Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 9
KIRKJAN „Okkur langaði að láta af því vita að kristið fólk, við erum glöð yfir andspyrnu við klámvæð- ingunni sem hefur verið allsráð- andi á undanförnum árum. Hin kristna rödd hlýtur að byggja á virðingu fyrir lífinu, manneskj- unni og fjölskyldunni ekki síst,“ segir María Ágústsdóttir, héraðs- prestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Hún er formaður Samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga, sem sent hefur frá sér tilkynningu þar sem fagnað er dómi Hæstaréttar sem staðfestir „að Reykjavíkur- borg hafi verið heimilt að banna einkadans á nektarstöðum hér- lendis. Nefndin fagnar einnig auknum fjölda sveitarfélaga sem hafa fylgt fordæmi Reykjavíkur- borgar og bannað einkadans á nektarstöðum.“ Þá skorar nefndin á sveitarfélögin að ganga enn lengra og stöðva alla þá starfsemi sem býður upp á og hvetur til klámvæðingar á Íslandi. Í nefnd- inni eiga sæti fulltrúar Þjóðkirkj- unnar, kaþólsku kirkjunnar, Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu, Kirkju Aðventista, Íslensku Kristskirkjunnar og Hjálpræðis- hersins. „Klámvæðingin er þyrnir í aug- um upplýsts kristins fólks. Það finnur vegið að manngildinu í þessari klámvæðingu. Hún ber ekki umhyggju fyrir manneskj- unni. Okkur prestunum, sem fáum til okkar hjónaskilnaðarmálin, er umhugað um að spornað sé gegn þessu. Í sumum tilvikum hefur þetta skipt máli og verið ein orsa- ka skilnaðar – þetta aðgengi að klámi, á Netinu og á þessum stöð- um.“ María segir helsta verkefni Samstarfsnefndarinnar, sem er um 30 ára gömul, hafa verið að sjá um samkirkjulega bænaviku en búast megi við að hún láti til sín taka í tengslum við mál sem þessi kirkjufélög eru sammála um að álykta megi um. ■ 12 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR ÚTGJÖLD ÍSLENDINGA ER- LENDIS Milljarðar 1997 17,2 1998 20,7 1999 23,0 2000 26,3 2001 21,5 2002 19,7 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS VERÐLAG 1990. Svona erum við ÁRÁS Á SOFANDI BORGARA Að minnsta kosti sjö óbreyttir borgar- ar létu lífið þegar íslamskir upp- reisnarmenn skutu sprengjum á húsalengju í þorpi á Filippseyjum. Að auki voru þrír þorpsbúar skotn- ir til bana þar sem þeir lágu sof- andi í rúmum sínum. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi ætlað að stela matarföngum. Hermenn eltu uppi árásarmennina og drápu fimm þeirra í skotbardaga í þorpinu. TILRAUNAELDFLAUGAR Indverj- ar tilkynntu að þeir hefðu skotið tilraunaeld- flaug sem borið getur kjarnorku- vopn í austur- hluta Ind- lands. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Pakistanar sams konar skamm- drægri eldflaug í tilraunaskyni. SPRENGJUR FRÁ SEINNA STRÍÐI Indónesískir verkamenn hafa á undanförnum mánuðum grafið upp 55 virkar sprengjur á flugbraut í Indónesíu sem var notuð af jap- anska hernum í síðari heimsstyrj- öldinni. Sprengjurnar eru frá flug- herjum Bretlands og Ástralíu sem stóðu fyrir tíðum árásum á svæðið í heimsstyrjöldinni síðari. Verður þeim nú komið fyrir í neðanjarðar- byrgi skammt frá fundarstaðnum á flugbrautinni. ARKANSAS, AP Þriggja ára gamall drengur, Robert Lee Bennett, fannst ómeiddur í yfir sex kíló- metra fjarlægð frá heimili sínu eftir að hafa verið týndur í tæpan sólahring. Drengurinn hafði orð- ið ósáttur við móður sína þegar hún vildi ekki taka hann með sér í innkaupaferð og því stungið af ásamt hundinum sínum. Robert fannst eftir að ábend- ing barst frá flutningabílstjóra sem hafði séð hann og hundinn hlaupa yfir hraðbraut. Í ljós kom að auk þess að fara yfir hrað- brautir hafði Robert gengið um í skógi og synt og vaðið yfir nokkra læki. ■ VELFERÐARMÁL „Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þetta eru svoddan ósköp sem hann Páll Pétursson hefur gert í velferðarmálum,“ segir Guðni Ágústsson, starfandi félagsmálaráðherra. „Velferðarkerfið hefur verið styrkt, sem og fjölskyldan. Fæð- ingarorlof hefur verið lengt úr sex í níu mánuði, sem hlýtur að skipta foreldra verulegu máli. Feðraorlof er nýtt af nálinni til að auka jafnræði kynjanna. Hús- bréfalánin fást nú til 40 ára og tekjulægra fólk getur fengið allt að 90 prósenta lán til húsnæðis- kaupa.“ Guðni nefnir að stór hópur tekjulágs fólks hafi komist í eigin íbúðir, húsaleigubætur hafi stór- hækkað síðustu árin og orðið skattfrjálsar árið 2002 til að styrkja barnafjölskyldur og lág- launafólk. „Ég er klár á því að þjóðfé- lagstekjur uxu þegar Framsókn- arflokkurinn komst í ríkisstjórn aftur. Lífskjör þjóðarinnar bötn- uðu um 33 prósent á átta árum, sem er forsenda mikilla sátta við aldraða og öryrkja í haust. Þeir sem verst eru settir meðal þeirra fá á næstu árum 3 milljarða króna. Heilbrigðisráðherra er að hefja mikla sátt við öryrkja og lægstu bætur í landinu hafa hækkað um 58 prósent meðan lífskjör hafa batnað um 33 pró- sent.“ Þó svo að ýmis vandræði steðji oft að heilbrigðiskerfinu segir Guðni að flestir Íslendingar viti að það sé eitt besta í heimi. „Við höfum verið á mjög réttri leið í þessari ríkisstjórn að marka stefnu um framtíð í fé- lagsmálum Íslendinga. Atvinnan skapar velferðina.“ Guðni segir hugsanlegt að greina megi einhverja misskipt- ingu tekna á Íslandi en það er vegna EES-saminga sem hafa gert íslensk fyrirtæki alþjóðleg og þar með hafi komið mjög há laun í ákveðnum greinum. „Okk- ur finnst þau allt of há og svo framvegis en hitt er alveg ljóst að lífskjörin hafa batnað og við höfum verið að taka á með lægri tekjuhópunum. Lægstu bætur hafa hækkað um 58 prósent frá því Framsóknarflokkurinn tók við heilbrigðis- og félagsmál- um.“ Atvinnuleysisbætur segir Guðni að hafi verið helmingi lægri þegar Framsóknarmenn tóku við og þeir hafi ályktað að þær eigi að fara upp að lág- markslaunum, sem eru í dag 95 þúsund. „Lægstu laun voru, þeg- ar við komum að, 55 þúsund og hafa því hækkað um helming. Ákveðnir stjórnmálamenn eru alltaf að telja fólki trú um að þjóðfélagið sé vont en þegar þetta er skoðað í heild erum við á réttri leið og viljum halda áfram á þeirri braut.“ jakob@frettabladid.is Kirkjan gegn klámi: Klámvæðingin árás á fjölskulduna SÉRA MARÍA ÁGÚSTSDÓTTIR Í sumum tilfellum hefur aðgengi að klámi verið ein orsaka skilnaðar. GUÐNI ÁGÚSTSSON Erum á réttri leið enda bötnuðu lífskjör þjóðarinnar um 33 prósent eftir að Fram- sóknarflokkurinn komst í ríkisstjórn á nýj- an leik. Tekið á með tekjulágum Velferðarkerfið hefur verið styrkt og lífskjör hafa batnað eftir að Framsóknarflokkurinn komst í ríkisstjórnina, segir Guðni Ágústsson. Þriggja ára drengur: Einn á göngu með hundinum ■ Asía

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.