Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 17

Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 17
27. mars 2003Fermingablaðið4 Það er mikið um að fólk komitil okkar og vanti hjálp við að útbúa falleg boðskort fyrir ferm- inguna,“ segir Valgeir Hallvarðs- son, framkvæmdastjóri Offset ehf. „Við hjálpum fólki að útbúa boðskortin, prentum þau og send- um svo persónuleg kort til hvers og eins. Það sem við þurfum að fá er hugmynd að útliti, og t.d. nokkrar myndir af fermingar- barninu, sem við skönnum og setjum inn. Þá erum við líka með nokkrar staðlaðar gerðir.“ Val- geir segir fólk geta komið með Excel- eða Word-skjal með nöfn- um boðsgesta og þeir hjá Offset sjái um að setja inn ávarp inn í kortin, eins og til dæmis elsku amma, elsku frænka og svo fram- vegis. „Annars er það bara hug- myndaflugið sem ræður, við get- um leyst hvað sem er varðandi kortin. Svo er allt prentað í ljós- myndagæðum.“ ■ Speltbrauð með fyllingu: 250 g hveiti 250 g fínmalað spelthveiti 225 g vatn ca. 27˚c 70 g smjör. 10 g salt 15 g pressuger ● Öllu blandað vel saman í hrærivél (með krók) og hnoðað hægt í 4-6 mín. eftir að allt er komið vel saman. Deigið látið hvíla í 15 mín. Síðan er deiginu skipt í tvennt og hnoðað létt og látið hvíla í 15 mín. Deigið flatt út í lengd venjulegrar bökunarplötu. Fyllingunni er skipt í tvennt og pakkað inn í deigið, penslað með vatni og örlitlu af grófu hafsalti stráð yfir. Látið standa í 10 mín. áður en bakað við 200˚C í ca. 20 mín eða þar til komin er góð skorpa. Einnig má sleppa fyllingu og baka sem baguettes. Fylling: 250 g sveppir rauð og græn paprika stór laukur 4-5 hvítlauksgeirar dökkar og grænar ólífur, ca. 15-20 af hvoru 3-400 g rjómaostur salt og pipar ferskar kryddjurtir: timjan, oregano og steinselja (getur verið gott að bæta við steiktum kjúklingi eða öðru sambærilegu kjöti) ● Sveppir, laukur og paprika eru létt- svissuð á pönnu í ólífuolíu, kryddað með salti og pipar og kryddjurtunum bætt í ásamt hvítlauknum. Látið kólna lítllega áður en þessu er öllu hrært saman við rjómaostinn (hægt að laga daginn áður). Halldór Gylfason leikari vareinn fárra í sínum árgangi sem völdu að fermast ekki. „Mamma fermdist ekki og einn eldri bræðra minna valdi að gera það ekki heldur. Þegar kom að mér byrjaði ég í fermingar- fræðslunni, en hætti svo við. Mig langaði að fermast út af gjöfun- um, en mamma sagði að þá fengi ég bara sálmabækur, Biblíur og Passíusálma í fermingargjöf og annað sem tengdist trúariðkun. En fyrst og fremst snerist þetta um val, mér fannst heiðarlegast að fermast ekki þar sem ég er ekki trúaður,“ segir Halldór. ■ Nóg að fá hugmynd að boðskorti Offset hjálpar til með útfærsluna PERSÓNULEG BOÐSKORT Boðskort geta verið frumleg og skemmtileg og um að gera að nota hugmyndaflugið. Gómsætt brauðmeti Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari hjá Sandholtsbakaríi gefur uppskrift að girnilegu speltbrauði með fyllingu. NAFNARNIR TÓMASSON OG SANDHOLT Standa saman í bakstrinum hjá Sandholt og gefa lesendum góðar uppskriftir. Valdi að fermast ekki – var samt freistað út af gjöfunum HALLDÓR GYLFASON Ákvað að sleppa fermingunni þrátt fyrir að gjafirnar freistuðu. M YN D /T H O R ST EN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.