Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 14

Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 14
TÍSKA Frjálsleg í fasi bls. 2 MATUR Gómsætt brauðmeti bls. 20 HÁRTÍSKA Ekkert ýkt bls. 18 Frændinn gráðugur í laxasnitturnar Ég er kaþólsk og fermdist í Landa-kotskirkju árið 1991,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona. „Veislan var heima hjá mömmu og pabba og aðallega nánasta fjölskylda. Gjafirn- ar voru helst trúarlegs eðlis, ég fékk til dæmis Passíusálmanna, sálmabók, Kristsstyttur og talnabönd.“ Svala segist að sumu leyti hafa notið þess að vera öðruvísi en bekkj- arsystkinin og fermast í kaþólskri kirkju. „Mér fannst ég nú reyndar aðeins útundan þegar þau fóru í hefð- bundið fermingarferðalag, en svo fékk ég að fara með.“ Meðal fermingarsystkina Svölu voru Emiliana Torrini söngkona og Björgvin Franz leikari. „Við þótt- umst vera með einhvern smá upp- steyt í fermingarfræðslunni, rædd- um til dæmis frjálslega um fóstur- eyðingar, sem kaþólska kirkjan leyfir auðvitað ekki, en það risti allt saman ákaflega grunnt. Fyrst og fremst var fermingarundirbúningur- inn skemmtilegur og gefandi og fermingin hafði mikið gildi fyrir mig. Það sem líka stendur upp úr í minningunni er langamma mín, Ágústa af Staðarhóli, sem er látin. Hún var svo glöð í kirkjunni og of- boðslega stolt af mér,“ segir Svala. ■ Fékk Kristsstyttur og talnabönd SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR Fermingin hafði mikið trúarlegt gildi fyrir Svölu, sem fermdist í kaþólskri kirkju. SÁLMABÓK Þegar fermingarbörnin ganga inn kirkjugólfið eru þau öll með sálmabækur. Oft eru nafn fermingarbarnsins og fermingardagur gyllt á sálmabókinni, sem iðulega fylgir fermingarbarninu fram á fullorðinsárin. Kaþólsk ferming Þóttist vera með smá uppsteyt í fermingarfræðslunni. Ég fermdist í Akureyrar-kirkju árið 1968, á afmælis- daginn minn, 30. mars, sem var þá annar í páskum. Það hvarfl- aði að mér að hætta við að fermast, ekki af trúarástæðum heldur vegna þess að mamma var búin að ákveða fyrir mig til hvaða prests ég ætti að ganga. Ég móðgaðist eitthvað nett út af því, en það jafnaði sig,“ seg- ir Guðlaug María Bjarnardótt- ir leikkona, sem minnist ferm- ingardagsins með gleði. „Það komu gríðarlega marg- ir gestir og þrátt fyrir að við byggjum í stóru húsi þurfti að bera húsgögn til og frá og rúm- in niður í kjallara.“ Guðlaug segir veisluna hafa verið mjög skemmtilega eins og aðrar veislur í hennar fjöl- skyldu. „Þetta er allt mikið söng- og gleðifólk. Skemmtun- in fólst ekki síst í söngnum, það var keppst um að setjast við orgelið eða píanóið og rifist um harmonikkuna og svo sungið hástöfum. Svo var auðvitað mikið af góðum mat, þetta eru allt miklir matmenn. Ég man að ég hneykslaðist svolítið á einum frænda mínum sem borðaði ótrúlega margar laxa- snittur. Það þótti mér ekki bera vott um gott uppeldi, að borða bara eina sort.“ Guðlaug María segist skil- yrðislaust hafa verið miðpunktur veislunnar. „Ég þurfti að taka á móti öllum við útidyrnar og bjóða fólki að gjöra svo vel. Ég var látin skrifa niður hver gaf mér hvað, þakka fallega fyrir mig og svo voru haldnar ræður.“ Eitt af því sem stend- ur upp úr við undirbún- ing fermingar Guðlaugar Maríu er hárgreiðslan. „Ég þurfti að sitja uppi alla nóttina fyrir ferm- ingardaginn, með rúllur í hausnum. Ég var með þykkt og sítt hár og það náði ekki að þorna á hárgreiðslu- stofunni á fjórum tímum. Ég var þá send með rúllurnar heim og greitt morguninn eftir. Þegar gengið var til altaris tveimur dögum seinna var ég búin að rífa niður eitthvað af greiðslunni, sem var „upp- greiðsla“ í ótrúlegustu stöllum, en hafði ekki almennilega náð öllum túberingunum úr. Þarna var tekin mynd af öllum ferm- ingarbörnunum og ég með vægast sagt undar- lega hárgreiðslu. Ég var í svolitlu sjokki yfir því.“ Guðlaug María segir veðrið hafa verið þokkalegt á fermingar- daginn og einhverja veislugesti farið út í fótbolta. „Ég vildi að sjálfsögðu vera með og smellti mér í gallabux- ur utan yfir kjólinn. Ég var að girða mig þegar pabbi kom hlaupandi og kallaði mig snarlega inn. Þetta var náttúr- lega ekki við hæfi.“ Guðlaug María á enn úrið sem hún fékk í fermingargjöf frá foreldrum sínum. „Það er löngu hætt að ganga, en ég geymi það alltaf. Svo fékk ég 14 pör af eyrnalokkum fyrir göt. Ég var ekki með göt,“ seg- ir Guðlaug María glaðhlakka- leg. ■ 35 ÁRUM SÍÐAR Guðlaug minnist fermingardagsins með gleði, en mikið stuð var í veisl- unni og sungið og trallað. GUÐLAUG MARÍA Á FERM- INGARDAGINN Guðlaug sat uppi heila nótt með rúllur í hárinu og svo var tekið til við að túbera og túbera.... Guðlaug María Bjarnardóttir leikkona minnist fermingardagsins með gleði. Fermingarblaðið 27. mars 2003Sérblað um ferminguna og fermingarundirbúninginn Eftirminnilegast úr fermingunni MYND/THORSTEN Í tölu fullorðinna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.