Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 28
27. mars 2003 Fermingablaðið 15
Nær allt
upppantað
Ljósmyndastofan Mynd
sími: 565 4207
www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 554 3020
SVERRIR HERMANNSSON
Blankskórnir meiddu hann á fermingar-
daginn, svo mjög að hann þurfti að ganga
á sokkaleistunum heim.
Starði heill-
aður á sek-
únduvísinn
– og dáðist að Jóni á
Birnustöðum sem saup
rösklega á kaleiknum.
Sverrir Hermannsson alþingis-maður segir nokkur atriði
standa upp úr þegar hann minnist
fermingardagsins síns, sem var 8.
júní 1944. „Við vorum sex ferm-
ingarsystkin, þrjár stúlkur og
þrír drengir. Mér er ákaflega
minnisstætt að nærri var liðið
yfir piltinn sem stóð við hliðina á
mér. Þá kom mér það einkenni-
lega fyrir sjónir að vel metin hús-
freyja, sem ég hafði mikið dálæti
á, flóði öll í tárum þegar hún
fylgdi fóstursyni sínum og kraup
við altarið.“
Sverrir segist hafa dáðst að
því hversu Jón á Birnustöðum,
mágur pabba hans, saup rösklega
á bikarnum hjá séra Óla Ketils-
syni. „Nú, svo hafði ég aldrei ver-
ið á blankskóm fyrr. Skórinn á
hægri fæti meiddi mig svo að ég
þurfti að ganga á sokkaleistunum
heim til mín, sem var um það bil
einn og hálfur kílómetri.“ Að-
spurður um bestu gjöfina segir
Sverrir: „Það var armbandsúr,
sem ég frétti seinna að kostaði
375 krónur. Það var mikill pening-
ur. Ég var svo himinlifandi með
úrið að ég lá andvaka nóttina eftir
ferminguna og starði heillaður á
sekúnduvísinn.“ ■
Eftirminnilegast
úr fermingunni
Stærsta fermingargjöfin varnýr trompet,“ segir Magnús
Ágústsson, söngvari í Búdrýgind-
um, sem fermdist 8. apríl árið
2001. „Þetta er alvöru atvinnu-
mannahljóðfæri,“ segir hann.
Magnús spilar ekki á trompet-
inn í Búdrýgindum, en er í Tón-
skóla Kópavogs að læra á hljóð-
færið. „Við notum reyndar
trompet í nokkrum lögum með
hljómsveitinni, en þó ekki mikið
á tónleikum.“
Maggi segir að fermingar-
veislan hafi verið mjög skemmti-
leg, heitur matur og kökur.
„Pabbi og afi voru svo með ræð-
ur.“
Hvað varðar undirbúninginn
segir Maggi hann hafa verið frá-
bæran og ferðalagið skemmtilegt.
„En trompetinn var toppurinn.“ ■
Trompetinn
toppurinn
veislan fín og góðar ræður
MAGGI Í BÚDRÝGINDUM
Fékk atvinnumannatrompet í fermingargjöf
Eftirminnilegast
úr fermingunni