Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 13

Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 13
14 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR HLAUPARAR GEGN STRÍÐI Hlauparar sem tóku þátt í Rómarmaraþon- inu á sunnudag héldu uppi gríðarstórum fána við upphaf hlaupsins. Á honum stóð: „Íþróttir gegn stríði“ og var þar verið að vísa í stríðið gegn Írak. Kenýubúinn Freder- ick Cherono vann hlaupið á tímanum 2 klukkustundir, 8 mínútur og 48 sekúndur. AP /M YN D Evrópumeistarar Real Madrid: Vilja kaupa Beckham í sumar FÓTBOLTI Evrópumeistarar Real Madrid hafa áhuga á að fá David Beckham, leikmann Manchester United, í sínar raðir í sumar. Spænska liðið mun vera tilbúið að greiða um 4,9 milljarða króna fyrir leikmanninn. Jorge Valdano, framkvæmda- stjóri Real Madrid, sem í gegnum árin hefur keypt stórstjörnurnar Ronaldo, Zinedine Zidane og Luis Figo til félagsins, hefur staðfest áhuga sinn á Beckham. „Miðað við þau stóru kaup sem Real Madrid hefur gert undanfarin ár virðist Beckham vera næsta stóra verkefni okkar,“ sagði hann í viðtali við spænskt dagblað. Beckham segir það mikinn heið- ur að vera orðaður við spænska stórliðið. „Allir leikmenn teldu það mikinn heiður að vera í umræðunni hjá Real Madrid,“ sagði hann í við- tali við enska blaðið The Sun. „Þeir hafa frábæra leikmenn og mikla hefð.“ Samningur Beckham við United gildir til ársins 2005. Fari hann til Real eru taldar líkur á því að Figo, sem einnig er hægri kant- maður, fari til United í skiptum. ■ Hermann Hreiðarsson: Samdi við Charlton FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson, leikmaður Ipswich, hefur gert samning við enska úrvalsdeildarlið- ið Charlton. Kaupverðið er 500 þús- und pund, eða um 61 milljón króna. Hermann var keyptur til Ipswich árið 2000 frá Wimbledon fyrir um 490 milljónir króna og hef- ur því lækkað mikið í verði. Portsmouth, sem er í efsta sæti ensku 1. deildarinnar, bauð einnig í Hermann og hafði Ipswich sam- þykkt tilboð beggja liða. Hermann ákvað að taka tilboði Charlton og leikur því með liðinu í úrvalsdeild- inni á næstu leiktíð. Liðið er í 7. sæti deildarinnar. ■ Styrkleikalisti FIFA: Ísland fellur um eitt sæti FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er ásamt Ghana í 61. til 62. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í gær. Ís- land hefur því fallið um eitt sæti á listanum frá því í síðasta mán- uði. Skotar, mótherjar Íslands í undankeppni EM næstkomandi laugardag, eru skammt undan í 63. til 64. sæti ásamt Alþýðulýð- veldinu Kongó. Heimsmeistarar Brasilíu eru efstir sem fyrr, en Spánverjar fara upp fyrir Frakka í annað sætið. ■  18.25 Sjónvarpið Snjókross. Þáttaröð um kappaksturs- mótaröð vélsleðamanna.  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  19.00 Sýn Intersport-deildin. Bein útsending frá þriðja leik Grindavíkur og Tindastóls í undanúrslitum.  20.00 Austurberg ÍR og KA eigast við í Esso-deild karla í handbolta. ÍR-ingar eru í þriðja sæti deildarinnar og í harðri baráttu við Val og Hauka um deildarmeistaratitilinn. KA-menn eru í næsta sæti fyrir neðan.  20.00 Digranes HK tekur á móti Stjörnunni í Esso-deild karla í handbolta. HK berst fyrir sæti í úrslitakeppninni.  20.00 Framhús Framarar mæta Valsmönnum í Esso- deild karla í handbolta.  20.00 Höllin Akureyri Þór tekur á móti Gróttu/KR í Esso-deild karla í handbolta. Liðin ætla sér bæði sæti í úrslitakeppninni.  20.00 Kaplakriki FHog Víkingur eigast við í Esso-deild karla í handbolta.  20.00 Varmá Aftureldingmætir Haukum í Esso-deild karla í handbolta. Haukar eru í öðru sæti deildarinnar og berjast um deildar- meistaratitilinn.  20.00 Vestmannaeyjar Eyjamenn taka á móti Selfyssingum í Esso-deild karla í handbolta.  21.00 Sýn Sýnt frá Madeira Island-mótinu í evr- ópsku PGA-mótaröðinni í golfi.  22.00 Sýn Football Week UK. Nýjustu fréttirnar úr enska boltanum.  22.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn HM 2002. Sýnt frá leik Japans og Rúss- lands á HM í Asíu í sumar. hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 MARS Fimmtudagur BECKHAM David Beckham og félagar í Manchester United mæta Real Madrid í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.