Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 15

Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 15
27. mars 2003Fermingablaðið Offset b‡›ur flér a› taka flátt í hönnuninni og senda persónulegt bo›skort Margar stærðir og gerðir / Ýmsir möguleikar á bakgrunnum Skönnuð mynd í kortið / Innáprentun nafna Faxafen 8 / 108 Reykjavík Sími: 545 0000 / www.offset.is e-mail: sala@offset.is Öðruvísi fermingarboðskort Ásta Kristjánsdóttir, einn eig-enda Eskimo Models, segir tískustrauma margvíslega fyrir fermingarnar í ár og að eiginlega allt sé í tísku. „Stelpurnar eru mikið að kaupa sér blúndukjóla og dragtir og strákarnir jakkaföt eða bara buxur og skyrtu. Mér finnst hins vegar að fermingar- börnin mættu vera duglegri að fara sínar eigin leiðir í fatavali og elta ekki strauminn. Það er til dæmis hægt að fara í búðir eins og Spúútnik og kaupa sér óhefð- bundinn fermingarklæðnað, en vera samt ofsalega flottur,“ segir Ásta. „Sömuleiðis finnst mér ekki nauðsynlegt fyrir 13 ára stelpur að fara í förðun og naglaásetn- ingu, það má alltaf fá lánaðan gloss hjá mömmu og naglalakka sig sjálfur.“ Ásta segir þróunina í fatavali strákanna jákvæða. „Þeir eru orðnir sjálfstæðari og vilja vera herralegir og fínir. Ég myndi samt ráðleggja krökkunum að kaupa það sem þeim líður vel í og að þora að sýna sjálfstæði.“ Tískulínan fyrir fermingar- stelpurnar í ár einkennist þó af blúndukjólum, sem eru hafðir yfir hvítar buxur, og kínakjólum og fínflauelsdrögtum. Ferming- arliturinn, sem er að sjálfsögðu hvítt, er þó alls ekki allsráðandi, en kjólarnir eru í mörgum litum. Skóvalið fer svo eftir smekk hvers og eins en skórnir eiga þó að vera með lágum hæl. Mynd- irnar hér á síðunni voru teknar af fermingarbörnum hjá Eskimo Models. ■ GLÆSILEGUR KJÓLL Freyja er í kjól í silfruðu og bleiku. Skargripirnir fara vel við og takið eftir skónum. Glæsilegt. SÍGILT OG KARLMANNLEGT Sigurður klæðist svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu. Frjálsleg í fasi á fermingardaginn –tískuverslanir leggja fatalínuna og mömmurnar ráða miklu. FRJÁLSLEGT OG ÞÆGILEGT Tara er í dökkrauðri dragt með blásið, sleg- ið hár. Glæsilegt og einfalt. HERRALEGT OG FLOTT Einar er í riffluðum bláum jakkafötum og bláköflóttri skyrtu með bindi. Hefðbundið og flott.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.