Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 11

Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 11
Ragnheiður Héðinsdóttir matvælafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins Fóru eftir eigin reglugerð Það eru mörg dæmi um að vinnu- brögð Neytendasamtaka Íslands í þessari könnun voru ekki vönduð. Sem dæmi stangaðist á mörgum stöðum lesefnið á við uppgefnar töflur með niðurstöðum. Þá kemur fram að samtökin telja tæpan helming brauða hafa reynst undir vigt. Þegar ég fór yfir töflurnar rak ég augun í 10-14 tilfelli sem falla utan þess sem reglu- gerð um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla segir að sé undir vigt. Talan sem samtökin gáfu upp um undirvigt finnst mér miklar ýkjur svo ekki sé meira sagt. Neytendasam- tökin styðjast ekki við reglugerðina heldur búa til sínar eigin reglur sem segja að vara sé undir vigt ef hún er 1% frá uppgefinni þyngd. Mér finnst þeir gefa sér sínar eigin forsendur til þess að málið líti verr út heldur en það raunverulega gerir. Þórólfur Daníelsson hjá markaðskönnun Neytendasamtakanna Niðurstaðan óhögguð Ég get í engu tekið undir að vinnubrögð Neytendasamtakanna séu óvönduð. Þegar gerður er samanburður á brauðum og þau reynast að stórum hluta vera í undirvigt hefur það lítið að segja að þrjú til fjögur brauð eru í yfirvigt. Mér finnst það ekki rök fyrir allri undirvigtinni að einhver brauð hafi yfir- vigt. Þeir kúnnar teljast heppnir sem fá þau brauð. Ég tel engin rök hjá Ragnheiði Héðinsdóttur matvælafræð- ingi hjá Samtökum iðnaðarins að við höfum innt af hendi óvönduð vinnubrögð. Þrátt fyrir að við nefnum að Kexverksmiðjan sé staðsett á Akureyri en reynist svo vera í Reykjavík breytir það ekki staðreyndum. Við fór- um af stað með að vigta brauð og kökur og ef einhver aukaatriði eru á misskilningi byggð er það vont fyrir okkur. Aðalatriðið er samt sem áður, brauðin reyndust vera léttari en sagt var til um. Það stendur. Björn Bjarnason Hjákátlegir mótmælendur „Þeir, sem nú mótmæla Bush á götum úti eða hallmæla honum í fjölmiðlum eru hjákátlegir vegna þess að aðgerðir þeirra byggjast á hinu alranga sögulega mati, sem á rætur í vinstri hreyfingum síð- ustu aldar“. BJÖRN BJARNASON, ALÞINGISMAÐUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKS, Á VEF SÍNUM, BJORN.IS Fýlusvipur „Það er ekki ofsögum sagt að stóri krataflokkurinn er drauma- andstæðingur Davíðs Oddssonar. Í síðasta mánuði tókst þeim að klúðra umræðu um spillingu í stjórnkerfinu svo rækilega að undanfarinn hálfan mánuð hafa kratar gengið um fýlusvip “. SJ/SH Á MURINN.IS ■ Af netinu Nýleg fjölmiðlakönnun Gallupsýnir sterka stöðu Ríkissjón- varpsins. Stöð 2 hefur misst frá sér áskrifendur vegna samdráttar í tekjum heimilanna og er ekki lengur fullburðugt mótvægi við Ríkissjónvarpið. Þrátt fyrir hrað- an vöxt er Skjár einn ekki enn mikil ógnun við Ríkissjónvarpið. Til þess skortir Skjá einn frétta- stofu og traustari dagskrá. Sam- keppni þessara tveggja stöðva um annað sætið á eftir Ríkissjónvarp- inu hefur í raun styrkt stöðu ríkis- ins á sjónvarpsmarkaði. Þessi þróun er ekki góð. Bæði Stöð 2 og Skjár einn hafa sýnt að Íslendingar geta búið til gott sjón- varpsefni og haldið úti ágætri dagskrá án hjálpar frá ríkisvald- inu. Það er ekki vandamál. Vand- inn er hins vegar sá að ríkið setur stein í götu þessara sjónvarps- stöðva með því að skylda alla landsmenn til að greiða sér áskrift. Ríkissjónvarpið er því hvorki áskriftarstöð né frístöð – heldur tekur bestu kosti frá báð- um. Það hafa allir frjálsan aðgang að dagskrá Ríkissjónvarpsins en samt innheimtir það áskriftar- gjöld. Og áskriftartekjur Ríkis- sjónvarpsins eru engir smáaurar. Þótt öllum heimilum sem eiga sjónvarp sé skylt að greiða áskrift er áskriftargjald að Ríkissjón- varpinu aðeins lítillega lægra en áskrift að Stöð 2, sem þó miðar rekstur sinn við að selja áskrift á um eða yfir 40 prósent heimila. Skjár einn hefur síðan engar áskriftartekjur. Frjáls aðgangur að dagskrá Ríkissjónvarpsins tryggir því síðan mikið forskot í sölu auglýsinga umfram Stöð 2. Þessi staða á sjónvarpsmark- aði er á skjön við þá þróun sem hefur verið í öðrum atvinnu- rekstri. Á flestum sviðum hefur ríkið verið að draga sig til baka. Á sjónvarpsmarkaðnum hefur það hins vegar hlammað sér niður með þeim hætti að það er nánast ómögulegt að keppa við ríkið. Rökin fyir þessari brenglun markaðarins er hið svokallaða „menningarlega hlutverk ríkisút- varpsins“. Það hugtak er óskiljan- legt þeim sem fylgjast með dag- skrá Ríkissjónvarpsins. En ef ein- hver fótur er fyrir þessu hugtaki má spyrja á móti: Hvers virði er það íslenskri menningu að hér vaxi upp mismunandi fyrirtæki á sjón- varpsmarkaði og keppi á sann- gjörnum grundvelli um hylli áhorfenda og auglýsenda? Sá sem telur þau gildi minna virði en ríkis- rekstur á menningarsviði ber ekki mikla virðingu fyrir fjölbreyti- leika og krafti opins samfélags. Sem aftur eru mestu verðmæti þessa litla samfélags okkar. ■ 12 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það var ekki tekið út með sæld-inni á sínum tíma að laða stjórnarráðið til að telja fram til- skildar upplýsingar í landbúnaðar- skýrslur Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París (OECD). Við, sem höfðum áhyggjur af þeim gríðarlega kostnaði, sem búvernd- in lagði og leggur enn á neytendur og skattgreiðendur á Íslandi, þurftum að safna upplýsingunum sjálf og ganga úr skugga um það með ærinni fyrirhöfn, að tölur okkar væru sambærilegar við þær tölur, sem OECD birti í ársskýrsl- um sínum um búverndarkostnað annars staðar á OECD-svæðinu. Eftir alllanga mæðu tókst okkur þó að fá stjórnarráðið til að telja fram, og þá fékkst það staðfest, að tölur okkar hagfræðinganna utan stjórnkerfisins voru réttar og lygabrigzl stjórnarráðsins og bændasamtakanna á hendur okkur voru úr lausu lofti gripin. Æ síðan hafa búnaðarskýrslur OECD sýnt, að búverndin kostar neytendur og skattgreiðendur mun meira hér heima en í Evrópusambandslönd- unum og bitnar um leið á bændum sjálfum, en munurinn hefur þó farið minnkandi sem betur fer: til þess var leikurinn gerður. Þessi saga átti eftir að endur- taka sig. Ísland hafði látið það und- ir höfuð leggjast að telja fram til- skildar upplýsingar í menntamála- skýrslur OECD. Við, sem höfðum áhyggjur af vanrækslu mennta- málanna, vöktum máls á þessu. Við bentum á, að útgjöld almanna- valdsins til menntamála væru mun minni hér en víða annars staðar. Þetta gat varla komið á óvart, því að kennaralaun voru og höfðu lengi verið skammarlega lág og skortur á hæfum kennurum var að sama skapi tilfinnanlegur, einkum úti á landi. Við þurftum eins og aðrir landsmenn að hlusta kvölds og morgna á langar ræður um það í útvarpi og sjónvarpi, að dauður fiskur væri verðmætasta auðlind þjóðarinnar: það var þá varla við því að búast, að lands- stjórninni fyndist vert að leggja sérstaka rækt við menntamál, ekki nema þá í nafni byggða- stefnu. Og þá gerðist einmitt það, sem við ætluðumst til: þeir í stjórnar- ráðinu bitu á agnið og byrjuðu loksins að telja fram í mennta- málaskýrslur OECD. Og viti menn: það kom á daginn, að áhyggjur okkar höfðu reynzt rétt- ar. Tölurnar sýndu, að útgjöld al- mannavaldsins til menntamála árið 1996 námu rösklega 5% af þjóðarframleiðslu hér heima á móti 7% til 8% annars staðar á Norðurlöndum. Þessar tölur rím- uðu vel við tölur frá Mennta-, vís- inda- og menningarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO), því að þær sýndu einnig, hversu miklu minna almannafé við Íslendingar höfðum varið til menntamála mið- að við þjóðarframleiðslu en aðrar Norðurlandaþjóðir langt aftur í tímann. Munurinn nam sem sagt 2% til 3% af þjóðarframleiðslu. Það hefði því kostað okkur 12 til 18 milljarða króna á hverju ári að jafna metin. Til samanburðar hef- ur fjárveiting ríkisins til Háskóla Íslands numið um 3 milljörðum króna á ári undangengin ár. Þetta segir þó ekki alla söguna, því að aldurssamsetningin er ólík: hér heima er tiltölulega fleira fólk á skólaaldri en annars staðar um Norðurlönd, svo að við ættum þá að réttu lagi að verja meira fé til menntunarmála en frændur okkar. Á móti þessu kemur, að um þriðj- ungur íslenzkra háskólastúdenta stundar nám erlendis, og það er ekki ljóst, að hversu miklu leyti námskostnaður þeirra er talinn með þjóðarútgjöldum til mennta- mála. Tveim árum síðar brá svo við, að ársskýrsla OECD um mennta- mál (Education at a Glance, 2001) sýndi, að árið 1998 var Ísland búið að jafna metin: það ár vörðum við skv. skýrslunni tæplega 7% af landsframleiðslu okkar til mennta- mála, svipuðu hlutfalli og Danir, Norðmenn og Svíar. Þessi skyndi- legu umskipti milli áranna 1996 og 1998 eru ekki skýrð í skýrslunni, enda stangast þau á við upplýsing- ar Þjóðhagsstofnunar, sem sýna, að framlög ríkis og byggða til menntamála hér heima hækkuðu aðeins lítillega frá 1996 til 1998, eða úr 5,3% af landsframleiðslu 1996 í 5,7% 1998 (og 5,9% 2000, með námslánum og öllu saman, segir Hagstofan; ekki lýgur hún). Eitthvað virðist hafa farið úrskeið- is. Ísland er nú aftur hætt að telja fram: tölur um Ísland vantar í nýj- ustu ársskýrslu OECD (Education at a Glance, 2002). Eigi að síður hefur menntamálaráðherra haldið því fram fullum fetum, að Ísland sé komið í fremstu röð í útgjöldum til menntamála og nefnir háskóla sérstaklega til sögunnar, enda þótt vitað sé, að mun lægra hlutfall ís- lenzks æskufólks sækir háskóla og skylda skóla en gengur og gerist í flestum nálægum löndum (40% hér heima á móti næstum 60% að jafnaði innan OECD árið 1998). Kennaralaun hafa hækkað umtals- vert að undanförnu, rétt er það, en umfang vanrækslunnar í mennta- málum mörg ár aftur í tímann er meira en svo, að hægt sé að bæta skaðann á örfáum árum, allra sízt með röngum fullyrðingum rétt fyrir kosningar. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ prófessor skrifar um skýrslu OECD um menntamál. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sjónvarpsstöðvar á Íslandi. Virðing fyrir tölum ■ Bréf til blaðsins Ríkið kaffærir sjónvarpsmarkaðinn Aðgengi að afrétti tryggt „Hvert er hlutverk sveitarfélaga gagnvart íbúunum? Af hverju eiga sveitarfélögin að eiga sínar jarðir þegar bændur geta selt sín- ar? Bændur á þessu svæði hafa verið að selja sínar jarðir til þétt- býlisbúa sem nýta þær síðan sem sumarbústaðaland. Það er mögu- leg uppbygging á þessum jörðum með tilkomu nýrra eigenda. Við ætlum að halda eftir afréttinum á Grenjum og aðgengi að honum verður tryggt eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgar- byggðar. –––––––––––––- Borgarbyggð hyggst selja nokkrar eyðijarðir og hluta úr jörðum sem sveitarfélagið á. Minnihluti Framsóknarflokks óttast að sala jarðanna Syðri-Hraundals og hluta úr Grenj- um hefti aðgang sauðfjárbænda að afrétti. Hvers vegna skila þeir ekki frelsisstyttunni? Halldór Þorsteinsson, skólastjóri málaskóla Halldórs, skrifar: Íbræði sinni vegna andstöðuFrakka við brýnar og allt að því lífsnauðsynlegar, eða réttara sagt dauðnauðsynlegar hernaðarað- gerðir gegn Írökum, eru Banda- ríkjamenn farnir að sniðganga franskar vörur, eins og til að mynda vín, osta, ilmvötn og margt fleira. Nú snæða þarlendir ekki lengur franskar kartöflur heldur frelsiskartöflur og smakkast þær víst langtum betur. Á meðan Bandaríkjamenn eru svona þenkjandi væri ekki réttast fyrir þá að skila aftur frelsisstytt- unni sem Frakkar voru svo rausn- arlegir að gefa þeim á sínum tíma? Auðsætt er að þeir mega ekkert franskt sjá. Sá galli er að vísu á gjöf Njarðar að hún snýr baki í guðs útvöldu þjóð. En hver veit hvað kynni að gerast ef þeir létu verða af þessu? Styttan gæti hæg- lega vegna þyngdar sinnar sokkið til botns í miðjum Atlantsálum, þar sem hún væri hugsanlega best geymd eins og nú er ástatt í heims- málum. Ef mestu valdamönnum tækist einhvern tímann síðar að koma á varanlegum friði mætti lyfta henni upp af hafsbotni. Þá væri gott að geta leitað til eld- klárra fagmanna eins og íslensku björgunarmannanna sem hafa ver- ið að baksa við að koma fjölnota- skipinu Guðrúnu Gísladóttur upp á yfirborðið við Lófóten. ■ HELGA HALLDÓRSDÓTTIR Deilt um þyngd á brauðum Skiptar skoðanir ■ Bætiflákar Gallabuxur 50% afsláttur Fimmtudag og laugardag stærðir 34-48

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.