Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 43
24 27. mars 2003 FIMMTUDAGURMeð súrmjólkinni
FRAMKVÆMDASTJÓRI „Ég er Reyk-
víkingur og er alinn upp í Vogun-
um en missti af þessari þekktu
kynslóð skálda og rithöfunda sem
kennd er við Vogana þar sem ég
er fæddur 1963, þeir voru allir
fæddir fyrr,“ segir Guðmundur
Hjaltason, nýráðinn forstjóri
Kers hf. „Ég varð stúdent frá
Menntaskólanum við Sund árið
1983 og fór svo í viðskiptafræð-
ina í Háskólann og útskrifaðist
1988. Ég ákvað að gerast endur-
skoðandi en eins og allir endur-
skoðendur þekkja er vinnutíminn
alltaf að drepa þá þannig að ég
söðlaði um en fór eiginlega úr
öskunni í eldinn þar sem álagið
er meira, ef eitthvað er, í hinu.“
Guðmundur var einn eigenda
Löggildra endurskoðenda hf. og
starfaði meðal annars á þeirra
vegum í Bandaríkjunum, Rúss-
landi og Noregi en þegar hann
ákvað að breyta til bauðst honum
starf framkvæmdastjóra fjár-
mála og stjórnunarsviðs hjá Sam-
skipum. Hann segist þó ekki hafa
fengið hefðbundið Sambandsupp-
eldi. „Ég er ekki með próf frá
Bifröst eins og margir af sam-
starfsmönnum mínum og vinum.
Samstarf, Starfsmannafélag
Samskipa, á aftur á móti sumar-
bústað í nágrenni við Bifröst og
þar hef ég oft dvalið í góðu yfir-
læti.“
Eiginkona Guðmundar er
Bogey Sigfúsdóttir, viðskipta-
stjóri hjá K.Karlssyni. Þau eiga
tvö börn, Daníel sem er átta ára
og Dagnýju sem er tveggja ára.
Guðmundur er sonur Hjalta Jón-
assonar, fyrrverandi skólastjóra
í Selja- og Austurbæjarskóla, og
Jóhönnu Þorkelsdóttur, sem var
meðal annars kennari við Austur-
bæjarskóla.
Þegar talið berst að áhugamál-
um nefnir Guðmundur fjölskyld-
una og vinnuna. „Þetta eru auð-
vitað ekki beinlínis áhugamál
heldur lífið sjálft.“ Hann bætir
því svo við að hann fari á skíði og
lesi mikið. Hann er hins vegar
ekki fastur í hinu hefðbundna
forstjórasporti. „Ég hætti í golf-
inu eftir að ég var næstum búinn
að drepa mann. Ég veiði svolítið á
sumrin en er þó langt því frá að
vera heltekinn eins og svo marg-
ir.“ ■
GUÐMUNDUR HJALTASON
Það hefur verið mikill uppgangur hjá Sam-
skipum undanfarin ár og Guðmundur segir
það hafa verið ánægjulegt að taka þátt í
eflingu fyrirtækisins. „Ég fer héðan með
miklum söknuði og vona að ég fái áfram
að sinna Samskipum eitthvað.“
Garðar var eitthvað þungur skömmueftir áramót eins og margir Íslend-
ingar og fór því að finna lækninn sinn.
Læknirinn skoðaði Garðar, fann hvað
var að honum og lét hann fá lyfseðil fyrir
gleðipillum í stílaformi og leiðbeiningar
um notkun þeirra. Nokkrum dögum
seinna hittust þeir aftur. Læknirinn
spurði Garðar hvernig hann hefði það.
Ég skal segja þér það,“ sagði Garðar
önugur. „Þessar pillur sem þú lést mig fá
virkuðu andskotann ekki nokkurn skap-
aðan hlut. Ég hefði allt eins getað rekið
þær upp í afturendann á mér!“
Pondus eftir Frode Øverli
Stöðuveiting
■ Guðmundur Hjaltason hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Kers hf., sem
á meðal annars Olíufélagið og stóran
eignarhlut í Samskipum. Hann var þó
ekki skólaður á Bifröst eins og margir
samstarfsmenn og vinir.
Fékk ekki hefðbundið SÍS uppeldi
Sérðu
hvað er
að?
Öhh... já,
verður
þetta dýrt?
Nei, nei! Þú
ert í góðum
fíling með
svona tvö
hundruð þús!
Jeminn eini...
ég veit ekki
hvort ég á
svo mikið...
Gefðu mér
pin-númerið
þitt, þá skal
ég athuga það!
Já, og svo skal
ég skipta um
bakljósaperurnar
fyrir fjörutíu
þús...
fyrir þig!
Bifvélavirkjar...
álíka miklir
mannvinir og
meðal fjölda-
morðingi!
Sko... breiðskaftið
er að fléttast af
krangasveifinni og
þétta rörlokið! Það
er ekki nógu gott! Je-minn!
TÍSKA Í SUÐUR-KÓREU
Fyrirsætan skartar fötum hönnuðum af
Son Jung-Wan sem sýnd voru á tískuviku í
Seúl sem hófst í gær. Yfir 20 hönnuðir taka
þátt í tískuvikunni.
BílabúllaBjössa
Nýjar vörur á
hverjum degi!
Opnum í dag 27.3 2003 - Opnunartími virka daga 14.00-18.00 - Laugardaga/Sunnudaga 11.00-18.00 - Stendur til 6.4 2003
NIKE
Confetti
Regatta adidasSPEEDO
Triumph
Verðdæmi:
Adidas fótboltaskór barna
okkar verð 1990 - fullt verð 3990
Osh Kosh gallasmekkbuxur
okkar verð 1600 - fullt verð 4500
Kuldagallar barna
okkar verð 2950 - fullt verð 6990-7990
Regatta barnaúlpur
okkar verð 3500 - fullt verð 7990
isit Zo