrekaði harm sinn vegna innrásarinnar í Írak þegar hann ávarpaði pílagríma og trúaða á Pét- urstorginu í Vatíkaninu. Hann sagðist fylgjast með fréttum af stríðsátökun- um, hryggur í hjarta, án þess að gleyma öðrum blóðugum átök- um sem geisa víðs vegar um heiminn. FANGAR MYRTIR? Bandaríkjaher rannsakar ásakanir þess efnis að Írakar hafi myrt sjö bandaríska hermenn eftir að þeir gáfust upp. Bandaríkjamenn segjast hafa náð að hlera skeytasendingar sem gefa þetta til kynna. Írakar segja að hermennirnir hafi fallið í bar- dögum. EKKI INN Í ÍRAK Yfirmaður tyrk- neska hersins hefur heitið því að senda engar nýjar hersveitir inn í Írak nema mikill fjöldi flótta- manna sæki til Tyrklands eða að öryggi Tyrkja sé ógnað. Hann segist ekki munu fyrirskipa neina liðsflutninga nema í sam- ráði við Bandaríkin. 500 FELLDIR Vísbendingar eru uppi um að stærsta orrusta stríðsins enn sem komið er hafi verið háð nærri borginni Najaf, suður af Bagdad. Bandaríkja- menn segja 500 íraska hermenn hafa legið í valnum eftir orrust- una en segjast sjálfir hafa slopp- ið við mannfall. Djúp sár sem seint munu gróa Jóhanna Kristjónsdóttir dvelur um þessar mundir í Óman á Arabíuskaga. Hún segir að heimamönnum blöskri grimmd og yfirgangur Bandaríkjamanna. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR „Bush og Blair og lið þeirra virðast hafa trúað því í fullri alvöru að innrásarliðinu yrði tekið fagnandi af íröskum borgurum.“ STRÍÐI MÓTMÆLT Innrásinni í Írak er mótmælt daglega í mörgum arabaríkjum enda hefur stríðið djúpstæð tilfinningaleg áhrif á almenna borgara þar víðast hvar, að sögn Jóhönnu Kristjónsdóttur. ■ Innrás í Írak/ Örfréttir ■ Innrás í Írak/ Rússar Bandaríkjaforseti varaði við því að erfiðasti hlutinn væri fram undan: Stríðinu er fjarri því lokið HERMENN ÁVARPAÐIR Bandaríkjaforseti ávarpaði hermenn í herstöð í Flórída. Hann bar mikið lof á baráttukjark hersins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.