Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 19

Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 19
27. mars 2003Fermingablaðið islandssimi.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 2 06 14 03 /2 00 3 *Meðan birgðir endast. Startpakkinn - tölvuleikur fylgir! Verslun Íslandssíma í Kringlunni. Þú velur! Tölvuleikur að verðmæti 4.990 kr. fylgir með Startpakkanum.* 3.750 kr. á mánuði 256 Kb/s 512 Kb/s hraði og 100 MB til útlanda innifalið. Startpakkinn - allt sem til þarf Innifalið í ADSL II Startpakka er: USB mótald, stofngjald og smásía. Samtals að verðmæti 18.125 kr. Miðað er við 12 mánaða áskrift. Internetaðgangur er innifalinn í mánaðargjaldi. 0 kr. Hvergi lægra mánaðargjald! til 15. apríl Hvað finnst ykkur um það sem er að gerast í Írak núna? Birta: Mér finnst það bara fárán- legt. Stríð eiga ekki rétt á sér. Reyndar á Hussein hættuleg vopn og er vondur við þjóðina sína, en stríð þýðir bara að saklaust fólk deyr. Hlín: Mér finnst alls ekki réttlæt- anlegt að Bush ráðist inn í Írak vegna þess að Hussein á gereyð- ingarvopn. Við megum ekki gleyma því að Bush á sjálfur þús- und sinnum fleiri gereyðingar- vopn. Stefán: Mér finnst þetta kannski aðeins of snemmt. Það hefði mátt bíða og ræða málin betur. En mér finnst eðlilegt að maðurinn sé af- vopnaður. Stefanía: Stríð er ekki rétta leiðin og ég er á móti því. Og þó Saddam sé hættulegur finnst mér Bush ekkert skárri. Eruð þið hrædd við afleiðingar þessa stríðs? Stefanía: Ég er skíthrædd við þetta. Hlín: Ég held að ef Bandaríkja- menn ráðast á Írak þá fyrst fari Írakar að nota þessi gereyðingar- vopn sín. En ég held ekki að þetta hafi mikil áhrif á okkur hér heima. Við erum sem betur fer langt úti í Atlantshafi og öllum sama um okkur. Birta: Ég held þetta hafi áhrif í fjármálaheiminum til dæmis og það teygir sig hingað. Það er ekki sniðugt. Stefán: Ég hef ekki áhyggjur af því að við blöndumst beinlínis í þetta stríð. En við gætum orðið vör við bensínhækkanir og þess konar áhrif á daglegt líf. Hvernig leið ykkur eftir 11. september? Voruð þið hrædd þá? Hlín: Ég hélt í alvöru að þetta væri gabb. Mér fannst það svo apr- ílgabblegt að þessir turnar væru að hrynja í beinni útsendingu, sem við fórum svo einmitt að læra um í skólanum daginn eftir að væru hæstu turnar heims. Kaldhæðnislegt. Birta: Mér brá ofboðslega en vissi auðvitað ekkert hverjir stóðu að þessu. Stefanía: Ég var ógeðslega hrædd, bara fór í panik. Ég fór með vin- konum mínum niður í fjöru þar sem við töluðum saman og fórum svo í kirkju um kvöldið. Stefán: Ég var nýkominn heim úr skólanum og kveikti á sjónvarp- inu og hélt strax að einhver kvik- mynd væri í gangi. Svo fannst mér þetta auðvitað hræðilegt þeg- ar ég skildi hvað var raunveru- lega að gerast. Hefur heimsmynd ykkar breyst eftir þessa atburði? Hlín: Ég hef alltaf verið frekar svartsýn á heiminn og þetta var ekki til að bæta það. Birta: Ég vissi ekkert um músli- ma, en eftir þetta fann ég fyrir tortryggni. En ég varð líka með- vitaðri um hvað er að gerast í þeirra heimshluta. Stefanía: Ég vissi heldur ekkert um þetta mál. En eftir 11. septem- ber fór ég að verða hrædd við hryðjuverk, eins og að þau kæmu til Evrópu eða Íslands. En ég er ekkert að pæla í þessu dags dag- lega. Það var mest fyrstu vikurn- ar. Stefán: Þetta hafði áhrif á mig fyrst, en ég segi eins og Stefanía, ég hugsa ekki mikið um það frá degi til dags. Hvað getum við gert til að sporna við ofbeldi hér heima? Stefanía: Við þurfum að tala meira um það og gera eitthvað fyrir- byggjandi. Þetta er aðallega fólk í vímuefnum og það þarf forvarnir. Það er líka örugglega oft hræðsla og óöryggi í þeim sem beita of- beldi og leggja aðra í einelti. Birta: Það er ekki lausn að auka gæslu, miklu frekar auka fræðs- lu. Það var átak hjá okkur í skól- anum gegn einelti og við fengum að sjá mynd, og mér bara brá. Það er ótrúlegt hvað er gert. Það sem veldur þessu er að fólk er óánægt inni í sér, fólk sem hefur orðið undir. Hlín: Ég held að sumir séu ekki búnir að átta sig á því hvað þetta hefur mikil áhrif á þann sem verður fyrir eineltinu, hvort sem það er nú vegna þess að gerand- inn er undir áhrifum eða eitthvað annað. En kjörorð bróður míns er: Fólk er fífl. Og það er því miður heilmikið til í því. Stefán: Ég held að gerandinn sé oft þolandi í leiðinni. Verði kann- ski sjálfur fyrir einelti eða of- beldi og stundi það svo sjálfur. En af hverju líður fólki svona illar? Birta: Okkur langar alltaf í eitt- hvað meira, margir eru aldrei ánægðir með það sem þeir hafa. Hlín: Ég var í sumarbústað um síð- ustu helgi og við vorum að ræða um stjórnmál í heita pottinum. Ég var að kynna mínar stjórnmála- skoðanir og pabbi sagði að þær væru hreinn sósíalismi, að vinna eftir getu og fá eftir þörfum. Það myndi ganga upp ef það væri ekki svona margt fólk fífl. Stefán: Sumt fólk vill alltaf meira og þráir að vera best. Það er ein- hver óeðlilegur metingur í gangi. Hversu mikinn áhuga hafið þið fyrir komandi alþingiskosning- um? Stefán: Heilmikinn. Ég fylgist vel með og myndi setja x við D ef ég mætti kjósa. Mér líka vel þeirra stefnumál. Stefanía: Ég hef engan sérstakan áhuga fyrir alþingiskosningun- um. Hlín: Ég hef ekki beint áhuga á kosningunum, en ef ég mætti kjósa núna myndi ég kjósa Vinstri græna. Þeir eru bæði á móti innrásinni í Írak og Kára- hnjúkavirkjun. Birta: Ég fylgist ekki mikið með, en ég hef samt gaman af að kynna mér það sem er í boði. En ég hef nóg annað að gera núna. Ég myndi þó kjósa Vinstri græna ef ég hefði kosningarétt. Hvernig leggst framtíðin í ykkur? Stefanía: Ég er búin að ákveða að fara í leiklistarskóla í London og svo bara jafnvel til Hollywood. Framtíðin leggst bara mjög vel í mig. Birta: Framtíðin er tómir broskallar og allt mjög gaman. Ég hlakka til framtíðarinnar, en ég hugsa að ég leyfi bara tíman- um að líða og sjái svo hvert hann leiðir mig. Hlín: Ég veit nú ekki um framtíð- ina, en mig langar að verða rit- höfundur, ég er alltaf að semja sögur. Birta: En það er kannski ekki mjög arðvænlegt. Hlín: Jú, ef maður dettur niður á metsöluhugmynd, eins og til dæmis Harry Potter. Stefán: Ég er nú ekkert farinn að plana neitt sérstakt. Ég gæti reyndar alveg hugsað mér að setja stefnuna á Alþingi. Að lokum krakkar, óskaferm- ingargjöfin? Hlín: Mig langar í hest, en kann- ski ætti ég að bíða með hestinn þangað til ég hef aðstöðu til að hugsa um hann. Svo langar mig í peninga, þá get ég keypt mér bíl einhvern tímann, og svo skanna til að geta skannað myndirnar sem ég teikna inn á tölvuna. Birta: Sjónvarp, dvd-tæki, Schwartz-úr og kannski einhvern pening því ég er á leiðinni til út- landa í sumar. Smá skotsilfur væri ekki ónýtt. Stefán: Ég veit ekki alveg hvað mig langar í svo peningur væri frábær. Ég á þá peninga þegar ég veit hvað mig langar í. Stefanía: Mig langar í stærra rúm og peninga, því ég er sko líka á leiðinni til útlanda. ■ HLÍN, BIRTA, STEFANÍA OG STEFÁN Það er hvergi komið að tómum kofunum þegar spjallað er við ungmennin sem eiga að fermast í ár. Þau hafa skoðanir á mönnum og málefnum og eru með skemmtilegri viðmælendum. Hugrenningar þeirra... ...sem erfa skulu land. Fréttablaðið fékk fjögur ungmenni, sem ætla að fermast í ár, í spjall um lífið og tilveruna. Þau eru Stefanía Óskarsdóttir og Stefán Helgason, sem ferm- ast í Laugarneskirkju, og Birta A. Bjarnadóttir og Hlín Önnudóttir, sem fermast borgaralega. Krakk- arnir eru hvergi bangnir við framtíðina og hafa sannarlega skoðanir á „fullorðinsmálefnum“ eins og stríði og pólitík. M YN D /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.