Fréttablaðið - 27.03.2003, Qupperneq 23
27. mars 2003Fermingablaðið10
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
2
00
3Fæst um land allt
Dreifingaraðili:
Tákn heilagrar
þrenningar
Til styrktar
blindum
Það fyrsta sem kemur í huganner allt sem fermingin er ekki,“
segir Bjarni Karlsson, sóknar-
prestur í Laugarneskirkju, þegar
hann er beðinn að útskýra hvað
felst í kristilegri fermingu. „Við
lifum í þjóðfélagi þar sem er svo
mikill snúningur, svo mikið mið-
flóttaafl, að við erum alltaf að
flýja kjarna málsins. Við erum
alltaf á leið lengra og lengra frá
inntaki hlutanna. Þess vegna er
ekkert brýnna í þjóðfélagi nútím-
ans en að eiga tök á því með sjálf-
um sér að staðnæmast og þagna,
hljóðna. Við erum nýkomin út úr
20. öldinni þar sem spurningin
var: Hvað er hægt? Við komumst
að því að allt er hægt. Við öðluð-
umst allrahanda tækni og færni,
en á þessari nýju öld verður
spurningin ekki hvað er hægt.
Spurningin er: Hvað er rétt? Og
hafi fermingin einhvern tíma haft
vægi þá hefur hún virkilega öðl-
ast það núna með auknum þunga,
vegna þess að börnin okkar eru
manneskjur sem standa frammi
fyrir möguleikum sem eru allir
aðrir en þeir sem foreldrar
þeirra, að ég tali nú ekki um
ömmur og afa, stóðu frammi
fyrir. Þau eru að fæðast inn í
veruleika þar sem allt er hægt.“
Bjarni segir hræðilega erfitt
fyrir börnin að vita hvað er rétt.
„Þess vegna er fermingarfræðsl-
an ekki kennsla í því hvað er rétt,
heldur kennsla í því hvernig hægt
er að komast að því hvað er rétt.
Hún er samleið, þar sem full-
orðnar manneskjur mæla sér mót
við unglingana til að ræða um
raunveruleg lífsgildi. Ekki til að
gefa þeim svörin, heldur ræða við
þau þannig að þau verði fær um
að svara spurningum sem eru
ekki enn komnar á dagskrá. Þetta
er háleitasta hlutverk fermingar-
innar.
Þegar fermingarbarnið hefur
lokið fræðslunni, hefur staðið
frammi fyrir altarinu og svarað
játandi spurningunni: Viltu hafa
Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns, þá
á það innra með sér minningu um
að hafa í kirkjunni átt heiðarlegt
samtal við fullorðið, velviljað og
áhugasamt fólk, sem langaði að
ræða við það um raunveruleg lífs-
gildi.“ ■
Bjarni Karlsson,
sóknarprestur í
Laugarneskirkju,
segir ferminguna
aldrei hafa haft jafn
mikið vægi og nú.
Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf-undur fermdist í Fríkirkjunni
8. apríl 1956. Það sem stendur
upp úr í minningunni er einkum
tvennt: „Við vorum bara tvær í
bekknum sem fermdumst í
Fríkirkjunni. Á fermingardaginn
mættu svo bekkjarfélagarnir í
kirkjuna, komu sér fyrir á efri
svölunum næst altarinu, þar sem
þau sáu vel framan í okkur, og
grettu sig og geifluðu allan
tímann. Þau gerðu allt sem þau
gátu til að koma okkur til að
hlæja, en við héldum þó nokkurn
veginn andlitinu.“
Önnur minning tengd ferm-
ingardegi Ingibjargar eru hæla-
háu skórnir. „Þetta var í fyrsta
skipti á ævinni sem ég gekk á há-
hæluðum skóm. Mikil uppbygg-
ing var í Kópavoginum á þessum
tíma, engar götur malbikaðar og
svo var auðvitað rigning. Ég fór á
fínu skónum út í drulluna og út í
leigubílinn sem keyrði okkur í
kirkjuna. Skórnir voru útataðir í
skít og stóðu aurugir undan
kyrtlinum. Þetta og fíflalætin í
bekkjarsystkinunum stendur upp
úr í minningunni.“
Besta gjöfin sem Ingibjörg
fékk var Íslendingasögurnar sem
hún fékk frá foreldrum sínum.
„Öll 13 bindin,“ segir Ingibjörg.
„Og á þau að sjálfsögðu enn.“ ■
Bekkjarsystkinin grettu
sig og geifluðu
– en Ingibjörg hélt andlitinu
Eftirminnilegast
úr fermingunni
Hvað
er ferming?
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR
RITHÖFUNDUR
Fermdist í aurugum skóm og átti fullt í
fangi með að hlæja ekki í kirkjunni vegna
fíflaláta bekkjarsystkinanna.
Erum alltaf að
flýja kjarna málsins
SIGURVIN JÓNSSON OG SÓLVEIG HALLA KRISTJÁNSDÓTTIR ÁSAMT BJARNA
Fermingarundirbúningurinn í Laugarneskirkju fólst meðal annars í harmonikkuballi með fötluðum og eldri borgurum. „Við viljum opna
augu unglinganna fyrir því að manneskjur eru gríðarlega fjölbreyttar, og hver einasta manneskja er merkileg,“ segja leiðbeinendurnir.
Skemmtilegt er að búa til sér-staka gestabók fyrir ferming-
arbarnið, velja t.d. myndir í
albúmið frá því barnið var lítið.
Myndirnar er hægt að ljósrita á
ljósritunarstofum. Svo má útbúa í
tölvunni forsíðu með nafni barns-
ins, nafni prests og nafni kirkju.
Ein blaðsíða getur verið fyrir
ritningarstað, nokkrar fyrir nöfn
gesta og aðrar fyrir gjafirnar.
Sniðug t
M
YN
D
/V
IL
H
EL
M
M
YN
D
/R
Ó
B
ER
T